Fréttablaðið - 07.07.2003, Qupperneq 45
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500
Bakþankar
ÞRÁINS BERTELSSONAR
Gúrkutíð
OLYMPUS C-120 DIGITAL Camedia C-730 Zoom Camedia C-50ZOOMOLYMPUS Mju 300
Camedia C-350
199.0
00.-
með
stáli
að fr
aman
t li
f
R A F T Æ K J A V E R S L U N
HEKLUHÚSINU • LAUGAVEGI 172 • 105 REYKJAVÍK • S ÍMI 590 5090
Þegar fréttastjórar á plánetunniverða uppiskroppa með styrjaldir,
morð og manndráp, gjaldþrot, bók-
haldsfalsanir, uppsagnir, og allt það
sukk og svínarí sem í daglegu tali
kallast fréttir – þá er upprunnin svo-
nefnd gúrka eða gúrkutíð – það er sá
tími ársins þegar það er helst í frétt-
um að garðyrkjubændum fæðist af-
brigðileg agúrka, kannski 20 kíló á
þyngd, eða kannski í laginu eins og
tvíhöfða kálfur.
GÚRKUTÍÐ var augljóslega í garð
gengin um helgina þegar fjölmiðlar
kepptust við að slá upp fréttinni um
danska dýralækninn sem vinnur á
sláturhúsi Danish Crown (dönsku
krúnunnar) í Tönder í Danmörku. En
sá góði maður var að sinna eftirliti
með framleiðslu á fyrsta flokks
nautahakki og fann af tilviljun
brjóstahaldara í góðu standi í vömb
aldraðrar mjólkurkýr sem hann var
að krukka í.
ÞESSARI MERKU FRÉTT fylgdi
svo gáfuleg fréttaskýring sem var
eitthvað á þessa leið: „Eins og margir
kannast við, þá eru kýr mjög forvitn-
ar skepnur og gleypa í sig ólíklegustu
hluti, sem svo sitja eftir í vömbinni.
Þannig hafa fundist ýmsir hlutir s.s.
reipi, garðslöngur, vírar og ýmislegt
annað í vömb kúa. Í mörgum tilfell-
um gera þessir hlutir lítið til og
dvelja þarna þar til kýrin kveður.
Eftir stendur bara ósvöruð sú spurn-
ing, hvar kýrin komst í þá aðstöðu að
éta brjóstahaldara.“
ÞETTA er fréttamennska á háu plani,
skörp og fræðandi í senn og textinn
listavel skrifaður. Þarna er meira að
segja kitlandi undirtónn þegar frétta-
maðurinn spyr hvar beljan hafi kom-
ist í aðstöðu til að éta brjóstahaldara,
og maður les milli línanna að hugsan-
lega hafi Skjalda heitin ráðist á unga
og íturvaxna húsmóður sína, bónda-
konuna og sleikt af henni brjósta-
haldarann – í stað þess að teygja sig
yfir girðingu og sloka hann í sig af
þvottasnúrunum. En það er ekki aðal-
atriðið í þessu máli, heldur skiptir það
mestu máli að nú er hafin gúrkutíð
þegar mikilmenni heimsins eru í sum-
arfríi með fjölskyldum sínum og frétt-
irnar snúast um nautgripi, snjómenn,
marsbúa og fljúgandi furðuhluti þar
til mikilmennin koma aftur úr sumar-
fríinu og setjast aftur að á forsíðum
blaðanna. ■