Fréttablaðið - 26.07.2003, Síða 6

Fréttablaðið - 26.07.2003, Síða 6
6 26. júlí 2003 LAUGARDAGUR GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 76,8 -0,18% Sterlingspund 124,22 0,00% Dönsk króna 11,87 -0,24% Evra 88,22 -0,26% Gengisvístala krónu 124,30 -0,08% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 154 Velta 3.364,5 ICEX-15 1.507 -0,44% Mestu viðskiptin Íslandsbanki hf. 254.104.261 Bakkavör Group hf. 88.530.766 Eimskipafélag Íslands hf. 82.614.367 Pharmaco hf. 34.210.027 Kaupþing Búnaðarbanki hf. 17.739.246 Mesta hækkun Samherji hf. 2,82% Nýherji hf. 2,41% SH hf. 0,95% Pharmaco hf. 0,47% Og fjarskipti hf. 0,38% Mesta lækkun Kögun hf. -4,17% Skeljungur hf. -3,45% Bakkavör Group hf. -2,78% Össur hf. -2,54% Flugleiðir hf. -2,27% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ: 9.153,8 0,5% Nasdaq: 1.700,8 0,0% FTSE: 4.131,2 -0,4% Nikkei: 9.671,0 0,6% S&P: 985,3 0,4% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Veistusvarið? 1Hilmir Snær Guðnason leikari erstaddur í London þar sem hann hefur verið í prufu hjá heimsfrægum leikstjóra. Hvað heitir leikstjórinn? 2Hvaða fugl hefur umhverfisráðherrafriðað næstu þrjú ár? 3Hvaða heimsfrægi rokkari fagnar sex-tugsafmæli sínu í dag? Svörin eru á bls. 30 Íslendingur bíður dóms í Færeyjum: Tekinn með 20 kíló af hassi í Færeyjum FÍKNIEFNI Tæplega þrítugur Íslend- ingur var tekinn með tuttugu kíló af hassi í Færeyjum. Færeyska út- varpið greindi frá því að Íslending- urinn sitji í gæsluvarðhaldi í Þórs- höfn í Færeyjum. Lögreglan í Fær- eyjum hefur ekki greint fyrr frá málinu þar sem rannsókn hefur staðið yfir bæði á Íslandi og í Dan- mörku. Maðurinn var tekinn þegar Nor- ræna kom til hafnar í Hanstholm 7. júlí síðastliðinn. Færeyskir toll- verðir ákváðu að bíll Íslendingsins skyldi vera einn þeirra bíla sem yrðu kannaðir þennan morguninn. Í bílnum reyndust vera fimm kíló af hassi í hverri hurð, samtals tutt- ugu kíló. Maðurinn átti pantað far til Íslands tveimur dögum síðar og því er talið víst að ætlunin hafi verið að smygla hassinu til Íslands en ekki að selja það í Færeyjum, að því er fram kemur í færeyska rík- isútvarpinu. Íslendingurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til fjórða ágúst. „Við vorum í góðu sambandi við færeysku lögregluna varðandi þetta mál. Hann var tekinn í Fær- eyjum og verður dæmdur þar,“ segir Ásgeir Karlsson, aðstoðar- yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Reykjavík. ■ Samskiptaleysi, kák og klúður Aukin hæfni og samvinna FBI og CIA hefði getað komið í veg fyrir hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september 2001. Bandaríkjaþing fékk í hendur 900 síðna rannsóknarskýrslu um aðdraganda árásanna. WASHINGTON, AP Samskiptaleysi milli skrifstofa bandarísku alrík- islögreglunnar, FBI, kom í veg fyrir að tækist að hindra hryðjuverk- in í Bandaríkjunum 11. september 2001. Bandaríkja- þing fékk í vikunni skýrslu um mistök leyniþjónust- unnar, CIA, og alríkislögreglunn- ar, sem gerð voru í aðdraganda hryðjuverkaárásanna. Skýrslan er 900 blaðsíður en 28 blaðsíður eru auðar. Bandaríkjastjórn neit- aði að birta síðurnar þar sem á þeim voru viðkvæmar upplýsing- ar um aðgerðir Sádi-Arabíu og annarra landa. Samkvæmt skýrslu nefndarinnar hefðu aukin hæfni, samvinna, hugvit og heppni starfsmanna alríkislög- reglunnar og leyniþjónustunnar getað hindrað árásirnar. Ekki kemur þó fram að tímasetning árásanna eða hvar þær yrðu gerð- ar lægi fyrir. Tillögur til úrbóta eru settar fram í að minnsta kosti sextán lið- um, meðal annars um aukna ábyrgð starfsmanna leyniþjónust- unnar og bætt samskipti. Rann- sóknarnefndin lauk skýrslugerð- inni í desember síðastliðnum en það var ekki fyrr en í vikunni sem sátt náðist um hvað skyldi birta og hvað ekki. Bob Graham, öldungardeildar- þingmaðurinn sem stjórnaði rann- sókninni, sagði að vinnubrögð leyniþjónustunnar hafi borið merki óviðunandi klúðurs og káks. Að sögn Grahams eru stjórnvöld í Sádi-Arabíu harka- lega gagnrýnd en sá kafli skýrsl- unnar hefur ekki verið gerður op- inber. Graham segir að flugræn- ingjarnir hafi fengið aðstoð frá Riyadh og að yfirvöld þar hafi ekki gert nóg til að aðstoða banda- rísku leyniþjónustuna. Í skýrsl- unni er ekkert sem segir að yfir- völd í Sádi-Arabíu hafi fjármagn- að eða haft önnur tengsl við flug- ræningjana sem réðust á Banda- ríkin 11. september, en 15 þeirra voru Sádi-Arabar. Bandar bin Sultan, sendiherra Sádi-Arabíu í Bandaríkjunum, hefur brugðist ókvæða við ásök- unum Bandaríkjamanna. „Sádi-Arabía hefur ekkert að fela. Við getum svarað spurning- um sem settar eru fram opinber- lega en við bregðumst ekki við auðum blaðsíðum,“ sagði bin Sultan. the@frettabladid.is Spánn: ETA sprengir enn MADRÍD, AP Maður slasaðist lítil- lega þegar sprengja sprakk við dómshús í bænum Estella í Navarra-héraði á Spáni í gær. Þá varð lítil sprenging eftir að kveikt var í olíutunnum við heim- ili þingmanns í borginni Bilbao í Baskahéröðunum. Enginn hefur lýst ábyrgð á sprengingunum á hendur sér en yfirvöld segja böndin berast að ETA, samtökum aðskilnaðarsinnaðra Baska. Í vik- unni slösuðust 13 manns þegar sprengjur sprungu á tveimur hót- elum við Miðjarðarhafsströnd Spánar. Yfirvöld sögðu ETA hafa staðið á bak við árásirnar. ■ Einkavæðingarnefnd: Sala Símans reynd á ný EINKAVÆÐING Einkavæðingarnefnd ríkisins hyggst hefja undir- búning að sölu Landssímans í haust eða vetur og er reiknað með útboði á næsta ári. Tilraun til að selja Símann kjölfestufjár- festi brást á síðasta ári og verður nú reynt að selja fyrirtækið í hlutum, að því er Ríkisútvarpið hefur eftir Ólafi Davíðssyni, formanni einkavæðingarnefndar. Í stjórnarsáttmála segir að Sím- inn verði seldur á kjörtímabilinu fyrir sanngjarnt verð og þes verði gætt að markaður verði hagstæður. ■ Dönsk stjórnvöld setja blátt bann: Engar fata- fellur í löggu- partíum KAUPMANNAHÖFN, AP Stjórnvöld í Danmörku ætla að banna þarlend- um lögregluþjónum að ráða fata- fellur í partí á vinnustöðum. Segja þau athæfið vera með öllu „óvið- unandi“. Ákvörðunin var tekin eftir að kvörtun barst frá stjórnmála- flokki kristinna manna, sem er í stjórnarandstöðu. Kvartað var vegna atviks sem átti sér stað í síðasta mánuði þegar lögreglu- stöð í miðborg Kaupmannahafnar réð erótíska dansarann Simone til að skemmta í árlegu sumarpartíi stöðvarinnar. ■ Framkvæmdastjóri Nató: Kveðjuheim- sókn á Íslandi HEIMSÓKN George Robertson lá- varður, framkvæmdastjóri Atl- antshafsbandalagsins, er vænt- anlegur hingað til lands. Hann kemur til Íslands í kveðjuskyni þar sem hann mun láta af störf- um framkvæmdastjóra í lok árs- ins. Heimsóknin hefst 28. júlí en hann mun meðal annars eiga fund á Þingvöllum með Davíð Oddssyni forsætisráðherra og Halldóri Ásgrímssyni utanríkis- ráðherra. ■ NORRÆNA Faldi fimm kíló af hassi í hverri hurð bifreiðar sinnar í Norrænu. Talið er víst að ætlunin hafi verið að koma efninu til Íslands. LANDS- SÍMINN Leitast verður við að selja Símann í hlut- um, en ekki til kjölfestufjár- festis líkt og reynt var til þrautar í fyrra. ■ „Við bregðumst ekki við auðum blaðsíðum.“ BOB GRAHAM Öldungardeildarþingmaðurinn sem stýrði rannsókn á aðdraganda hryðjuverkjanna 11. september 2001 sagði fjölmargt í 900 blaðsíðna skýrslu nefndarinnar. En ýmislegt vantaði líka í skýrsluna. Kaupm.höfn London París Berlín Algarve Benidorm Torrevieja Krít Kýpur Róm New York Miami 22°C skúrir 19°C skýjað m. köflum 23°C skúrir 25°C heiðskírt 33°C skýjað m. köflum 28°C heiðskírt 33°C heiðskírt 27°C heiðskírt 29°C skýjað m. köflum 29°C heiðskírt 33°C heiðskírt 32°C þrumuveður SunnudagurÍ dag Mánudagur Veðrið úti í heimi í dag Úrkomusvæði eru skyggð á kortinu. Minniháttar skúraleiðingar eru táknaðar með dropum. Hitatölur sýna hæstu hitagildi dagsins. Veðrið BENSÍNVERÐ Það verður úrkomulítið á land- inu í dag og hægur vindur. Í höfuð- borginni verður veðrið hvað best, nokkur sól og hlý- indi. Þannig fá borgarbúar og þar með talinn borgar- stjórinn kærkomið tækifæri til að spássera um borg- ina og hugsa um hve dýrmætt það er að spara bensínið, enda stór útgjalda- liður heimilanna. Af hverju hefur manni alltaf fundist bens- ínið svona dýrt? Kveðja, Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur Hægur vindur Hægur vindur Hægur vindur Gola Hægur vindur Hægur vindur Hægur vindur Hægviðri Hægviðri Hægur vindur

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.