Fréttablaðið - 26.07.2003, Síða 30

Fréttablaðið - 26.07.2003, Síða 30
30 26. júlí 2003 LAUGARDAGUR Vikan var góð. Ég byrjaðihana á því að eiga frí á mánudaginn,“ segir Inga Lind Karlsdóttir, sjónvarpskona í af- leysingum á Stöð 2, um vikuna sem brátt er á enda. „Frídaginn notaði ég í að fara í tveggja ára afmæli hjá hundi vinkonu minn- ar sem heitir Tyson. Borðuðum þar súkkulaðiköku og glöddust með hundinum, sem fékk reynd- ar enga köku sjálfur. Ég var líka að afhenda þessari vinkonu minni barnarúm og annað því hún á von á sér innan skamms,“ segir Inga Lind, sem sjálf er með fjögur börn á heimili og segir að flestir frídagar fari í að fylla ísskápinn og tæma þvotta- húsið því allt situr það á hakan- um þá daga sem hún er að vinna. Svo rann stóri dagur vikunnar upp á föstudaginn þegar Inga Lind las í aðalfréttatíma Stöðvar 2 í fyrsta sinn með aðstoð Krist- jáns Más Unnarssonar: „Þetta var jómfrúarlestur minn og menn líkja því stundum við að missa meydóminn; ekkert of þægilegt í fyrsta sinn en svo kemur það kannski. Annars gekk þetta allt vel og allir mínir nán- ustu fylgdust með og voru bara ánægðir. Það er gott að hafa mann eins og Kristján Má við hliðina á sér við aðstæður eins og þessar,“ segir Inga Lind, sem not- aði vikuna einnig í það að fara í bíó. Sá sjóræningjamynd með Johnny Depp og skemmti sér vel: „Í fyrsta sinn í lífinu fannst mér ég vera elst í bíó,“ segir hún. Nú um helgina ætlar Inga Lind svo að fara í veiði ásamt eigin- manni sínum og er stefnan tekin á Ytri Rangá: „Mér er sagt að veiðin þar sé mjög að glæðast þannig að þetta verður líklega al- veg dásamlegt. Svo er bara að takast á við næstu viku.“ ■ Vikan sem var INGA LIND KARLSDÓTTIR ■ sjónvarpskona á Stöð 2 byrjaði vikuna með því að fara í afmæli hjá hundi vin- konu sinnar. Svo las hún fréttirnar á Stöð 2 í fyrsta sinn og skellti sér á ævintýra- mynd með Johnny Depp. Imbakassinn Haukfránum augum lítur hann fram á veginn og sér margt sem öðrum er hulið. Augnaráðið getur hrætt en líka brætt hörðustu hjörtu. Allt eftir því hvernig þeim er beitt. Hver á augun? Jómfrúarlestur og hundaafmæli (Kári Stefánsson.) Augun Einn flottasti sportbar og skemmtistaður í Breiðholti Sjón er sögu ríkari. Happy hour í kvöld frá kl. 18-21. Tveir fyrir einn á 500 kr. Opið til kl. 03.00 um helgar. Jafnarseli 6, s. 557 3132 Er þetta ekki merkilegt! Óli fer alltaf að gráta þegar hann hengir upp þvottinn... LÁRÉTT: 1 fráa, 7 týran, 8 meðganga, 9 nabbi, 11 á fæti, 13 sveii, 16 sólguð, 17 svar, 19 stelur. LÓÐRÉTT: 1 snar, 2 lána, 3 dana, 4 reykir, 5 skammst., 6 ekki þessa, 10 tveir eins, 12 spil, 14 stefna, 15 málmur, 18 ekki. LAUSN: 1 7 8 10 13 14 16 17 19 18 15 2 3 4 5 12 9 11 6 LÁRÉTT: 1fljóta,7ljósið,8játa,9arða,11 tá,13ussi,16ra,17nei,19 rænir. LÓÐRÉTT: 1fljótur, 2ljá,3jóta,4ósar, 5ti, 6aðra,10ðð,12ásar, 14inn15eir, 18ei. FJÖLSKYLDA VALDA Eftirlifendur Valdimars Friðrikssonar. Aftari röð frá vinstri: Haukur Helgi, Ellert Borgar, Þórhallur og Guðmann. Fremri röð frá vin- stri: Elínborg, Kristín Pétursdóttir og Friðrik. Maðurinn er fyrst og fremstþekktur undir nafninu Eiki og yfirleitt með viðskeytinu borgari. Eikaborgarar í Voga- hverfinu voru þekktir um land allt en krakkarnir í hverfinu kölluðu Eika Dýrlinginn af því að maðurinn var svo bóngóður að krakkar gátu mætt og farið út með ruslið og fengið ókeypis skammt af frönskum hjá öðlingnum. „Jú, maður var í borgurunum þessi ár en eins og flestir vita hef ég verið í salatinu síðan. Kynnti salatbarinn fyrir Íslendingum og reyni alltaf að gera eitthvað nýtt sem enginn annar er að gera. Nú er ég með „all you can eat“ salat- bar því ég var að koma frá Bandaríkjunum og nýi salatbar Eika á Hótel Cabin er eins og það besta sem er að gerast vestan hafs,“ segir Eiki og býður gosið með, eins mikið og þú vilt, en veitingaflóra Íslands missti mik- ið þegar Eiki fór á þvæling. Hann er kominn heim. ■ EIKI Á BARNUM Salat og aftur salat. Grænt og aftur grænt. Beint frá Bandaríkjum Norður-Ameríku. Eiki er kominn heim. Eftirlifendur Valda TÓNLIST „Þetta er langþráður draumur,“ segir Guðmar Valdi- marsson um þá ákvörðun systkina sinna að gefa út disk með lögum pabba síns, Valdimars Friðriks- sonar. „Við systkinin syngjum og spilum ásamt frændfólki.“ Diskurinn er seldur á Eskifirði en símtöl hafa borist víða að, enda Valdi sannur alþýðulistamaður sem byrjaði að læra á harmónikku 13 ára og sleppti henni rétt til að róa eða mæta í vinnu í landi. ■ Hollusta ■ Eiki var eitt sinn konungur íslenska hamborgarans ásamt Tomma á Tomma- borgurum. Í dag eru þeir báðir horfnir til nýrra starfa og Eiki vitlaust í allt sem er grænt og holt. Salatbar Eika borgara FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T INGA LIND KARLSDÓTTIR Jómfrúarlesturinn í fréttatíma Stöðvar 2 gekk vel – þó sumir líki því við að missa meydóminn.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.