Fréttablaðið - 07.07.2003, Page 33

Fréttablaðið - 07.07.2003, Page 33
kemur 15MÁNUDAGUR 7. júlí 2003 HRAÐAKSTUR MEÐ BARN Á BRJÓSTI Lögregla handtók nýlega Catherine Donkers, 29 ára konu frá Pittsburgh, fyrir að aka á ofsahraða eftir hraðbrautinni samtímis því að gefa barni sínu brjóst. Þá sinnti Catherine ekki lögreglu þegar þeir vildu stöðva hana. Catherine hef- ur verið ákærð, en hún heldur því fram fullum fetum að það að gefa barni á brjóst á ferð sé ekki verra en að tala í farsíma. Mað- urinn hennar, sem er prestur, hefur sent inn mótmæli til sak- sóknara og segist sjálfur vilja sæta ákæru. „Ég er maðurinn hennar og því ábyrgur fyrir gjörðum hennar,“ segir klerkur- inn. GÖFUGIR ÞJÓFAR Sjö meðlimir sömu fjölskyldu í Chile voru fyr- ir nokkru ákærðir fyrir að stela lúxusbílum, sem þeir notuðu til að komast í jarðarför ættingja síns. Fólkið, sem stal bifreiðum af gerðinni Rolls Royce, Bentley, Aston Martin og Land Rover, bar því við að það hefði viljað sýna hinum látna tilhlýðilega virðingu. „Við vildum stóra og flotta jarð- arför svo allir gætu séð að við eyddum fullt af peningum í hana.“ Lögreglan sagði að fólkinu hefði raunverulega fundist það göfugt og gott, enda stóð aldrei annað til en að skila bílunum. ÞUNGUR HARRY POTTER Póst- þjónustan The Royal Mail í Bret- landi bætti í bílaflota sinn hund- ruðum sendi- bíla til að koma nýju bókinni um Harry Potter til kaupenda. „Bókin er svo þung að við urðum að bæta í bíla- flotann,“ segja tals- menn pósts- ins. Hver bók, sem er 768 blaðsíður að lengd, vegur um það bil kíló og við reiknuðum með að koma að minnsta kosti 500.000 eintökum til kaupenda síðastliðinn laugar- dag. Það tókst,“ segja talsmenn- irnir. Þessi skemmtilegilitli bíll, sem er að hálfu leyti BMW ár- gerð 1959 og að hálfu leyti flugvél, var hannaður af Dave Major árið 1998. Sté- lið er fengið af raun- verulegri flugvél svo og dekkin sem eru af gerðinni Beech Jet 400A. Þyrluspaðinn er keyrður á 12 volta rafmagnsmót- or, en bíllinn, sem er löglegur á götum úti, er með 600 cc tvegg- ja strokka BMW-mótor. Dyrnar á bílnum opnast upp fyrir „flug- manninn“. Bíllinn hefur verið sýndur á fjölda sýninga víða um heim síðan hann var smíðaður. ■ Stórir strákar finna sér ýmis-legt til dundurs. Á Hondaverk- stæðinu við Dalveginn vinna sam- an nokkrir knáir karlar sem sam- einast í frítímanum um áhuga- málið sitt, sem eru fjarstýrðir bensínbílar. Þetta eru þeir Pétur Pétursson, Guðmundur Árni Páls- son og Kristmundur Rafnsson. Aðspurðir hvernig dellan varð til, segir Pétur að allt hafi það byrjað með því að Guðmundur kom með fjarstýrðan bíl á verk- stæðið, sem hann hafði eignast í vöruskiptum. „Ég var búinn að eiga hann lengi uppi í skáp, en þegar ég kom með hann hingað varð allt brjálað,“ segir Guð- mundur og hlær. „Þá kom í ljós að Pétur átti líka svona bíl, sem var reyndar sá elsti á landinu og hafði aldrei snúist hálfan snúning.“ „Það voru svo lélegar vélarnar í þessu fyrir 20 árum,“ útskýrir Pétur. „En þarna varð ekki aftur snúið og ég fór Tómstundahúsið til að kaupa betri græju. Við höf- um svo verið á fullu í þessu síð- an.“ Strákarnir stofnuðu ekki beint klúbb um hobbýið, en eru yfirleitt fjórir saman. „Við förum út á Granda og inn í Malbikunarstöð og erum að leika okkur í brekkun- um þar. Fjaran í Þorlákshöfn er líka tilvalinn staður, torfærur frá náttúrunnar hendi sem gaman er að glíma við. Dýrðlegt að vera úti í náttúrunni með kaffi, samloku og bílinn,“ segja þeir og fá stráks- legan glampa í augun. Stundum leika strákarnir sér með bílana fyrir utan verkstæðið og þá stoppa menn gjarnan, og vilja skoða og spjalla. „Þetta vindur upp á sig,“ segir Krist- mundur, „ þeim fjölgar stöðugt sem eru í þessu.“ En hvað er það nákvæmlega sem er svona gaman? „Þetta er svo mikið kikk,“ seg- ir Pétur. „Bílarnir komast í 70 kílómetra hraða og sporttýpurnar í 120. Svo fer 30% af tímanum í að gera við, breyta og bæta. Við erum alltaf með verkfæratösku meðferðis og þetta er bara eins og að vera í stóru bílunum, nema hvað við erum búnir með þann pakka. Þetta er alveg jafn gaman, bara miklu ódýrara.“ „Stofnkostnaður við sportið er um það bil 70.000, þá ertu kominn með góðan bíl og bara tilbúinn,“ segir Kristmundur. „Svo geta þeir auðvitað farið upp í 300.000,“ seg- ir hann, og vill ekki meina að bíl- arnir eyði miklu bensíni. „Hálfur lítri dugir daginn,“ segir Guð- mundur. Strákarnir vilja ekki viður- kenna að þeir séu að upplifa gamlan draum úr æsku. „Við höf- um hins vegar varðveitt barnið í okkur,“ segja þeir. „En þetta er ekkert barna- eða unglingasport.“ Nú dreymir þá um að komast fljótlega á mót í útlöndum. „Það kemur að því,“ segir Kristmund- ur, og strákarnir ljóma eins og sólir þegar þeir skokka út í góða veðrið með bílana sína undir hendinni. ■ ■ Bílar Séstakir bílar: Flottur „flug-vélar“-bíll BMW-INN ER LÖGLEGUR Á GÖTUNUM. Ekki fylgdi sögunni hvort bíllinn gæti hafið sig til flugs á þyrluspaðanum. Fjarstýrðir bensínbílar: Vinnufélagar fara í bílaleik í frístundum GUÐMUNDUR, PÉTUR OG KRISTMUNDUR Bílarnir þeirra eru smáir en aflmiklir og jafnast á við 1000 hestöfl á venjulegum bíl. Á myndina vantar einn í hópinn, Björn Steinar þúsundþjalasmið.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.