Fréttablaðið - 07.07.2003, Page 14

Fréttablaðið - 07.07.2003, Page 14
 bílar o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur bí lum Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: bilar@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. Þjónustuauglýsingar: Gula línan, sími 580 8090 – netfang: auglysingar@gulalinan.is. Þegar Vaka auglýsir uppboð á tjóna-bílum í Vökuportinu flykkjast menn á staðinn, svo jaðrar við örtröð, til að gera góð kaup. En eru menn raunverulega að gera góð kaup? Er- lendur Karl Ólafsson, bifreiðasmiður hjá GB Tjónaviðgerðum, segir allan gang á því. „Þeir sem geta gert við sjálfir hafa auðvitað bestu aðstæðurn- ar til að græða eitthvað á kaupunum, en við fáum oft bíla til viðgerðar sem hafa verið keyptir á slíkum uppboð- um. Það fer náttúrlega eftir því hvers eðlis tjónið er hversu mikið þarf að gera, er þetta veltibíll, afturtjón, framtjón eða hliðartjón?“ Aðspurður hvort bílarnir séu jafngóðir eftir seg- ir Erlendur það vera í langflestum til- fellum. „Auðvitað er hægt að gera þetta illa eins og allt annað, en í 99% tilfella er þetta í fínasta lagi.“ Erlendur telur að fleiri kaupi svona bíla til að kaupa og selja, þá væntanlega til að skila smá afgangi í budduna. „En svo er stór hluti sem kaupir þessa bíla til að eiga til fram- búðar og gera þannig góð kaup.“ Erlendur segist orðinn þreyttur á umræðunni um að uppgerðir tjóna- bílar séu verri en aðrir bílar. „Lang- flestir sem eru að gera við þessa bíla eru strangheiðarlegir menn. Auðvit- að geta viðgerðir bílar bilað, rétt eins og til dæmis þvottavélar eða viðgerð föt. En þetta snýst um að koma bíln- um í fínu standi á götuna, og svo verða menn að bera ábyrgð á sinni vinnu. Við hjá GB Tjónaviðgerðum vinnum samkvæmt stöðlum sem Vol- vo, Ford, Daihatshu og Citroën gefa út, erum með réttu verkfærin og góða kunnáttu og stöndum keikir við okkar viðgerðir.“ ■ STARFSMENN GB TJÓNAVIÐGERÐA Segja bifvélavirkja strangheiðarlega og vandaða í vinnubrögðum. Tjónabílar: Í 99% tilfella í fínu lagi eftir viðgerð Filmur í bílinn: Ekki bara fyrir útlitið Börn og fullorðnir eiga stundumvonda vist í bílnum á löngum ferða- lögum, ekki síst ef sólin skín skært. Þá verður oft óbærilega heitt í bílnum og erfitt stórum sem smáum að þola ferða- lagið. Hjá Auto Sport ehf. í Akralind í Kópa- vogi er hægt að fá filmur til að setja í rúður bíla. Svanhildur Reynisdóttir, einn eig- enda Auto Sport, segir að fjölskyldu- fólk sé nú í meirihluta viskiptavinanna. „Það þótti áður fyrr aðallega töff að vera með filmur í rúðunum, en nú koma æ fleiri fjölskyldur til að fá sér þennan búnað í bílinn. Filman veitir vörn gegn sól og UV-geislum, minnkar upplitun og hita í bílnum og verndar viðkvæm augu,“ segir Svanhildur. „Það hefur líka reynst fólki með mígreni mjög vel að fá sér svona film- ur.“ Filmurnar fást í ýmsum styrkleik- um og lífstíðarábyrgð fylgir ísetning- unni. ■ Helga Braga Jónsdóttir leikkonasegist ekki vera mikil bílakona en hún segir þó Porsche og Merzedes Bens vera bíla drauma sinna. Helst vildi hún eignast gul-gylltan bíl, af annarri hvorri tegundinni, með áklæði í stíl. Bíllinn henn- ar yrði ekkert slor: „Með brjáluðum græjum og ofsalega kraftmikill,“ segir hún. Ástæðan fyr- ir vali Helgu Brögu er lúxusinn. Hún segist alveg eins eiga von á því að hún komi til með að eignast draumabílinn sinn – einhvern tímann: „Það getur vel ver- ið, kannski, maður verður alltaf að lifa í voninni.“ ■ Draumabíllinn Býst við að eignast Porsche eða Benz HELGA BRAGA JÓNSDÓTTIR Telur að hún muni einn daginn eignast draumabílinn sinn.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.