Fréttablaðið - 26.07.2003, Side 12

Fréttablaðið - 26.07.2003, Side 12
Fregnir af því að borgaryfir-völd í Aþenu hyggist fjölga rekstrarleyfum fyrir vændishús upp í 230 til þess að anna eftir- spurn vegna komandi Ólympíu- leika í borginni hafa vakið mik- inn úlfaþyt. Ráðamenn víða hafa ekki sparað stóru orðin í mót- mælum sínum gegn áformum borgaryfirvaldanna. Í liðinni viku sendu sjö ráðherrar jafn- réttismála á Norðurlöndum og Eystrasaltslöndum bréf til borg- arstjórnar í Aþenu þar sem þeir lýstu „viðbjóði“ sínum, eins og þeir orðuðu það, á þessum áætl- unum Grikkja. Íslendingar hafa heldur ekki látið sitt eftir liggja. Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sendi Alþjóðaólympíunefndinni og Ólympíunefnd Grikklands bréf fyrr í mánuðinum þar sem lýst er yfir andúð á þessum áformum og óskað er eftir skýringum. Í viðtali við Fréttablaðið af því til- efni sagði Ellert B. Schram, for- seti ÍSÍ, meðal annars að sér fyndist það „hálfneyðarlegt að þetta komi upp í Aþenu, vöggu Ólympíuleikanna.“ Hann kvaðst telja að þessi fjölgun á vændis- húsum væri í ósamræmi við hug- sjón leikanna. „Þessi tenging vændis við íþróttir er siðferðis- lega óviðeigandi og óþolandi,“ sagði hann. Mótmæli íslenskra femínista hafa náð í heimspressuna. „Áform borgaryfirvalda í Aþenu eru fullkomlega á skjön við anda Ólympíuleikanna, sem byggir á heilbrigði, friði, kynjajafnrétti og samvinnu,“ sagði Kristín Ást- geirsdóttir, talsmaður Femínista- félags Íslands, í samtali við breska blaðið The Guardian. Ljóst er því að áform borgar- yfirvaldanna eru í meira lagi umdeild, enda er það ekki ríkt í hugum fólks að tengja vændi við Ólympíuleikana. Á yfirborðinu lítur út fyrir að borgarstjórnin vilji mæta auknum ferðamanna- straumi til borgarinnar í tilefni leikanna með því að auka fram- boð á fremur vafasamri afþrey- ingu. En hvað er það sem hér býr að baki? Af hverju leggur borg- arstjórnin í Aþenu svo miklu áherslu á þetta mál, þrátt fyrir svo mikla andstöðu? Þegar málið er skoðað kemur í ljós að málið er ögn flóknara en kann að líta út í fyrstu. Ásetningurinn er ef til vill ekki jafn „viðbjóðslegur“ og menn kunna að halda. Rétttrúnaðarkirkjan mótmælir Borgarstjórinn í Aþenu heitir Dora Bakoyianni og er hún fyrsta konan til að gegna því embætti. Hún er talin ein helsta vonar- stjarnan í grískum stjórnmálum og stundum nefnd sem hugsanleg- ur framtíðarleiðtogi þjóðarinnar. Hún var kjörin borgarstjóri í október síðastliðnum og vann þar glæstan sigur á sitjandi borgar- stjóra og mótframbjóðanda sínum úr röðum sósíalista. Sjálf kemur hún úr röðum miðsækinna hægri manna. Áform hennar um að fjölga skráðum vændishúsum hafa mætt mikilli andstöðu innan- lands, og þá einkum frá kirkjunn- ar mönnum. Gríska rétttrúnaðar- kirkjan hefur andmælt áformun- um kröftuglega og segir þau móðgandi við land og þjóð og draga upp þá mynd af borgaryfir- völdum í Aþenu að þau hafi óeðli- legan áhuga á kynlífsiðnaði og láti sér mansal á konum og kynlífs- þrælkun í léttu rúmi liggja. Kirkj- an hefur þannig djúpar áhyggjur af ímynd borgarinnar út á við vegna málsins og hafa þær áhyggjur átt nokkurn rétt á sér miðað við úlfaþytinn sem áformin hafa vakið. Dora Bakoyianni hefur hins vegar hvergi hvikað frá áformum sínum. Hvað gengur henni til? Uggandi borgaryfirvöld Hafa ber í huga að vændi er löglegt í Grikklandi. Málið snýst því ekki um hvort Bakoyianni vilji leyfa eða banna vændi. Slík ákvörðun er ekki á hennar færi. Hins vegar er löglegt vændi háð ýmsum skilyrðum. Það verður að vera stundað inni á sérstökum vændishúsum, sem verður að skrá opinberlega og fá leyfi fyrir, eða af vændiskonum sem hafa sérstakt leyfi til að stunda iðju sína. Skráðar vændiskonur njóta ýmissa réttinda, eins og til að mynda lífeyris að lokinni starfs- ævi. Þær fara reglulega í læknis- skoðun á vegum yfirvalda og er starfsemin undir ýmiss konar eft- irliti. Borgaryfirvöld benda á að í Aþenu sé vændi útbreitt en hins vegar séu ákaflega fá vændishús opinberlega á skrá og fáar vænd- iskonur séu með leyfi. Illa hefur því tekist að koma böndum á vændisiðnaðinn í borginni. Talið er að upp undir 6.000 vændiskon- ur séu starfandi í Aþenu án leyfis. Mikil eftirspurn eftir kynlífs- þjónustu hefur reynst vera fylgi- fiskur Ólympíuleika í stórauknum mæli. Talið er að um 10 þúsund vændiskonur víða að hafi starfað á götum og á næturklúbbum í Syd- ney á meðan á leikununum stóð þar árið 2000. Tala kúnna er talin hafa farið upp í hundrað og fimm- tíu þúsund á dag þegar mest lét. Borgaryfirvöld í Aþenu eru því nokkuð uggandi að eigin sögn, enda er talið að vændisiðnaðurinn sé þegar farinn að panta flugfar til Aþenu í stórum stíl. Haft er eft- ir borgarembættismanni að ef ekkert verði að gert megi gera ráð fyrir að um alla Aþenu verði útlendingar um alla borg „að stunda kynlíf bak við runna eða úti á götum.“ Vændiskonur mótmæla Viðleitni borgaryfirvalda í Aþ- enu snýst því í grundvallaratriðum um það að koma böndum á vændi í borginni. Þar á bæ líta menn svo á að yfirvöld séu í keppni við tím- ann, því Ólympíuleikarnir nálgast óðfluga. „Við getum ekki stungið höfðinu í sandinn,“ sagði aðstoðar- borgarstjórinn í Aþenu, Ira Val- samaki, í samtali við heimspress- una. „Við erum með lög í landinu sem leyfa vændishús og vændis- konur mega vinna að því tilskildu að þær hafi til þess leyfi, en þessi lög eru hundsuð. Nú þegar leikarn- ir nálgast verðum við að finna ein- hverjar lausnir.“ Þess má geta að áform Doru Bakoyianni um að fjölga skráðum vændishúsum í 230 hafa einnig mætt andstöðu vændiskvenna í borginni, sem hafa staðið fyrir mótmælum fyrir utan innanríkis- ráðuneytið. Þær telja að með þess- um áformum sé verið að takmarka starfsemi þeirra og að tala skráðra vændishúsa eigi að vera hærri. Það er því ljóst að á málinu eru margar hliðar. Í öllu falli er líklegt að þessi viðleitni muni ekki ná því markmiði að koma reglu á vændis- iðnaðinn í tæka tíð. Þó svo að 230 vændishús fengjust til að skrá sig opinberlega, og vinna þar með undir opinberu eftirliti, myndi það aðeins þýða að um 690 vændiskon- ur störfuðu innan þeirra veggja. Því eru yfirgnæfandi horfur á, miðað við allar tölulegar stað- reyndir, að borgaryfirvöldum í Aþ- enu muni aðeins takast að koma böndum á lítinn hluta af því vændi sem stundað verður í borginni í kringum Ólympíuleikana á næsta ári, ef að líkum lætur. gs@frettabladid.is 12 26. júlí 2003 LAUGARDAGUR Áform Doru Bakoyianni, borgarstjóra í Aþenu, um að fjölga skráðum vændis- húsum í borginni fyrir Ólympíuleikana 2004 hafa mætt mikilli andstöðu. Hún stendur við fyrirætlanir sínar. Hvað gengur henni til? Vændi og íþróttir í Aþenu VÆNDISKONUR MÓTMÆLA Síðastliðinn fimmtudag mótmæltu um 70 vændiskonur í Aþenu þeim áformum yfirvalda að takmarka, eins og þær líta á það, rekstrarleyfi vændishúsa fyrir Ólympíuleikana árið 2004 við einungis 230 hús. Mikil eftirspurn eftir kynlífsþjónustu hefur reynst vera fylgifiskur Ólympíuleika í stórauknum mæli. ,, ELLERT B. SCHRAM „Þessi tenging vændis við íþróttir er sið- ferðislega óviðeigandi og óþolandi,“ segir formaður ÍSÍ. KRISTÍN ÁSTGEIRSDÓTTIR Talsmaður Femínistafélags Íslands segir áform borgaryfirvalda í Aþenu um að fjölga rekstrarleyfum vændishúsa úr 200 í 230 vera fullkomlega á skjön við anda Ólympíuleikanna. AP / PE TR O S G IA N N AK O U R IS Viðburðarík ævi Borgarstjórinn í Aþenu er um margt merkileg kona. Dora Bakoyianni var vel kunn í Grikklandi áður en hún var kjörin borgarstjóri Aþenu, en hún er elsta barn Konstantíns Mitsotakis, sem var forsætisráðherra Grikklands 1990 til 1993. Hún er 49 ára gömul. Fjórtán ára gömul flúði hún til Parísar með fjölskyldu sinni til að flýja herforingjastjórnina sem stjórnaði landinu á árabilinu 1967-74. Hún sneri aftur til Grikklands þegar herforingjastjórnin féll. Hún er einnig kunn í Grikklandi sem ekkja blaðamannsins Pavlos Bakoyiannis, sem var myrtur árið 1989 á leið sinni til vinnu af tveimur meðlimum hryðjuverka- samtakanna 17. nóvember. Í desember síðastliðnum var reynt að ráða Bakoyianni, þá nýkjörin borgarstjóra, af dögum. Skotið var á bíl hennar og varð það borgarstjóranum til happs að hún beygði sig eft- ir töskunni á gólfinu í sama mund og skotið reið af. Byssumaðurinn var 35 ára karlmaður, vanheill á geði. Bakoyianni var menntamálaráðherra í ríkisstjórn föður síns. Vin- sældir hennar hafa stöðugt aukist. Í borgarstjórnarkosningunum í Aþenu í október vann hún sigur á mótframbjóðanda sínum með 20 prósenta mun. Hennar bíða ærin verkefni í Aþenu, ekki síst vegna Ólympíuleikanna á næsta ári, en hún tók við embættinu þann 1. jan- úar síðastliðinn. DORA BAKOYIANNI Borgarstjórinn í Aþenu nýtur vinsælda í heima- landi sínu.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.