Fréttablaðið - 26.07.2003, Page 8

Fréttablaðið - 26.07.2003, Page 8
8 26. júlí 2003 LAUGARDAGUR Talk to the hand „Það verður að segjast eins og er að ef Pétur heldur að þriðj- ungur þingnefndar óski eftir fundi fyrst og fremst til að spjalla við hann þá skjátlast honum.“ Lúðvík Bergvinsson. Fréttablaðið, 25. júlí. Ekki hann líka! „Fallegar konur eru yfirleitt meira fyrir augað. Sjáðu bara James Bond. Hann verður að hafa fallega konu upp á arm- inn.“ Gullveig Sæmundsdóttir. Fréttablaðið, 25. júlí. Í vitlausri íþróttagrein? „Liðið barðist sem einn maður og lögðu leikmenn sig alla fram í verkefnið. Julian Johnson hef- ur líklega hlaupið hátt í hálf- maraþon í leiknum.“ Umfjöllun um leik Þróttar og ÍA. DV, 25. júlí. Orðrétt Olíusamráð: Samráðsmaður í stjórn Símans SAMKEPPNI Meðal þeirra sem nefndir eru til sögu í frum- skýrslu Samkeppnisstofnunar um verðsamráð olíufélaganna er Thomas Möller, þáverandi milli- stjórnandi hjá Olís. Eitt þeirra gagna sem Samkeppnisstofnun gerði upptæk við leit í höfuð- stöðvum Olís árið 2001 var tölvu- póstur sem gekk milli Olísmann- anna Thomasar Möller, Einars Benediktssonar, Jóns Halldórs- sonar og Kristjáns B. Ólafssonar eftir sameiginlegan fund olíufé- laganna í höfuðstöðvum Skelj- ungs þann 29. október 1998 þar sem Samkeppnisstofnun segir að ákveðið hafi verið að bjóða Landssímanum þriggja króna af- slátt af eldsneyti, en fyrirtækið hafði óskað eftir tilboðum. Í umræddum tölvupósti, sem gekk innan Olís daginn eftir, má lesa eftirfarandi: „ákv. að bjóða 3kr. m vsk. Síðan fóru í gang við- ræður sem skiluðu þessu: póstur- inn fái sama, skipt upp um áramót þó að samn gildi til 2000. lögregl- an rædd, eðlilegt að hún endi í sama farvegi, hún er 95% essó í dag, líklegt að hún bjóði út bráð- lega...“ Thomas Möller svaraði ekki ít- rekuðum skilaboðum Fréttablaðs- ins. Hann er í dag meðal þeirra nýju stjórnarmanna sem tóku við hjá Landssímanum þegar allri stjórninni var skipt út í kjölfar ýmissa hneykslismála sem dundu á fyrirtækinu. Seta Thomasar í stjórn Símans þykir sumpart sambærileg við það að Þórólfur Árnason, fyrrver- andi markaðsstjóri Olíufélagsins, var í miðju samráðinu að mati samkeppnisyfirvalda en er nú borgarstjóri í Reykjavík. Ef marka má skýrsluna eiga bæði Síminn og Reykjavíkurborg hugs- anlegar skaðabótakröfur á olíufé- lögin. ■ Samráð um svartagull Frumskýrsla um meint samráð olíufélaganna setur allt á annan endann. Nokkrir hafa þegar misst vinnuna vegna olíumálsins. Milljarða sektir gætu dunið á félögunum en einstaklingar sleppa. FRÉTTASKÝRING Frumskýrsla Sam- keppnisstofnunar um meint sam- ráð olíufélaganna þriggja hefur bókstaflega sett samfélagið á ann- an endann. Í frumskýrslunni, sem Fréttablaðið sagði fyrstu fréttir af fimmtudaginn 17. júlí, kom fram að fjöldi gagna sýndi fram á að félögin höfðu ítarlegt samráð varðandi útboð á kaupum á elds- neyti. Svo var að sjá að stjórnend- ur félaganna hafi ekki farið leynt með samráð sitt því símbréf og tölvupóstar gengu á milli fyrir- tækjanna og þegar Samkeppnis- stofnun gerði húsleit í höfuðstöðvum olíufélag- anna skömmu fyrir jólin árið 2001 var af nógu að taka og hald lagt á gífur- legt magn af sönnunar- gögnum. Gögnin benda til þess að olíulögin hafi sam- mælst um að hlunnfara fjölda fyrir- tækja, ríkis- stofnana og sveitarfélaga. Þar má nefna F l u g l e i ð i r , Flugfélag Ís- lands, Lands- símann, Ísal, Íslenska Járn- blendifélagið, Vegagerðina, lögregluna, Landhelgisgæsluna, Innkaupa- stofnun Reykjavíkurborgar, Útgerðarfélag Akureyringa, Ístak og mörg fleiri. Fullyrt er í skýrslunni að olíufélögin hafi skipulega mætt útboðum með samráði. Samkeppnislögin voru sett árið 1993 en þar er kveðið á um heimildir Samkeppnisráðs til þess að sekta fyrirtæki um allt að 40 milljónir króna eða 10 prósent af veltu í alvarlegum tilvikum. Þá er kveðið á um að þeir einstaklingar sem brjóta samkeppnislögin skuli í alvarlegum tilvikum sæta fang- elsisvist allt að fjórum árum. Þetta undirstrikar hve alvarleg- um augum löggjafinn lítur brot af þessu tagi. Vandinn er sá að hæga- gangur í rannsókn leiðir til þess að brot einstaklinganna eru gjarn- an fyrnd þegar rannsókn og mála- rekstri lýkur. Þar nægir að benda á grænmetismálið og rannsóknina á tryggingafélögunum. Meðvituð brot Við húsleitina hjá Skeljungi fannst minnisblað sem dagsett var 3. september 1997 sem „sýnir svo ekki verður um villst að stjórnendum félagsins var ljóst að aðgerðir þeirra voru ólöglegar“. Skýrslan lýsir því að þessu til enn frekari stuðnings hafi fundist símbréf í höfuðstöðvum Olís frá 12. september sama ár. Í símbréf- inu var búið að þurrka út dálk sem sýndi þann afslátt sem ætlast var til að Olís og Olíufélagið veittu. Olísskjalinu hafði verið breytt þannig að Samkeppnis- stofnun telur ljóst að stjórnend- um Skeljungs hafi verið ljóst að þarna hafi verið um ólöglegt at- hæfi að ræða og því hafi farið fram „gagnahreinsun“. Þá sýna gögn frá Olís að fjármálastjóran- um var brugðið þegar símbréfið barst. Hann sendi út eftirfarandi tölvupóst til forstjóra og tveggja framkvæmdastjóra fyrirtækis- ins: „Fékk inn á borð fax frá Shell vegna Ísal-útboðs. Skil ekki að Shell sendi fax út af verðum í þessu útboði, það er allt of vara- samt“. Atvinnumissir Skýrslan hefur þegar haft mik- il áhrif á stöðu einstaklinga sem koma við sögu í olíumálinu. Geir Magnússon, sem var forstjóri Olíufélagsins, hefur látið af störf- um þar sem forstjóri en starfar áfram hjá Keri, sem rekur Essó. Talið er víst að honum hafi ekki verið sætt á stóli forstjóra. Krist- inn Björnsson, forstjóri Skelj- ungs, er á förum frá félaginu. Ef marka má skýrsluna er hann í aðalhlutverki hvað samráðið varðar. Hinir forstjórarnir hafa báðir vitnað um forystu Skeljungs í að koma á víðtæku og að því er virðist ósvífnu samráði um að svíkja þá viðskiptavini sem báðu öll þrjú félögin um tilboð í því skyni að lækka eldsneytiskostnað. Heimildir herma að Benedikt Jóhannesson, stjórnarformaður Skeljungs, hafi eftir að hann las skýrsluna stillt Kristni upp við vegg og gert honum að hætta. Benedikt var ekki stjórnarformað- ur Skeljungs á þeim tíma sem rannsóknin nær til og ber því ekki ábyrgð. Opinberlega sagði Krist- inn að hann hætti af fúsum og frjálsum vilja til að breyta til. Kristinn missti einnig stjórnarsæti sitt í Eimskipi og er ástæðan einn- ig rakin til Benedikts. Kristinn þykir hafa staðið sig vel sem for- stjóri Skeljungs og gert fyrirtækið að því stærsta af þeim þremur. En örlög hans ráðast af meintu sam- ráði. Sólveig Pétursdóttir, eigin- kona Kristins, hefur einnig þurft að súpa seyðið af meintu samráði. Hún var dómsmálaráðherra í rík- isstjórn Davíðs Oddssonar þegar innrásin í höfuðstöðvar olíufélag- anna var gerð fyrir jólin 2001. Þá kom með- al annars í ljós að olíurisarnir höfðu sammælst um að viðhafa samráð vegna útboðs dómsmála- ráðuneytisins, sem vildi spara í eldsneytisútgjöldum lögreglu og Landhelgisgæslu. Sólveig fór illa út úr prófkjöri sjálfstæðismanna fyrir kosningarnar síðustu. Hún missti svo ráðherrastól sinn í vor. Ástæðan er rakin til samráðsins. Þáttur Þórólfs Einar Benediktsson er enn for- stjóri Olís en sú breyting er orðin á högum hans að hann er nú aðal- eigandi félagsins, með stuðningi Landsbankans að talið er. Olís hef- ur, eins og Olíufélagið, verið af- skráð af hlutabréfamarkaði. Einn af millistjórnendum Olíu- félagsins var Þórólfur Árnason, núverandi borgarstjóri. Sam- kvæmt skýrslunni var hann í lykil- hlutverki varðandi samráðshóp olíufélaganna þriggja. Tölvupóstar hans undirstrika það hlutverk hans en þeir voru afdráttarlausir og báru heiti eins og „Fundur okkar þriggja í dag“. Þórólfur var ráðinn sem borgarstjóri í skugga olíu- skýrslunnar. Hann hefur engu svarað um hlutverk sitt í samráð- inu en segist vilja bíða niðurstöðu Samkeppnisstofnunar. Þá hefur hann nefnt sér til málsbóta að hann hafi unnið með Samkeppnisstofn- un að því að upplýsa málið. Mál hans er grafalvarlegt í því ljósi að hann tók meðal annars þátt í að mæta útboði Reykjavíkurborgar, sem hann stjórnar nú. Málsbætur hans eru þær að hann lét Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrr- verandi borgarstjóra, vita af þætti sínum í skýrslunni en taldi sig geta varist. Sök Þórólfs, eins og margra annarra í olíumálinu, er fyrnd þar sem meira en fimm ár eru liðin frá því meint brot voru framin. En hann þarf að sannfæra almenning í Reykjavík um að brot hans séu ekki þess eðlis að honum beri að víkja frá stjórn borgarinnar. Enn einn hefur misst vinnuna vegna olíumálsins. Starfsmaður tæknideildar Landssímans missti stjórn á sér í reiði og sendi for- stjóra Skeljungs orðljótan tölvu- póst vegna samráðsins. Lands- símamaðurinn var umsvifalaust rekinn úr starfi. Óljóst er hvaða afleiðingar Olíumálið mun hafa. Flest bendir til þess að samráð sé nú að baki og virðing fyrir samkeppnislögum hafi aukist að einhverju leyti. Fyr- irtækin munu þó þurfa að mæta andúð almennings vegna þess sem lýst er í skýrslunni. Milljarðasektir? Ef marka má skýrsluna eru brotin grafalvarleg og því líklegt að fyrirtækin muni fá hæstu sekt- ir, sem eru 10 prósent af ársvelt- unni árið 2001. Samanlegt velta olíufélögin þrjú um 40 milljörðum króna á hverju ári. Þau gætu því þurft að borga sektir sem nema milljörðum króna. En refsiþáttur laganna mun væntanlega vera fyrndur í langflestum tilvikum. Lögregla og saksóknari hafa ekki sýnt neinn vilja til þess að taka málið upp til að forða því að sök fyrnist. Viðhorfið til samkeppnislag- anna má nokkuð lesa út úr orðum Péturs Blöndals alþingismanns, sem telur það fyrst og fremst vera grafalvarlegt að skýrslan skuli hafa komið fyrir almenn- ingssjónir og vill rannsaka hvers vegna. Lúðvík Bergvinsson, al- þingismaður Samfylkingar, og Kristinn H. Gunnarsson, alþingis- maður Framsóknarflokks, eru á allt annarri skoðun og telja að rannsaka verði þátt einstakling- anna í því skyni að sök þeirra nái ekki að fyrnast. Haraldur Johann- essen ríkislögreglustjóri hefur af því tilefni látið hafa eftir sér að engin ástæða sé til þess að hefja rannsókn. Sá andi svífur því yfir vötnum að í lagi sé að sekta fyrir- tæki en brotin séu ekki af þeirri gerð að rétt sé að dæma einstak- linga. Samráðið um svartagullið er því talið slæmt en ekki þess eðlis að menn eigi að fara í fang- elsi. Þannig er andi laganna túlk- aður af þeim sem ráða ferðinni. rt@frettabladid.is DÝR OLÍA Útgerðarmenn sendu Samkeppnisstofnun bréf skömmu fyrir innrásina í olíufélögin árið 2001. Olíusamráð: Eyjamenn kærðu SAMKEPPNI Haustið 2001 sam- þykkti Útvegsbændafélag Vest- mannaeyja á aðalfundi sínum að rita Samkeppnisstofnun bréf þar sem stofnunin var hvött til þess að skoða verðmyndunarþáttinn í olíunni. Tilefnið var að loðnuskip Eyjamanna höfðu landað í Fær- eyjum, þar sem hver olíulítri reyndist vera tíu til ellefu krónum ódýrari en á Íslandi. Á það var bent í bréfinu að félögin þrjú birtu yfirleitt samtímis verð sem þá væru ævinlega í takt. Óskað var eftir því að kannað væri hvort vinnubrögð félaganna stæðust samkeppnislög. Það var Magnús Kristinsson, formaður Útvegs- bændafélagsins, sem fór með bréfið en Magnús var á þessum tíma varamaður í stjórn Olíu- félagsins hf. Stuttu síðar var ráðist til inngöngu í höfuðstöðvar olíufélaganna þriggja og lagt var hald á fjölda gagna sem nú hafa verið gerð opinber. ■ LANDSSÍMINN Fulltrúar olíufélaganna komu saman í höf- uðstöðvum Skeljungs til að ræða sameig- inlega um tilboð til Símans. ■ Gögnin benda til þess að olíu- lögin hafi sam- mælst um að hlunnfara fjölda fyrir- tækja, ríkis- stofnana og sveitarfélaga. SAMKEPPNI Í skýrslu Sa mkeppnis- stofnunar v egna ranns óknar á meintu sam ráði olíufél aganna Skeljungs, O lís og Olíuve rslunar- innar hf. ke mur fram a ð fjöldi gagna sýni fram á að félögin höfðu ítarle gt samráð þ egar um var að ræða útboð á ka upum á eldsneyti. M eðal annars h öfðu fé- lögin samrá ð um það a ð frum- kvæði Skelj ungs að ger a tilboð í útboð Ísals á eldsneyti. Rannsóknin á olíufélögu num hófst með hú sleit í höfuðs töðvum olíufélagann a skömmu fy rir jólin árið 2001, f yrir rúmleg a hálfu öðru ári. La gt var hald á gífur- legt magn af gögnum. Í frumskýr slu Samkep pnis- stofnunar ke mur fram að félögin hafi gert Ís al þannig t ilboð að tryggt væri að Skeljung ur héldi viðskiptunu m áfram s vo sem verið hafði, gegn því að „Skelj- ungur héld i áfram að skipta framlegð af viðskiptunu m með Olís og OHF “. Í skýrslunn i er því lý st að ráðagerð olíufélagann a hafi gengið upp þar sem Sk eljungur hafi fengið viðskiptin o g skipti- salan haldið áfram. Við húsleiti na hjá Ske ljungi fannst min nisblað, da gsett 3. september 1 997, sem „sý nir svo ekki verður um villst a ð stjórn- endum félag sins var ljós t að að- gerðir þeirr a voru ólögle gar“. Skýrslan lýs ir því að þes su til enn frekari stuðnings ha fi fund- ist símbréf í höfuðstöðv um Olís frá 12. sep tember sam a ár. Í símbréfinu v ar búið að þu rrka út dálk sem sý ndi þá afslæ tti sem ætlast var t il að Olís og Olíufé- lagið veittu . Olísskjalin u hafði verið breyt t þannig a ð Sam- keppnisstof nun telur ljóst að stjórnendum Skeljungs h afi ver- ið ljóst að þ arna hafi ve rið um ólöglegt ath æfi að ræða og því hafi farið fr am „gagnahr einsun“. Þá sýna gög n frá Olís a ð fjár- málastjóran um var brug ðið þeg- ar símbréfið barst. Hann sendi út eftirfarandi tölvupóst til for- stjóra og tv eggja framk væmda- stjóra fyrirt ækisins: „Fé kk inn á borð fax frá Shell vegna Ísal-út- boðs. Skil ek ki að Shell s endi fax út af verðum í þessu útb oði, það er allt of var asamt“. Fréttablaðið mun á mo rgun birta meira úr frumskýr slu Sam- keppnisstofn unar. rt@frettabla did.is MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10 , 101 Reykjav ík — sími 515 7500 FIMMTUDA GUR17. jú lí 2003 – 161 . tölublað – 3 . árgangur RÉTTARHÖLD FÆRÐ TIL Dómari í máli John Allen Muhammad, s em er grunaður um að vera önnur leyniskyttan se m myrti íbúa í ná - grenni Washin gton, hefur ák veðið að réttar - höldin verði fæ rð um set til a ð tryggja sanngjarna má lsmeðferð. Sjá bls. 2 VELDUR VAN DRÆÐUM Jafnréttisfulltrú i Reykjavíkur s egir dóm Héraðsdóms N orðurlands eys tra yfir Leikfé- lagi Akureyrar vegna brots á jafnréttislögum valda atvinnur ekendum vand ræðum. Þeir verði nú að ta ka mið af ráðn ingum annarra rétt eins og sín um eigin. Sjá bls. 2 ÓSIGUR Í ARM ENÍU KR beið eins m arks ósigur fyri r armenska liðinu Pyunik á útivelli. Ungur leikmaður, Kristinn Magnú sson, lék sinn fyrsta meist- araflokksleik m eð KR. Sjá bls . 6 LÆKKA MEIR A Flugleiðir hafa brugðist við ú rskurði Sam- keppnisstofnu nar með því a ð lækka netsmelli í ver ði og fella niðu r vildarpunkta. Viðbrögðin ko ma formanni N eytendasam- takanna á óva rt. Sjá bls. 8 ● fjögurra daga ferð í Svarta kot ▲ SÍÐUR 26 Ógleymanleg ferð frá Öskju ferðir o.fl. Ása Richards dóttir: VEÐRIÐ Í D AG snýr aftur í le iklist og tónl ist Helgi Björns: ▲ SÍÐA 38 Eitt kjörtíma- bil er nóg spáir í leik fyrrum l ærisveina Logi Ólafsson : ▲ SÍÐA 24 Jafntefli kemur ekki á óvart „Skil ekki að Shell sendi fax“ Fjármálastjóri Olís lýsti því að slíkt væri „allt of varasamt“ í tölvupósti til y firmanna sinna . Skýrsla Samke ppnisstofnunar lýsir sönnunar gögnum um sa mráð olíufélag anna þriggja. „Gagnahreinsu n“ sögð hafa fa rið fram innan Skeljungs. SKÝRSLAN Samkeppnisst ofnun lýsir við brögðum fjárm álastjóra Olís eftir að Skelju ngur sendi sím bréf. Vinnuslys: Slys tvo daga í röð 01 16.7.2 003 21:01 Page 1 Pétur Blöndal: Vill finna lekann RANNSÓKN Pétur Blöndal, formað- ur efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, telur að lögregla ætti að rannsaka hvernig frumskýrsla Samkeppnisstofnunar um verð- samráð olíufélaganna hafi borist til fjölmiðla. „Þetta er mjög alvarlegt mál. Ég veit ekki hvort við höfum tæki til að rannsaka það, en það getur verið að lögregl- an eigi að rann- saka slíkt. Mér finnst að Sam- keppnisstofnun eigi að biðja lög- regluna um að rannsaka málið.“ Hann telur að fjölmiðla- umfjöllun um málið á þessu stigi sé til þess fallin að valda skaða. „Vandinn er sá að þegar fjöl- miðlaumfjöllun er svona mikil er búið að dæma. Menn tapa sínum réttindum, þeir fara að tapa eign- um og fjölskyldu út af umræðu þar sem þeim eru gefnar sakir. Síðan kemur dómsúrskurðurinn nokkru seinna, en þá er búið að fordæma menn, líkt og sást í Bretlandi nýverið. Þetta er mjög hættulegur dómur og fjórða vald- ið verður að taka á honum stóra sínum og skoða hvað það er að gera.“ ■ PÉTUR BLÖNDAL Segir alvarlegt mál að skýrslunni hafi verið lekið. FYRSTA FRÉTT Fréttablaðið vitnaði í skýrsluna í síðustu viku. Pétur Blöndal vill finna þann sem lak skýrslunni.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.