Fréttablaðið - 07.07.2003, Page 35
MÁNUDAGUR 7. júlí 2003
■ LEIKLIST
17
upp
Leiksýningar Ferðaleikhússins
Bjartar nætur hefjast í Iðnó í
kvöld. Sýningin hefur staðið und-
anfarin 32 sumur en að sögn að-
standenda sýningarinnar er upp-
færslan og efni breytilegt milli
ára. Með aðalhlutverk í sýning-
unni fara þau Kristín G. Magnús
og Páll S. Pálsson en einnig eru
þrír dansarar sem taka þátt í upp-
færslunni.
Markmiðið með sýningunum,
sem fluttar eru á ensku, er að
veita innsýn í íslenska menningu
og eru fornar frásagnir og sögur
sviðsettar og færðar í leikbúning.
Tónlist skipar stóran sess í
sýningunni en Hilmar Örn Hilm-
arsson hefur samið hana fyrir álf-
konudansinn og Steindór Ander-
sen hefur verið til aðstoðar við
rímnakveðskap.
Þrátt fyrir að sýningin sé sam-
felld er hún sett saman úr mörg-
um sögum og frásögnum sem
tengdar eru saman með rímna-
kveðskap og skyggnum sem inni-
halda fræðsluefni um sögu Ís-
lands.
Sýningar á Björtum nóttum,
eða Light Nights, eru í Iðnó öll
mánudags- og föstudagskvöld. ■
Bjartar
nætur fortíðar
fyrir ferðafólk
KRISTÍN OG PÁLL
Kristín G. Magnús og Páll S. Pálsson fara
með aðalhlutverk í sýningu Light Nights í
sumar. Sýningarnar eru í Iðnó.