Fréttablaðið - 26.07.2003, Síða 2

Fréttablaðið - 26.07.2003, Síða 2
2 26. júlí 2003 LAUGARDAGUR Auðvitað vildi maður það gjarnan eins og núverandi ríkisstjórn hegðar sér en slíkt er ekki hluti af okkar stjórnsýslu. Slíkt fyrirkomulag hefði vísast kosti og galla. Leiðin væri kannski að gera þjóðar- atkvæðagreiðslur algengari. Það er erfitt að mæla gegn milliliðalausu lýðræði. Steingrímur J. Sigfússon er formaður Vinstri grænna. Íbúar Kaliforníu hafa knúið fram atkvæðagreiðslu um að binda enda á kjörtímabil ríkisstjóra síns. Spurningdagsins Steingrímur, á að vera hægt að aftur- kalla umboð stjórnarinnar? ■ Verkalýðsmál ■ Lögreglufréttir Skeljungi kennt um samráðið Stjórnendur Olís og Olíufélagsins lýsa frumkvæði að samráði á hendur samkeppnisaðilanum. „Shell vildi að Essó léti Reykjavíkurborg í friði.“ SAMKEPPNI Í frumskýrslu olíu- félaganna er því lýst að Skeljung- ur hafi átt frumkvæði að samráði olíufélaganna þriggja. Bæði for- svarsmenn Olíu- félagsins og Olís hafa lýst því við S a m k e p p n i s - stofnun að Skelj- ungur hafi átt frumkvæði í mörgum tilvik- um. Samkeppnis- stofnun lýsir því á blaðsíðu 22 í frumskýrslunni að málsgögn sýni með skýr- um hætti að samráð hafi átt sér stað við gerð tilboða í útboðum Reykjavíkur- borgar og Landhelgisgæslunnar. Forsvarsmenn Olíufélagsins sögðu Samkeppnisstofnun að frumkvæðið hefði komið frá for- stjóra Skeljungs árið 1995. Í því samhengi er rétt að benda á að Olíufélagsmenn voru fyrstir til að bjóða yfirvöldum samvinnu í því skyni að fá afslátt. Einar Bene- diktsson, forstjóri Olís, lýsti því við Samkeppnisstofnun á fundi 9. ágúst 2002 að það hefði verið að frumkvæði Skeljungs að „halda ætti áfram skiptisölu“ og niður- staðan hefði orðið sú að félögin höfðu með sér samráð um útboð í því skyni. Samkeppnisstofnun segir að skiptisala í þeirri merk- ingu sé hugtak sem olíufélögin noti og lýsi í aðalatriðum þeirri framkvæmd félaganna að skipta á milli sín í ákveðnum hlutföllum sölu til ákveðinna viðskiptavina. Þá segir að yfirleitt sé þetta gert án vitneskju viðskiptavinanna. Samkeppnisstofnun hefur eftir Kristni Björnssyni í skýrslunni að hann gæti ekki fullyrt hver hafi átt frumkvæðið að samráðinu. Stofnunin staðhæfði aftur á móti að gögn frá árunum 1995 og 1996 staðfesti framburð forsvars- manna Olís og Olíufélagsins. Þá segir að ljóst sé að Skeljungur hafi strax á árinu 1995 byrjað að undirbúa samstarf félaganna vegna hugsanlegs útboðs Reykja- víkurborgar og því til stuðnings er vísað í ódagsett minnisblað frá Olís sem talið er að ritað hafi ver- ið í júlí 1995. Í minnisblaðinu er lýst efni símaviðræðna milli stjórnenda Olís og Olíufélagsins. „Síðan ræddum við SD mál og fleira sem tengist Shell og óform- legri beiðni Shell til Essó um að þeir láti Reykjavíkurborg í friði ef/þegar til næsta útboðs kemur.“ rt@frettabladid.is Rannsókn á viðskiptum olíufélaganna: Stjórnarandstaðan furðar sig á lögreglu SAMKEPPNI Nefndarmenn Sam- fylkingarinnar og Vinstri grænna í efnahags- og viðskiptanefnd lögðu fram bókun á fundi nefnd- arinnar í gærmorgun þar sem lýst var yfir furðu með að lögreglu- yfirvöld hefðu ekki uppfyllt þá lagaskyldu sína að taka mál til rannsóknar ef vitneskja eða grun- ur er um að refsivert brot hafi verið framið, hvort sem kæra hafi borist eða ekki. Lúðvík Bergvinsson og Ög- mundur Jónasson, nefndarmenn úr stjórnarandstöðunni, segjast hafa áhyggjur af því að sakir fyrnist í samráðsmáli olíufélag- anna. Sakir einstakra brota- manna fyrnast fimm árum eftir að brotin eru framin. Auk þess lýstu stjórnarand- stæðingar furðu sinni á því að meirihluti stjórnarliða í nefndinni skuli hafa neitað ósk um að gestir yrðu boðaðir á fundinn. Stjórnar- andstaðan óskaði eftir að fulltrúar samkeppnisyfirvalda, lögregluyf- irvalda og olíufélaganna mættu á fundinn. Pétur Blöndal, formaður nefndarinnar, synjaði óskinni á grundvelli þess að hann vildi ekki að fundurinn breyttist í réttarhöld þar sem mættust sakborningar, ákæruvald og dómarar. Í bókun stjórnarandstæðinga er spurt: „Hvaða hagsmuni er verið að verja með því að meina þingnefnd að afla upplýsinga?“ ■ Atlantsolía: Fyrsta olían afgreidd OLÍA Atlantsolía afgreiddi sína fyrstu pöntun í gærdag þegar verktakafyrirtækið Magni keypti 10.000 lítra af fyrirtækinu. Af- greiðslan fór fram í Gufunesi, en þangað keyrðu olíubílar Atlants- olíu. „Við erum búnir að flytja inn hundrað tonn sem við vorum að nota til þess að prufukeyra stöð- ina okkar í Hafnarfirði,“ segir Stefán Kjærnested, talsmaður Atlantsolíu. „Við eigum síðan von á 2.000 tonnum um helgina en byrjuðum bara að afgreiða strax.“ Fyrsta bensínsjálfsafgreiðslu- stöð fyrirtækisins verður opnuð í Hafnarfirði strax eftir helgi og að sögn Stefáns eru menn bjartsýnir. „Þetta gengur allt mjög vel.“ ■ DONALD RUMSFELD Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna varði þá ákvörðun að birta myndir af illa útleiknum líkum sona Saddams Husseins. Myndbirt- ingin hefur vakið reiði í arabaheiminum. Synir Saddams: Blaðamönn- um sýnd líkin BAGDAD, AP Lík sona Saddams Husseins, fyrrum Íraksforseta, þeirra Udays og Qusays, voru sundurskotin en réttarlæknar bandaríska hersins sýndu blaða- mönnum líkin í gær. Á hvoru líki um sig voru yfir 20 skotsár, auk annarra áverka, svo sem skurða og brunasára. Andlit bræðranna hafa verið lagfærð töluvert og búið er að búa líkin til útfarar. Donald Rumsfeld, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, varði þá ákvörðun Bandaríkjastjórnar að birta myndir af líkum sona Sadd- ams, en birting myndanna hefur vakið reiði í arabaheiminum. Rumsfeld sagði að myndbirtingin myndi bjarga lífum bandarískra hermanna og sanna að fyrri vald- hafar muni ekki snúa aftur til valda í Írak. Hann sagði að mynd- birtingin hefði verið erfið en hár- rétt ákvörðun. ■ ALASTAIR CAMPBELL BBC segir Campbell vilja hætta sem áróð- ursmeistari Blairs en þó ekki fyrr en rann- sókn á dauða Davids Kellys er lokið. Áróðursmeistari Blairs: Íhugar afsögn LONDON, AP Miklar vangaveltur eru nú um framtíð Alastair Campbell, áróðursmeistara Tonys Blairs, for- sætisráðherra Bretlands. Breska ríkisútvarpið BBC seg- ist hafa heimildir fyrir því að Campbell hafi tilkynnt Blair að hann vilji hætta, en þó ekki fyrr en rannsókn á dauða Davids Kellys sé lokið. BBC segir að Campbell og Blair hafi orðið ásáttir um að brott- hvarf Campbells nú mætti túlka sem viðurkenningu á sekt í sam- bandi við dauða Kellys. Talsmenn ríkisstjórnar Blairs segja ekkert hæft í fullyrðingum BBC, þær séu óskhyggja. „Þetta er enn eitt dæmið um það hvernig BBC byggir frétta- flutning sinn á sögusögnum frek- ar en staðreyndum,“ sagði tals- maður ríkisstjórnar Blairs. ■ Idi Amin: Á batavegi SÁDI-ARABÍA, AP Idi Amin, fyrrum forseti Úganda, er heldur að braggast. Hann lá í dauðadái, tengdur við öndunarvél, á sjúkra- húsi í Sádi-Arabíu en er nú kom- inn til meðvitundar. Læknar halda honum enn í gjörgæslu og segja ástand hans alvarlegt. Amin, oft nefndur „Slátrarinn frá Afríku“ vegna blóðugrar stjórnartíðar sinnar, hefur óskað eftir því að fá að snúa heim til Úg- anda. Stjórnvöld segja að hann geti eins og aðrir komið til lands- ins. Hans bíði þó ekkert annað en réttarhöld vegna grimmdarverka sem hann framdi á átta ára valda- tíð sinni. ■ LENTI UTAN VEGAR Bíll lenti utan vegar á Dynjandisheiði seinni partinn í gær. Tveir fullorðnir og eitt barn voru í bílnum og sluppu þau með lítilsháttar meiðsl. Bíll- inn var hins vegar gjörónýtur og þurfti að flytja hann á brott með vörubíl. ÞRJÚ INNBROT Brotist var inn í þrjá bíla í Reykjavík í fyrrinótt og stolið útvörpum og geislaspil- urum. ÁFENGI Tilkynnt hefur verið um hættulegar eftirlíkingar af þekktu áfengi sem eru í umferð á Norðurlöndunum. Í Finnlandi lést maður og nokkrir veiktust alvar- lega eftir að hafa drukkið úr flösku merktri Captain Morgan og í Noregi er maður í öndunar- vél eftir neyslu drykkjar sem merktur var Absolut vodka. Vitað er um eftirlíkingar af fleiri áfengistegundum en ekki hefur fengist staðfest hvaða tegundir um ræðir. Talið er að eftirlíkingarnar hafi í báðum tilfellum verið bruggaðar í Eistlandi og síðan smyglað til landanna, en eftirlíkarnar eru vel gerðar þannig að ekki sést að um eftirlíkingar sé að ræða. Ekki er ástæða til að óttast vöru sem seld er eftir viðurkenndum leiðum og hægt er að rekja beint til fram- leiðanda. „Við höfum sérstakar áhyggjur af þessu núna því það er að koma verslunarmannahelgi og krakkar eru kannski ginnkeyptari fyrir smygli,“ segir Ágúst F. Hafberg, framkvæmdastjóri tæknisviðs ÁTVR, og brýnir fyrir neytendum að hafa varann á. ■ TÍU Í SÖMU SÆNG Verkalýðs- og sjómannafélag Tálknafjarðar er orðið tíunda verkalýðsfélagið á Vestfjörðum til að sameinast Verkalýðsfélagi Vestfirðinga. Að- ildarumsókn var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta félags- manna og einróma af trúnaðar- mannaráði Verkalýðsfélags Vest- firðinga. M YN D /A P Emmessís: Hulk-lurkar innkallaðir NEYTENDUR Emmessís hefur látið innkalla Hulk-lurka úr verslunum þar sem í ljós kom að notað var meira af litarefnum við fram- leiðslu þeirra en leyfilegt er. Þeg- ar hafa selst yfir 50 þúsund Hulk- lurkar en samkvæmt fréttatil- kynningu frá Emmessís eru engar líkur á að varan hafi verið skaðleg neytendum. Nokkuð var um að hægðir barna lituðust grænar eft- ir að þau höfðu borðað Hulk- lurka. Uppskrift lurksins hefur verið breytt til samræmis við lög og reglur. Fyrir vikið er litur Hulk-lurksins heldur daufari og er nú ljósgrænn. ■ LÚÐVÍK BERGVINSSON Nefndarmenn efnahags- og viðskipta- nefndar Alþingis úr stjórnarandstöðu spyrja sig hvaða hagsmuna sé verið að gæta með því að meina nefndinni að afla upplýsinga. „Síðan ræddum við SD mál og fleira sem tengist Shell og óformlegri beiðni Shell til Essó um að þeir láti Reykjavíkur- borg í friði... SKELJUNGUR Samráðsmenn í hinum olíufélögunum lýsa því að Skeljungsmenn hafi átt frumkvæði að samráði. VÍN Brýnt er fyrir neytendum og veitingahúsum að hafa varann á og kaupa aðeins áfengi af viðurkenndum aðilum. Eftirlíkingar af þekktu áfengi í umferð á Norðurlöndunum: Lést eftir neyslu smyglvarnings

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.