Fréttablaðið - 26.07.2003, Page 13

Fréttablaðið - 26.07.2003, Page 13
John Lennon er minn maður, ekkispurning,“ segir Heimir Már Pétursson, framkvæmdastjóri Hinsegin daga, en undirbúningur undir þann stórviðburð stendur nú sem hæst. Hann er spurður um hver sé hans hetja, fyrirmynd: hver sé sá maður sem hann hefur helst í hávegum. En af hverju John Lennon? „Í fyrsta lagi var hann náttúr- lega ótvíræður leiðtogi sinnar kyn- slóðar og stóð fyrir sjónarmiðum sem gjörbreyttu hugsunarhætti fólks á síðari hluta 20. aldar. Þar með var kastað fyrir róða úreltum gildum sem menn höfðu drattast með allt frá Viktoríutímanum. Síð- an var hann eitt besta rokktónskáld og textahöfundur sem hefur verið uppi,“ segir Heimir Már og leynir ekki aðdáun sinni á Lennon. „Ég lít ekki á John Lennon sem neinn sérstakan hugmyndafræðing í þeim skilningi að hann hafi sett niður einhverjar niðurnjörvaðar og mótaðar heimspekilegar hugmynd- ir. Hans heimspeki birtist miklu fremur í því hvernig hann lifði líf- inu og hvernig hann brást við því sem var að gerast í heiminum á hans tíma. Til að mynda hvernig hann brást við Víetnamstríðinu með því að stýra þeirri athygli sem fjölmiðlar veittu honum og nýta hana til að koma sínum friðarboð- skap á framfæri. Hann var heldur ekki hræddur við að láta hlæja að sér. Til dæmis þegar hann og Yoko boðuðu blaðamenn til sín þar sem þau voru í hjónarúminu á Hilton í Amsterdam, þá nýgift. Eins þegar þau fundu upp hina svokölluð poka- stefnu, komu fram fyrir fjölmiðla íklædd poka til að tryggja að það sem þau höfðu að segja væri í önd- vegi en ekki hvernig þau litu út þann daginn.“ Heimir Már er hafsjór af fróð- leik um Lennon og hefur stúderað hann frá því hann man eftir sér. Hann hreifst af Bítlunum í gegnum plötusafn eldri bræðra sinna en fljótlega skar John Lennon sig út úr frá hinum Bítlunum. Heimir Már á meira og minna allt útgefið efni þar sem John Lennon kemur við sögu. Stundum hlustar hann ekki á neitt nema Lennon og er það aðallega þegar Heimir Már er í ein- hverri hugmyndavinnu sjálfur. „Hann kveikir hjá mér hugmynd- ir,“ segir hann. „Og ég hef hitt John Lennon í draumi, baksviðs í Laug- ardalshöllinni. Hann var blindfull- ur þar, kom allt of seint á tónleik- ana og sagði mér að hann myndi bara spila einhverja gamla stand- arda sem hann hefði aldrei spilað með þessari hljómsveit áður. Svo gerði hann það.“ Ekki er nóg með að Heimir Már hafi John Lennon í hávegum heldur er hann honum einnig fyrirmynd, eins langt og það nær. „Eins og hann trúi ég því að hægt sé að fá meiru áorkað með því að höfða til betri hliða fólks en æsa það upp í slagsmál og óeirðir. Og ég trúi því líka að það sé best að koma til dyranna eins og maður er klæddur hverju sinni. Því þótt hann hafi verið eitt stærsta rokk- goð sögunnar, þá neitaði hann alltaf að fylgja uppskriftum ímynd- arsmiðanna.“ jakob@frettabladid LAUGARDAGUR 26. júlí 2003 13 Hole in One • Bæjarlind 1-3 • Sími 577 40 40 • www.holeinone.isTop-Flite og Callaway kúlur á góðum tilboðum N O N N I O G M A N N I | Y D D A / s ia .i s / N M 0 9 9 1 1 Sumaropnun Virka daga 10-19 Laugardaga 10-16 Sunnudaga 12-16 FARA GOLFSKÓR 3.900K R SUMARTIL BOÐ OG 5.900 ALLUR FATNAÐUR SUMARTIL BOÐ 10-50% AFSLÁTTU R Sumar TILBOÐ N O N N I O G M A N N I Y D D A /S IA .I S FULLT GOLFSETT > 3-PW járn > river > 3 og 5 tré > Pútter > Góður burðarpoki 24.900KR SUMARTIL BOÐ Fullt golfs ett með burða rpoka Mynd mánaðarins er að þessusinni verk Ásgríms Jónssonar Hekla frá árinu 1909 sem máluð er með olíulitum á striga. Þetta verk má nú sjá á Sumarsýningu Lista- safns Íslands en safnið keypti verk- ið árið 1922. Ásgrímur er einn af brautryðjendum íslenskrar nútíma- listar og er þessi mynd af Heklu mesta stórvirkið frá fyrstu starfs- árum hans. Það er þó ekki stærðin ein sem vekur athygli, hin víðáttu- mikla fjallasýn og túlkun birtunnar fanga einnig augað. Ásgrímur mál- aði myndina á staðnum en lauk henni síðar í vinnustofu sinni. Myndin á sér þó lengri sögu því áður hafði Ásgrímur málað Heklu og tengist fjallið einnig æskuminn- ingum hans. Í þessu stóra verki leggur Ás- grímur áherslu á áhrif birtunnar á landið og víðáttumikla fjarsýn inn til landsins. Myndina byggir hann að klassískum hætti inn í myndrým- ið, með forgrunn, miðhluta og bak- grunn. Sjóndeildarhringurinn ligg- ur við miðju myndflatarins þannig að bjartur himinflöturinn eykur á tign fjallsins á miðri myndinni. Mesta glíman hefur verið við hvítan tind fjallsins þar sem ótal litatónum er stillt saman. Liturinn er þar bor- inn þykkt á, andstætt þunnum lita- lögum í forgrunni sem minna á vatnslitamálun. Þarna hefur Ásgrímur ekki ein- ungis túlkað hina síbreytilegu birtu á landið, sem markaði nýtt skeið í listferli hans, heldur einnig tjáð rómantíska sýn á landið þar sem hin tignarlega og upphafða náttúra er táknmynd þess sem er manninum æðra. ■ JOHN LENNON Gerbreytti hugsunarhætti sinnar kynslóðar og var þá kastað fyrir róða úreltum gildum sem menn höfðu drattast með allt frá Viktoríutím- anum. Heimir Már nefnir hann sem þann mann sem hann hefur helst í hávegum. HEKLA Olía á striga, (150 x 290). Meistaraverk frá Ásgrími Jónssyni en það er málað árið 1909 og telst mesta stórvirkið frá fyrstu starfsárum mannsins sem sumir telja mesta listmál- ara Íslands. Tignarleg og upphafin náttúra Framkvæmdastjóri Hinsegin daga fer ekki leynt með að- dáun sína á John Lennon, sem er sá maður sem hann hefur helst í háveg- um. Ekki bara að Heimir Már eigi svo gott sem allt efni sem John Lennon hefur kom- ið nálægt heldur hefur Lennon birst Heimi í draumi. ■ MAÐUR AÐ MÍNU SKAPI ■ MÁLVERK VIKUNNAR HEIMIR MÁR PÉTURSSON John Lennon er hans maður, eitt besta rokktónskáld og textasmiður sem uppi hefur verið og neitaði alltaf að fylgja uppskriftum ímyndarfræðinga. Lennon í Laugardalshöll KARÍBAHAF - PANAMA - KYRRAHAF DAY PORT ARRIVAL DEPART September 7, 2003 Miami to Los Angeles Miami 4:00 P.M. 1 „Fun Day“ at Sea 2 „Fun Day“ at Sea 3 Cartagena, Colombia 9:00 A.M. 2:00 P.M. 4 Panama Canal Transit 8:00 A.M. 4:00 P.M. 5 „Fun Day“ at Sea 6 Puntarenas, Costa Rica 8:00 A.M. 6:00 P.M. 7 „Fun Day“ at Sea 8 „Fun Day“ 9 Acapulco, Mexico 7:00 A.M. Midnight 10 Zihuatanejo/Ixapa, Mexico* 8:00 A.M. 3:00 P.M. 11 Puerto Vallarta Mexico 10:00 A.M. 10:00 P.M. 12 „Fun Day“ at Sea 13 „Fun Day“ at Sea 14 Los Angeles, Californina 7:00 A.M. 14 daga lúxussigling 7. sept. CARNIVAL PRIDE frá kr. 91.520,- + skattar og flug. PÖNTUNARSÍMI 56 20 400 Austurstræti 1, 3ja hæð PRIMA TRAVEL LTD.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.