Fréttablaðið - 07.07.2003, Page 42

Fréttablaðið - 07.07.2003, Page 42
48 ÁRA Dr. Jón Viðar Jónsson, for- stöðumaður Leikminjasafns Ís- lands, er 48 ára í dag. En ætlar hann að gera eitthvað í tilefni dagsins? „Nei, nei. Ég er nú þan- nig gerður að ég vil bara að þessi dagur líði eins og aðrir. Ég á hins vegar mjög afmælisglaða fjöl- skyldu sem passar upp á að ég kemst ekki upp með það.“ Það verður því líklega eitthvað gert fyrir Jón Viðar í dag þótt hann viti ekki nákvæmlega hvað það verður en sjálfur hefur hann ekki fundið hjá sér ríka þörf til að blása til veislu þegar hann á af- mæli. „Ég er náttúrlega svo ungur að ég tel mig ekki hafa átt nein raun- veruleg stórafmæli. Mig minnir að Rómverjarnir hafi sagt að maður væri barn þar til maður yrði þrítugur, unglingur til sex- tugs og fullorðinn eftir það. Get- ur það ekki verið? Ég held að það sé best að lifa samkvæmt þessu og bíða með öll hátíðarhöld þar til ég er sprottinn úr grasi.“ Í þessu ljósi þarf engan að undra að Jón Viðar sá ekki ástæðu til þess að halda upp á fer- tugsafmælið með pompi og prakt. „Ég hef reynt að komast fram hjá þessu með eins lágan prófíl og hægt er en eins og ég sagði þá bý ég við strangt aðhald frá fjöl- skyldunni og kemst ekki upp með neina vitleysu.“ Hvað afmælisdagana í æsku varðar segist Jón Viðar ekki telja að neinn einn sérstakur standi upp úr í minningunni. „Mér fannst allir afmælisdagarnir jafn skemmtilegir þegar ég var ungur, í það minnsta fram að tíu ára aldri.“ Jón Viðar er með ýmis járn í eldinum en Leikminjasafnið er fyrirferðarmikið um þessar mundir. „Ég er aðallega í því að koma upp safni um íslenska leik- listarsögu. Safnið var stofnað í vor og ég tók það að mér að veita því forstöðu fyrsta kastið. Við stöndum í því núna að fá húsnæði fyrir safnið og ég hugsa að það yrði besta afmælisgjöf sem ég gæti fengið ef við fengjum það húsnæði sem við höfum augastað á en það er frágengið.“ thorarinn@frettabladid.is 24 7. júlí 2003 MÁNUDAGUR ■ Nýjar bækur ■ Tímamót ■ Nýjar bækur Pondus eftir Frode Øverli Afmæli JÓN VIÐAR JÓNSSON, ■ forstöðumaður Leikminjasafns Ís- lands, er 48 ára í dag. Hann sér enga ástæðu til þess að gera mikið með það enda lifir hann samkvæmt fornri róm- verskri speki og lítur en á sig sem ung- ling. Úrval-Úts‡n Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 • Keflavík: 420 6000 Akureyri: 460 0600 • Selfossi: 482 1666 og hjá umbo›smönnum um land allt. www.urvalutsyn.is Innifali›: Sjá Sérfer›abækling Úrvals Úts‡nar og á www.urvalutsyn.is 5 sæti sæti laus í skemmtilega siglingu. Ver› frá 178.840 kr. á mann í tvíb‡li. Eyjahaf og dvöl á Krít, 18. ágúst - 1. sept. Fararstjóri: fióra Valsteinsdóttir Skemmtisigling á öldum Eyjahafs ber flig til ótrúlegra áfangasta›a. Krít, Rhodos, Patmos, Myknos Aflena, Thessaloniki, Istanbul, Kusadasi og Santroni. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 16 79 07 /2 00 3 8 sæti laus í draumasiglinguna. Ver› frá: 199.980 kr. á mann í tvíb‡li. Sigling um Mi›jar›arhaf og dvöl í Barcelona, 30. ágúst - 13. sept. Fararstjóri: Erla Erlendsdóttir Sannköllu› draumafer›, flar sem farflegum gefst kostur á a› upplifa helstu perlur Mi›jar›arhafsins. Nice, Flórens, Pisa, Róm, Napoli, Malta og Barcelona. Nei takk! Þú gerir síma- sölumönnum aldeilis erfitt fyrir! Þeir hafa gott af að liðka málbein- ið aðeins!Mál og menning hefur gefið útbókina Í grænni lautu. Þar er að finna gamla og nýja söngvaleiki sem Ragnheiður Gestsdóttir hefur valið og mynd- skreytt með litríkum klippimynd- um. Börn á öllum aldri hafa um árabil leikið þessa söngvaleiki jafnt innan dyra sem utan. Sumir þeirra hafa gengið kynslóð fram af kynslóð en aðrir eru nýrri og bókin ætti því að koma sér vel hvar sem börn eru að leik. Í grænni lautu er barnabók júlí- mánaðar og er seld með 30% af- slætti út mánuðinn. Nýhil hefur gefið út ljóðabókina2004 eftir Hauk Má Helgason. Haukur er fæddur í Reykjavík árið 1978. Hann segir íslenska skóla- kerfið ekki hafa verið sér alslæmt en hann hefur þó meiri mætur á út- lendum görðum. Helsta sálarkröm Íslands er að hans mati lútersk þyngsl og menningarsjokkið þegar herinn færði okkur samtímann. Þá þykir honum ekki bæta úr skák að hér sé aldrei sumar en hann er þó þakklátur Íslandi fyrir vegabréfið sitt. ANDLÁT Karl Sigurðsson lést á Landspítalanum Hringbraut föstudaginn 4. júlí. Bergþór Finnbogason kennari frá Hítar- dal, Sóvöllum 13, Selfossi lést fimmtu- daginn 3. júlí. Halldóra Guðmundsdóttir Sóltúni 2, áður á Bergstaðastræti 43a, lést þriðju- daginn 1. júlí. Sigrún Stefánsdóttir frá Gautastöðum, Svalbarðaströnd, lést á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, fimmtudaginn 3. júlí. Ásdís Bjarnadóttir Kirkjubóli, í Dýrafirði, andaðist fimmtudaginn 3. júlí. Guðbjörg Hjálmarsdóttir áður til heim- ilis á Freyjugötu, Sauðárkróki, andaðist á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks. Rafn Markús Skarphéðinsson, Hraunsvegi 21, Njarðvík, lést föstudag- inn 4. júlí. JARÐARFARIR 13.30 Arnbjörg Markúsdóttir Miðvangi 151, Hafnafirði, verður jarðsungin frá Lágafellskirkju í Mosfellssveit. 13.30 Hrefna Jóhannsdóttir, Aðalstræti 9, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni. 13.30 Dóra S. Jónsdóttir, Danmörku, sem lést þann 23. júní síðastlið- inn, verður kvödd með athöfn í Bústaðakirkju. 15.00 Óskar Jónsson, Skúlagötu 44, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík. Unglingur fram undir sextugt JÓN VIÐAR JÓNSSON „Ég hef reynt að komast fram hjá þessu með eins lágan prófíl og hægt er“, segir hann um afmælin sín, „en ég bý við strangt aðhald frá fjölskyldunni og kemst ekki upp með neina vitleysu.“

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.