Fréttablaðið - 26.07.2003, Síða 14
Hvað á maður að gera ef maðurverður var við innbrotsþjóf
inni hjá sér um miðja nótt? Velta
sér á hina hliðina og reyna að sofna
aftur? Fara á stúfana og heilsa upp
á kauða? Þetta eru ekki sérlega
skemmtilegar spurningar að velta
fyrir sér, en í Bretlandi stendur nú
yfir heit umræða um einmitt þessi
mál. Sú umræða á sér sína forsögu.
Innbrot í skjóli nætur
Sagan hófst í ágústmánuði árið
1999 þegar tveir innbrotsþjófar,
Fred Barras, 16 ára, og Brendon
Fearon, 33 ára, lögðu leið sína á af-
skekkt bóndabýli í Norfolk-skíri í
Englandi og brutust þar inn um
miðja nótt. En móttökurnar komu
þeim í opna skjöldu. Bóndinn og
einbúinn Tony Martin, 53 ára,
greip haglabyssu sína og skaut á
þá. Fred Barras fékk skot í bakið
og lést á staðnum, en Fearon fékk
skot í fótinn og náði aftur heilsu
eftir að hafa legið á sjúkrahúsi og
fengið viðeigandi meðferð.
Þremur dögum seinna var Tony
Martin handtekinn og síðan dæmd-
ur í ævilangt fangelsi fyrir morð
að yfirlögðu ráði.
Þegar dómurinn var kveðinn
upp yfir Martin ætlaði allt af göfl-
unum að ganga. Húseigendur um
allt Bretland spurðu hvernig það
mætti vera að maður sem hefði
verið að verja bústað sinn fyrir
innbrotsþjófum væri dæmdur
fyrir morð. Og ekki nóg með það
heldur höfðaði innbrotsþjófurinn
sem komst lífs af einkamál á
hendur bóndanum vegna miska og
vinnutaps vegna sjúkrahússlegu.
Við réttarhöldin kom það á
daginn að þetta var ekki í fyrsta
sinn sem innbrotsþjófar höfðu
gert sig heimakomna á hinu af-
skekkta eyðibýli Martins. Aðeins
þremur vikum áður höfðu inn-
brotsþjófar komist inn í húsið og
haft á braut með sér verðmæti um
einnar milljónar króna.
Vantreysti lögreglunni
Martin vantreysti lögreglunni til
að sjá um að vernda býlið og náði
sér í haglabyssu, án byssuleyfis, og
svaf upp frá þessu alklæddur með
byssuna við höndina.
Við réttarhöldin, sem fóru fram
í aprílmánuði árið 2000, hélt Martin
því fram að hann hefði skotið á
þjófana í sjálfsvörn. En þá kom það
fram að þjófarnir höfðu verið að
flýja út um glugga þegar þeir urðu
fyrir skotum hans.
Kviðdómendur fengu einnig að
vita að 6 árum áður hafði Martin
skotið úr haglabyssu í áttina að bíl,
og fyrir það var hann sviptur
byssuleyfi.
Ákæruvaldið hélt því fram að
Martin hefði ekki skotið úr byss-
unni í sjálfsvarnarskyni heldur
hefði hann gengið miklu lengra en
nauðsyn bar til. Og dómsniðurstað-
an var eins og fyrr segir: Martin
var sakfelldur og dæmdur í ævi-
langt fangelsi.
Manndráp – ekki morð
Martin áfrýjaði dómnum sam-
stundis og í október árið 2000 var
dómur kveðinn upp að nýju, að
þessu sinni fyrir manndráp en ekki
morð, og refsingin var ákveðin 5
ára fangelsi.
En málinu var ekki lokið þar
með. Nú hefur innbrotsþjófurinn
Fearon höfðað mál á hendur Martin
bónda og fer fram á tvær milljónir
í skaðabætur vegna vinnutaps og
vegna þess að hann kveðst ekki
geta horft á hleypt af byssu í sjón-
varpinu. Enn fremur segist hann
vera ófær um að njóta ásta vegna
hins andlega og líkamlega áfalls
sem hann varð fyrir þegar bóndinn
hlunkaði á hann úr haglaranum.
Fearon hlaut sjálfur nýverið 18
mánaða dóm vegna fíkniefnamáls,
en áður en hann braust inn hjá
Martin hafði hann hlotið meira en
30 refsidóma fyrir margvísleg af-
brot. Hann lýkur við að afplána
fíkniefnadóminn á næstu dögum og
hyggst þá einbeita sér að málaferl-
um á hendur Martin bónda.
Hinn 28. þessa mánaðar verður
Martin loksins látinn laus en þá
hefur hann lokið við að afplána tvo
þriðju af refsingu sinni. Skilorðs-
nefnd hafnaði ávallt beiðnum hans
um að fá lausn á skilorði. Nefndin
segir að hann hafi staðfastlega neit-
að að iðrast gerða sinna.
Hótað hefndum
Tony Martin bóndi hlýtur þó að
líta til frelsisins með blendum til-
finningum. Kannski er ekki mikið
að sitja í fangelsi í 5 ár fyrir að
drepa mann – en 5 ár í fangelsi er
þung refsing fyrir að verja heimili
sitt fyrir innbrotsþjófum. Enn
fremur er það kvíðvænlegt fyrir
Martin að vinir Fearons hafa látið
þau boð út ganga að þeir hyggi á
hefndir og muni heimsækja Martin
í einsemdinni við fyrsta hentug-
leika.
Í Bretlandi hafa margir orðið til
þess að skrifa dómsmálayfirvöld-
um til að láta í ljósi vanþóknun á því
að Tony Martin skuli hafa verið lát-
inn líða fyrir að grípa til varna gegn
glæpamönnum sem ruddust inn á
hann í skjóli nætur. Sagt er að inn-
brotsþjófar hafi drepið meira en 60
húsráðendur á árunum 1996-2000,
sem sýnir hversu hættulegir þessir
óboðnu gestir geta verið. En mál
Tonys Martins sýnir líka að það get-
ur verið hættulegt að verja hendur
sínar. ■
14 26. júlí 2003 LAUGARDAGUR
Fyrir börn á öllum aldri!
FARSÍMAR Flestir kannast við það
hvimleiða fyrirbæri að fá lag á
heilann. Oft eru þetta misskemmti-
leg stef sem líma sig á heilabörk-
inn. Þetta færist stöðugt í aukana.
Upp úr þurru fara menn að raula
fyrir munni sér einhver lög og
hafa enga hugmynd um hvaðan
þau koma. Rannsóknarblaðamenn
Fréttablaðsins lögðust á eitt og
sökudólgurinn fundinn: Farsímar.
Hringitónar mega heita lymskuleg
árás á undirmeðvitundina.
Dægur- og jólalög vinsælust
Nokkrir aðilar selja farsímanot-
endum hringitóna í síma og fara
þar símafyrirtækin Síminn og Og
Vodafone fremst í flokki. Á með-
fylgjandi lista frá Símanum má sjá
hvaða lagstúfar eru vinsælastir um
þessar mundir og endurspeglar sá
topplisti að nokkru leyti þau lög
sem hafa verið vinsæl að undan-
förnu. Pétur Pétursson, kynningar-
fulltrúi Og Vodafone, segist ekki
sjá neina toppa í sölu hringitóna á
ársgrundvelli, eftirspurnin sé
nokkuð jöfn, nema um jólin. Í des-
ember vilja farsímaeigendur gjarn-
an hafa jólaleg stef í sínum símum.
Vinsælasta lagið hjá Og Vodafone
frá upphafi er jólalagið „Let It
Snow“. Pétur segir jafnframt að
ekki fari á milli mála að fylgni sé
milli þess hverju fólk hleður inn á
síma sína og því þegar vinsælar er-
lendar hljómsveitir koma til lands-
ins. Til dæmis var mjög vinsælt að
hlaða inn á GSM-símann sinn laga-
brotum með hljómsveitinni Ramm-
stein þegar hún var hér á ferð fyrir
ekki löngu.
Hringitónar stjarnanna
Fréttablaðið hringdi af handa-
hófi í nokkra valinkunna Íslend-
inga, söngvara og sjónvarpsmenn,
og forvitnaðist um hvaða hringi-
tóna eða lög þeir hefðu í sínum
síma. Vissulega er þetta ekki mark-
tækt úrtak en það kemur á óvart að
aðeins tveir af fimm eru með
lagstúf.
Það kemur ekki á óvart að Frank
Sinatra-aðdáandinn og söngvarinn
Geir Ólafsson er með „New York,
New York“ í símanum. „Það er mér
til áminningar um hvar ég á heima
í lífinu og tilverunni,“ segir Geir.
Valgerður Matthíasdóttir, hönn-
uður og sjónvarpsmaður, er hins
vegar ekki með neinn lagstúf í sín-
um síma. „Ég hef ekki hugmynd um
hvað hringitónninn minn heitir,
þetta er svona gamaldags tónn,“
segir hún. Hún segist ekki vera
mjög hrifin af lagstúfum í símum
almennt. „Ég þoli ekki lagstúfa í
GSM-símum,“ segir hún. „Einkum
er þetta hvimleitt á kaffihúsum.“
Logi Bergmann Eiðsson sjón-
varpsmaður er líka með gamla
hringingu, en þó ekki þá sömu og
Vala Matt. „Ég er með svona hring-
ingu eins og var í gömlu svörtu
símunum,“ segir Logi, „eins og
heyrist þegar hringir á lögreglu-
stöðvum“. Þessi hringing hefur
reyndar einn hvimleiðan ókost.
„Þetta er fín hringing,“ segir hann,
„en hún hefur þann ókost að ég gríp
alltaf til símans þegar ég er að
horfa á lögguþætti í sjónvarpinu.“
Páll Óskar Hjálmtýsson söngv-
ari hefur átt GSM-síma, að eigin
sögn, nánast frá því þeir voru
fundnir upp. „Ég var einn af þeim
fyrstu sem keyptu GSM-síma á Ís-
landi og var litið á mig sem furðu-
dýr þá,“ segir Páll. „En þessi sími
dugar mér enn og er alveg frábær-
lega endingargóður. Hringingin er
svona skali sem fer upp: dirí lirí lirí
lirí lirí lirí lídd...“
Ragnheiður Gröndal söngkona
er með titillagið í Sex in the City í
sínum síma. „Þetta er flott hringing
og skemmtilegur þáttur,“ segir
Ragnheiður. „Vinkona mín var með
þessa hringingu og ég bað hana um
að senda mér hana. Svoldið töff að
vera með svona hringingu. Þessi
þáttur er náttúrlega um konur og...
jújú, kannski má segja að þessi
lagstúfur höfði til einhvers konar
kvennabaráttu. En það er þá mjög
ómeðvitað.“
jakob@frettabladid.is
Einbúi í Bretlandi dæmdur í fimm ára fangelsi:
Skaut innbrotsþjóf –
var dæmdur fyrir morð
Lymskuleg árás á
undirmeðvitundina
Stuttir lagstúfar sem hljóma úr fjarska verða sífellt algengari hluti af daglega lífinu.
Örsökin er fullkomnari GSM-símar, búnir hringingum úr dægurlagaheiminum.
TOPP TÍU - VINSÆLUSTU LÖG SÍMANS
Sæti Tónn Tónskáld Flytjandi
1. I Love Rock ’n’ Roll Hooker/Merrill Britney Spears
2. Down Boy Davis Holly Valance
3. Not Gonna Get Us Galoyan o.fl. T.A.T.U.
4. I’m Gonna Getcha Good Lange/Twain Shania Twain
5. Insomnia Maxi Jazz o.fl. Faithless
6. Sing For the Moment Eminem Eminem
7. Segðu mér allt Hallgrímur Ó. Birgitta Haukdal
8. All the Things She Said Gayloyan o.fl. T.A.T.U.
9. Vertu Frjáls Pétur Bjarnason Botnleðja
10. Smells Like Teen Spirit Cobain o.fl. Nirvana
LAGSTÚFAR Í GSM-SÍMUM
Eru að verða æ algengari með fullkomnari
símum. Fullkomnustu símarnir bjóða upp
á búnað sem spilar margtóna lagstúfa.
GEIR ÓLAFSSON
Er með New York, New York í símanum.
RAGNHEIÐUR GRÖNDAL
Titillagið úr Sex and the City hljómar úr
hennar síma.
VALA MATT
Segist ekki þola lagstúfa í símum.
PÁLL ÓSKAR HJÁLMTÝSSON
Hefur átt sama GSM-símann nánast síðan
símarnir voru fundnir upp. LOGI BERGMANN EIÐSSON
Er með hringingu eins og heyrist á
lögreglustöðvum.
FRÁ LONDON
Sérstætt sakamál kemur þar fyrir rétt á næstunni. Innbrotsþjófur hefur höfðað mál gegn
manninum sem hann braust inn hjá fyrir að hafa skotið á sig. Þjófurinn segist m.a. hafa
orðið fyrir varanlegum sálrænum skaða.