Fréttablaðið - 07.07.2003, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 07.07.2003, Blaðsíða 20
Álklæðning Stórhöfða 33 Sími: 577 4100til framtíðar hús o.fl. V i k u l e g u r b l a ð a u k i F r é t t a b l a ð s i n s u m h ú s o g g a r ð a Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: hus@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. Þjónustuauglýsingar: Gula línan, sími 580 8090 – netfang: auglysingar@gulalinan.is. Fyrir fjörutíu árum setti James Railsig niður í Garðabæ með eiginkonu sinni. Hann var einn landnemanna í hreppnum sem síðar varð bær. Fljót- lega byrjaði hann að rækta garð þar sem ekki var annað en urð og grjót, ekkert skjól og vindurinn gnauðaði. Nú, tæplega hálfri öld síðar, eiga þau Berta Eiðsdóttir bókavörður vin sem notalegt er að njóta skjóls í frá ís- lenska norðanvindinum. „Ég hef alltaf haft gaman af að rækta og byrjaði smátt og smátt. Eitt það fyrsta sem ég gerði var að setja upp skjólgirðingu úr viði sem þá þekktist ekki en er nú í kringum flest hús,“ segir James. James Rail er bandarískur og var lengst af skólastjóri á Keflavíkurflug- velli. Hann er nú kominn á eftirlaun en vinnur fyrir háskólann í Oklahoma. Hann segist vera með grænar fingur og að garðurinn sé hans. Kona hans Berta segist aldrei hafa tekið þátt í ræktuninni enda hafi James viljað hafa það þannig. „Ég sakna þess ekki, hann er miklu hæfari en ég og hefur auk þess mikla ánægju af að dútla í garðinum,“ segir hún. James segir Íslendinga vera alltof trega til að breyta hjá sér í garðinum. „Þeir hreyfa helst ekki við trjám og runnum eftir að einu sinni hefur verið gróðursett,“ segir hann. Hann bendir niður Stekkjarflötina sem hann býr við og segir: „Líttu á hvernig allir fela hús sín og garða. Ég skil vel að fólk vilji vera út af fyrir sig en það þurfa ekki alltaf að vera hefðbundnir runn- ar í kringum hús, það er gaman að brjóta upp og breyta. Tré má klippa til og færa þau. Það er ekkert náttúrulög- mál að þau þurfi alltaf að vera á sama stað,“ segir James. Ein af þeim plöntum sem James er með í garðinum sínum er íslenskt brönugras sem hann segir vera sína uppáhalds jurt. Það er hægt að taka undir með honum að plantan er afar sérstök og blómstrar fallega. James segist ekki hafa séð hana víða en plantan er tilvalin í steinabeð þar sem hún skríður skemmtilega. „Það er hægt að rækta svo margt ef lögð er alúð í það. Ég held að menn séu oft ekki nægilega þolinmóðir. Íslendingar eru heldur ekki nógu duglegir við að flytja í garða sína allar þær fallegu jurtir sem til eru í íslenskri náttúru,“ segir James Rail. ■ SJALDGÆF JURT Börnugras er uppáhalds plantan hans James. Hann segir hana sjaldgæfa en hún blómstri skemmtilega á sumrin auk þess sem hún þeki beðin vel. Gróðurvin þar sem áður var urð og grjót James Rail er einn frumbyggja Garðabæjar. Við húsið hans var urð og grjót og norðanvindurinn gnauðaði. Nú er þar vin sem gott er að njóta. JAMES OG BERTA Hann er á því að Íslendingar séu ekki nógu kjarkaðir við að klippa til tré og færa úr stað. „Það er ekkert lögmál að þau þurfi alltaf að standa á sama stað,“ segir hann. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL L I Mér finnst eins og öllum öðrumgaman að fá tækifæri til þess að hjálpa vinum mínum. Jafnvel þó að stundum þurfi þeir að fá smá skamm- ir fyrir óraunhæfar hugmyndir varð- andi fyrstu íbúðina sína. Þær hug- myndir eru oft fengnar upp úr síðum glanstímarita og spegla oft þann raunveruleika sem við flest erum blessunarlega laus við. Af fenginni reynslu hef ég áttað mig á því að þótt stundum sé nauðsynlegt að „henda öllu út“ þá er líka stundum vel þess virði að vinna í kringum það sem fyr- ir er og er nothæft. Oft eru ótrúlega flott hreinlætistæki frá sjötta áratugn- um inni á baðher- bergjum, t.d. grænt klósett, grænn vask- ur og grænt baðker. Í stað þess að henda þessum tækjum, hvers vegna ekki að velja flísar sem gera eitthvað fyrir tækin? Draga fram lit tækjanna og nota þau áfram? Oft eru þetta ófáan- legir gripir sem gera íbúðina sérstaka og leyfa þér að líða vel með ákvörðunina sem kost- aði miklu minna en ef þú hefðir skipt öllu út. Í staðinn getur þú svo farið í helgarferð með kærustunni eða gefið henni blóm um hverja helgi í langan tíma og verið ótrú- lega vinsæll kærasti! Kveðja, Frikki Friðrik Weisshappel gefur góð ráð/ Vinsæll kærasti

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.