Fréttablaðið - 26.07.2003, Page 15

Fréttablaðið - 26.07.2003, Page 15
LAUGARDAGUR 26. júlí 2003 ■ Bókahillan mín 15 MYNDLIST Óendurgoldin ást á 17 ára stúlku varð til þess að listamað- urinn Paul Gauguin yfirgaf Frakkland og settist að á Kyrra- hafseyjum þar sem hann málaði mörg frægustu málverk sín. Þessi nýja kenning kom fram í heimildarmynd um Gauguin sem nýlega var sýnd á BBC í tilefni af hundrað ára dánarafmæli lista- mannsins. Gauguin sagðist sjálfur hafa yfirgefið Frakkland og haldið til Kyrrahafseyja til að leita listar- innar en listfræðingar hafa um áraraðir leitað dýpri skýringa á þessum skyndilegu umskiptum á högum listamannsins. Listgagn- rýnandinn Waldemar Januszczak segir að tímamót hafi orðið í lífi Gauguins þegar hann, sumarið 1888, var kynntur fyrir Madel- eine, systur vinar hans, lista- mannsins Emile Bernard. Madel- eine var fyrirsæta hjá nokkrum listamönnum, þar á meðal Gaugu- in. Gauguin varð gagntekinn af Madeleine en hún endurgalt ekki tilfinningar hans. Bréf sem fóru á milli þeirra sýna afar sterkar til- finningar hans. Madeleine trúlof- aðist listamanninum Charles Laval, sem elskaði Gauguin. Parið giftist ekki og Madeleine lést 24 ára gömul. Það að Madeleine skyldi hafna Gauguin hafði gríð- arleg áhrif á hann, segir Januszczak, sem heldur því fram að það hafi verið þessi ást sem olli úrslitum um að Gauguin sneri frá vinnu sem verðbréfasali og varð listamaður. ■ EGGERT PÉTURSSON Segist yfirleitt ekki lesa bækur út af söguþræðinum. Les eina blaðsíðu á dag Ég hef verið að lesa Finn-egan’s Wake árum saman,“ segir Eggert Pétursson mynd- listarmaður. „Það er eilífðar- verkefni. Ég hef lengi verið að lesa blaðsíðu og blaðsíðu hist og her í bókinni, en er núna að fara í gegnum hana og les eina blað- síðu á dag, alltaf á morgnana. Áður fyrr las ég hana alltaf á kvöldin af því ég hélt að það væri svo gott að sofna við hana, en svo komst ég að því að það er miklu betra að vakna við hana. Svo er ég með góða orðskýringa- bók með.“ Annars segist Eggert hvorki lesa mikið né skipulega. Hann á náttúrlega listaverkabækur, en ekkert óskaplega mikið af þeim. „Hér í hillunni hjá mér er mjög skemmtileg bók sem ég las fyrir nokkrum árum. Hún heitir Still Life with a Bridle og er eft- ir Herbert Zbigniew, sem er pólskur. Þetta eru ritgerðir um hollenska myndlist og hann kem- ur þar inn á eitt og annað skemmtilegt.“ Í gamla daga voru það helst Guðbergur Bergsson og Einar Guðmundsson sem heilluðu Egg- ert með skrifum sínum. Svo finnst honum líka gott að vita af Þórbergi uppi í hillu. „Annars les ég yfirleitt bara kafla og kafla í bókum. Ég les þær yfirleitt ekki út af sögu- þræðinum. Mér finnst það ekki spennandi og dett alltaf út úr honum, gleymi því sem hefur gerst.“ ■ SJÁLFSMYND Samkvæmt nýrri heimildarmynd var það óendurgoldin ást á 17 ára stúlku sem gerði meistara fransks expressjónisma að því sem hann var. Gauguin fæddist árið 1848 og var einn frægasti listmálari Frakka. Heimildarmynd BBC varpar nýju ljósi á franska listmálarann Paul Gauguin: Ástin í lífi Gauguin

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.