Fréttablaðið - 26.07.2003, Blaðsíða 29
Unnur Ösp Stefánsdóttir er aðgera það gott um þessar
mundir í söngleiknum Grease, en
segir laugardagskvöldin þó líða
nokkuð fyrir vinnuna. „Á morgun
er ég að leika, eins og undanfarin
laugardagskvöld. Ég leik þessa
líka ágætis tæfu og það er rosa-
lega gaman. Ég lifi mig það mikið
inn í hlutverkið að ég er oft svolít-
il tæfa fram eftir kvöldi,“ segir
Unnur og hlær. „Sýningin byrjar
klukkan 6 og oft er góð stemning
eftir á. Þá fer hópurinn kannski
út að borða eða að súpa smá bjór,
þesslags. En ef það er ekkert húll-
umhæ er allt eins gaman að
skríða bara heim og hafa kósý
kvöld með kærastanum. Best er
samt þegar maður kemst í eðal
eins og að fara í sumarbústað,
eitthvað út á land í góðra vina
hópi. Éta af grilli og hvíla sig. Það
hefur samt verið sorglega sjaldan
í sumar.“
Unnur segist vera sérstaklega
hrifin af laugardagskvöldum,
myndi jafnvel segja að þau væru
eftirlætiskvöld vikunnar. „Ég út-
skrifaðist úr leiklistarskólanum
síðasta sumar og vinir og fjöl-
skylda eru að átta sig á því að það
er ekkert hægt að bjóða manni í
mat eða bíó um helgar, vinnan
mín heftir laugardagsskemmti-
iðju mína þó nokkuð. Það hefur
hreinlega orðið flókið að nærast
um helgar, því maður vill ekki
vera of þungur á sér á sviði. Oft
er ég að borða kvöldmat milli tólf
og eitt á næturnar.“
Í æsku segir Unnur að laugar-
dagskvöldin hafi snúist í öllu um
laugardagsmyndina. „Þá var bara
tilhlökkunarefni gegnum alla vik-
una að hlamma sér fyrir framan
kassann og horfa á góða mynd
með vinkonum eða fjölskyldu.
Svo á unglingsárunum var maður
úti að skemmta sér, öllum stund-
um, jafnvel fram úr hófi, verð ég
að viðurkenna. Maður á að hugsa
sem svo að það sé alltaf helgi.
Ekki kyrja það manískt, bara hafa
hugsunina bak við eyrað, þá er
alltaf gaman.“ ■
LAUGARDAGUR 26. júlí 2003
UNNUR ÖSP STEFÁNSDÓTTIR
■ Útskrifaðist nýlega úr leiklistarskólan-
um og leikur um þessar mundir í söng-
leiknum Grease í Borgarleikhúsinu.
Henni finnst fá kvöld standast
laugardagsútgáfurnar.
Útsölustaðir:
Lyf & Heilsa: (Kringlan - Mjódd - Austurver - Melhagi).
Hringbrautarapótek - Árbæjarapótek - Kaupfélag Skagfirðinga
- Ólafsvíkurapótek - Vestmannaeyjaapótek.
smart®
strípulitir
• fyrir skapandi fólk!
• aflitun
• m/hettu
• ál-strípur
• tvílitar ál-strípur
• f/undirhár og toppa
Auðveldir í notkun.
Allt í einum pakka.
Suðri er ekki til sölu, samahvað í boði væri,“ segir Sig-
urður Sæmundsson, lands-
liðseinvaldur í hestaíþróttum og
eigandi stóðhestsins Suðra frá
Holtsmúla. „Stóðhesturinn er nú
í hryssum hér heima við og ekk-
ert á förum,“ segir Sigurður og
slær þar með á orðróm þess efn-
is að auðugur Bandaríkjamaður
hafi fest kaup á Suðra,
sem er landsfrægur
gæðingur og Íslands-
meistari í fjórgangi.
Var talið að Suðri hefði
verið seldur Banda-
ríkjamanninum á 18
milljónir króna og ætti
að keppa fyrir hönd
Bandaríkjanna á
Heimsmeistaramóti ís-
lenskra hesta sem hefst
í Herning í Danmörku í
byrjun næstu viku:
„Suðri fer ekki út á mótið en
ég er hins vegar að fara í dag
ásamt öðrum keppendum,“ segir
Sigurður Sæmundsson og bætir
því við að stóðhesturinn Logi frá
Skarði hafi hins vegar verið
seldur Bandaríkjamanni á dög-
unum. En Logi sé ekki Suðri né
heldur öfugt. ■
SUÐRI
Í hryssum í Holtsmúla og ekki falur fyrir
nokkuð fé.
Stóðhestur
■ Sigurður Sæmundsson í Holtsmúla
kveður niður orðróm þess efnis að einn
þekktasti stóðhestur landsins hafi verið
seldur Bandaríkjamanni sem ætli að láta
hann keppa fyrir hönd Bandaríkjanna á
Heimsmeistaramótinu í Herning.
Suðri ekki seldur
1Útimarkaður aðMosskógum í
Mosfellsdal. Líf-
rænt grænmeti,
silungur og murta.
Diddú mætir með
frægar pestósósur
sínar. Hún syngur
bragðið í þær.
230 ár frá þvíBruce Lee dó.
Rifjaðu upp snilld-
ina á næstu leigu.
3Croissant íBjörns-
bakarí við
Hring-
braut.
Bestu
morgunhorn
bæjarins.
4Faru með litlufrænku og frænda
á Grease. Gott að
vinna sér inn prik.
Gætu orðið góðar
barnapíur þegar
fram líða stundir.
5Eltu sólina. Vertu í miðbæReykjavíkur. Þar er besta
spáin.
SUÐUREYRI
Íbúarnir heimta fleiri strætóferðir til Ísa-
fjarðar.
Strætó á
Suðureyri
SAMGÖNGUR Ísafjarðarbæ hefur
verið afhentur undirskriftalisti
þar sem óskað er eftir fjölgun
ferða almenningsvagna á leiðinni
milli Ísafjarðar og Suðureyrar. Í
raun eru íbúar að krefjast nýrrar
ferðar í hádeginu en nú þegar er
ein ferð á morgnana, önnur um
miðjan dag og sú þriðja að kveldi.
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar er
að fara yfir þessi mál en strætis-
vagnar bæjarins eru mikið notað-
ir enda svæðið víðfeðmt og fólk
þarf bæði að sækja skóla og
vinnu. ■
5 ráð fyrirhelgina
UNNUR ÖSP
Finnur sér margt skemmtilegt að gera á kvöldin, sér í lagi á laugardagskvöldum.
Laugardagskvöld
Tæfa fram
eftir kvöldi
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
IL
LI