Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.07.2003, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 29.07.2003, Qupperneq 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 20 Leikhús 20 Myndlist 20 Bíó 22 Íþróttir 18 Sjónvarp 24 ÞRIÐJUDAGUR 29. júlí 2003 – 173. tölublað – 3. árgangur STA Ð R EY N D UM A U K I N F O R YS TA Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í júní 2003 29,1% 53,4% 65,9% FR ÉT TA B LA Ð IÐ M O R G U N B LA Ð IÐ D V FRIÐARHORFUR Í LÍBERÍU Friðargæsluliðar frá Nígeríu halda af til Lí- beríu í dag til að freista þess að binda enda á átök milli upp- reisnarmanna og her- sveita forseta landsins. Friður gæti verið í augsýn. Sjá nánar bls. 2 RÆTT SAMAN Framkvæmdastjóri Nató telur eðlilegt að Ís- lendingar og Bandaríkjamenn ræði saman um hvernig haga skuli vörnum landsins. Hann er staddur hérlendis og hitti forsætis- ráðherra og utanríkisráðherra á Þingvöllum í gær. Nánar bls. 4 YFIRTAKA Burðarás, Sjóvá Almennar og Kaupþing Búnaðarbanki eiga í viðræðum um hugsan- legt yfirtökutilboð vegna hlutabréfa í Skelj- ungi. Kaupþing Búnaðarbanki hefur keypt grimmt undanfarna mánuði og á nú 39,2% hlutafjár í félaginu. Nánar bls. 2 STAÐA BORGARSTJÓRA Oddviti Samfylkingar í borgarstjórn vill að borgarstjóri skýri þátt sinn í meintu sam- ráði olíufélaganna. Borgarstjóri hefur efnis- lega engu svarað um sinn þátt í málinu og er staða hans innan Reykjavíkurlistans talin veik. Sjá nánar bls. 6 VEÐRIÐ Í DAG æfir með Dallas Mavericks Jón Arnór Stefánsson ▲ SÍÐA 18 Óþreyjufullur að komast út yfirlögregluþjónn í sumarfríi Geir Jón Þórisson ▲ SÍÐA 28 Sér um útihátíð Búist er við votviðri og hægviðri víða um land í dag. Þó eru líkur á birtu og yl á Eg- ilsstöðum. Sjá nánar bls. 6 BRASSTÓNLIST Heimilistækjahljómsveitin Mulinex kemur fra ásamt brassbandi nokkru á Gauknum í kvöld. Áki Ágeirsson, Helgi Hrafn Jónsson og Stefaán Jón Bernharðsson munu flytja splunkunýja brasstónlist og raftónlist eftir íslensk tónskáld. Sjá nánar: DAGURINN Í DAG Sumarnetleikur Búnaðarbankans - www.bi.is lést í fyrrakvöld Bob Hope ▲ SÍÐA 30 Meistari tilsvar- anna allur „Það eru allar líkur á að Árni muni stjórna brekkusöngnum,“ segir Páll Scheving, fram- kvæmdastjóri ÍBV, um þá óvissu sem nagað hefur Vestmannaey- inga þar sem að óvíst hefur verið hvort Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður, fái helgarleyfi frá Kvíabryggju til þess að taka þátt í þjóðhátíð Eyjamanna um versl- unarmannahelgina. Páll segir að nú séu allar líkur á að þingmaður- inn fyrrverandi mæti en hann hefur stjórnað brekkusöngnum um áratugaskeið. Páll segir að unnið hafi verið að þessu máli mánuðum saman en nú hafi loks rofað til. „Við borgum ríkislögreglu- stjóra fjórar milljónir króna í löggæslukostnað og það er lág- markið að fá Johnseninn sem uppbót,“ segir Páll. Hann viðurkennir að nokkur óvissa sé um það hvort helgar- leyfi Árna renni út áður en kem- ur að hefðbundnum tíma Brekku- söngsins. Það er engin þjóðhátíð án Árna. Við munum færa brekku- sönginn framar í dagskránna ef þörf krefur,“ segir Páll. Hann segir að forsala miða á þjóðhátíð gangi stórvel enda hafi hann heimildir fyrir því að það verði sólskin í Eyjum um verslunarmannahelgina. ■ ÁRNI JOHNSEN Á leiðinni á þjóðhátíð. Vestmannaeyingar undirbúa Þjóðhátíð af krafti: Árni mætir í brekkusönginn HEIMSFRÆGUR KYLFINGUR Á HVALEYRINNI Kylfingurinn Justin Rose, sem er í 16. sæti á evrópsku mótaröðinni í golfi, sýndi listir sínar á Hvaleyrinni í Hafnarfirði í gær. Þar lék Rose, sem hefur unnið sér inn 55 milljónir króna í verðlaunafé í ár, ásamt íslenskum kylfingum og Peter Baker á Canon Pro-golfmótinu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A SAMKEPPNI „Mönnum er það ljóst að það skortir á löggjöf hvað það varð- ar hvernig mál flytjast frá Sam- keppnisstofnun til lögreglu,“ sagði Jón H. Snorrason, yfirmaður efna- hagsbrotadeildar ríkislögreglu- stjóra, eftir fund sem embætti hans átti með Samkeppnisstofnun í gær vegna olíumálsins. Niðurstaða fundarins var sú að Jón H. og Ásgeir Einarsson, lög- maður Samkeppnisstofnunar, myndu nú leita leiða til að koma ol- íumálinu til embættis ríkislögreglu- stjóra með lögformlegum hætti. Haraldur Johannessen ríkislög- reglustjóri telur það frumskilyrði að lögreglan fái að sinna sínum rannsóknum án afskipta stjórn- málamanna. Össur Skarphéðinsson, for- maður Samfylkingar, gagnrýnir aðgerðarleysi ríkislögreglustjóra í málinu. „Háttsemi embættis ríkislög- reglustjóra í þessu máli er furðu- leg, svo ekki sé fastar að orði kveð- ið,“ segir Össur. „Ríkislögreglu- stjóri hefur sagt opinberlega að hann geti ekki hafið rannsókn þar sem hann skorti gögn og vitneskju í málinu. Nú er komið á daginn að Samkeppnisstofnun hefur staðið kórrétt að málinu og kynnt skýrsl- una bæði munnlega og jafnframt viljað afhenda hana embætti ríkis- lögreglustjóra. Þá gerist það að rík- islögreglustjóri virðist neita að taka við henni. Það er óskiljanlegt. Emb- ætti ríkislögreglustjóra hefur í besta falli orðið uppvíst að ósam- kvæmni og það er engu líkara en að embættið sé að koma sér undan þessari rannsókn. Embættið verður að gefa skýringar á þessu máli. Það verður að vera tryggt að allir séu jafnir fyrir lögunum; hvort sem um er að ræða olíufursta eða Gunnar litla á götunni,“ segir Össur. „Lögreglan fer að lögum í land- inu og það er nákvæmlega það sem ríkislögreglustjóri hefur gert,“ seg- ir Haraldur. Í fréttatilkynningu frá ríkislög- reglustjóra í gær er því lýst að eng- in hefð eða verklag hafi myndast um framsendingu mála frá Sam- keppnisstofnun. Þá er tekið fram að engin gögn hafi skipt um hendur á fundinum með Samkeppnisstofnun í gær. rt@frettabladid.is hrs@frettabladid.is Furðuleg háttsemi ríkislögreglustjóra Formaður Samfylkingar gagnrýnir aðgerðaleysi lögreglu og segir að tryggja verði að allir séu jafnir fyrir lögunum. Ríkislögreglustjóri og Samkeppnisstofnun leita leiða til að koma olíumálinu á milli stofnana. TONY BLAIR Þarf nú í ofanálag við öll fyrri vandræði, að glíma við gríska lögmenn sem vilja draga hann fyrir stríðsglæpadómstólinn í Haag vegna Íraksstríðsins. Grískir lögmenn leita til stríðsglæpadómstólsins: Blair lögsóttur LONDON, AP Færustu lögmenn Grikklands vilja lögsækja Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands og aðra háttsetta embættismenn í Bretlandi fyrir innrásina í Írak. Lögmennirnir komu til Hollands í gær og ætla að freista þess að fá stríðsglæpadómstólinn í Haag til þess að ákæra Blair og embættismennina fyrir brot á al- þjóðalögum. Þeir segja að stríðið gegn Írak brjóti í bága við stofn- skrá Sameinuðu þjóðanna, Gen- farsáttmálann og fleiri alþjóða- samninga. Lögmannasamtök Aþenu segj- ast hafa sterk rök í málinu og beina spjótum sínum að Tony Bla- ir, Geoff Hoon varnarmálaráð- herra og Jack Straw utanríkisráð- herra. Stríðsglæpadómstóllinn í Haag var settur á fót til að fást við stríðsglæpi, þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyninu. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.