Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.07.2003, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 29.07.2003, Qupperneq 4
4 29. júlí 2003 ÞRIÐJUDAGUR Hvað á að gera um Verslunar- mannahelgina? Spurning dagsins í dag: Hvenær lýkur sumrinu? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 7% 59% Fara á útihátíð Fara í útilegu 16% 19%Eitthvað annað Vera heima Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is PALESTÍNA „Alvarlegast af öllu er þegar lífsviðurværi fólks er rænt með því að taka frá því landið og eyðileggja ávaxtagarðana,“ segir Sveinn Rúnar Hauksson, formað- ur Félagsins Ísland-Palestína, sem kominn er hingað til lands eftir þriggja vikna ferðalag um Gaza-svæðið og Vesturbakkann í Palestínu. „Þessi lífsbjörg sem tekin er frá fólkinu er eitthvað sem kynslóðirnar hafa verið að varðveita mann fram af manni og það líða áratugir þar til trén fara að bera ávöxt á ný.“ Sveinn Rúnar endaði ferð sína með heimsókn til borgarinnar Qalqilya, vestast á Vesturbakkan- um, en borgin er umlukin átta metra háum aðskilnaðarmúr. Qalqilya stendur á frjósömu og vatnsríku svæði og aðstæður þar eru hinar bestu, að sögn Sveins Rúnars, en þrátt fyrir það er 70% atvinnuleysi í borginni og 7000 af 8500 fjölskyldum borgarinnar lifa á matargjöfum frá hjálparstofn- unum. „Fólkið sér enga framtíð og vonleysið er að verða algert,“ seg- ir Sveinn Rúnar. ■ STJÓRNMÁL Fundurinn með Ro- bertsson var mjög gagnlegur, að sögn Davíðs Oddssonar forsætis- ráðherra. „Við ræddum mál sem snerta stöðu Nato á ýmsum svæðum í heiminum en þó eyddum við mikl- um tíma í að fjalla um stöðuna á milli Íslands og Bandaríkjanna varðandi varnarliðið á Keflavíkur- flugvelli.“ Aðspurður hvort Robertsson, sem lætur af störfum fram- kvæmdastjóra Nató í árslok, hefði haft einhverjar hugmyndir fram að færa í því samhengi sagði Dav- íð að málið væri á milli Banda- ríkjamanna og Íslendinga. „Hann hefur enga sérstaka stöðu sem sendiboði þar á milli. Hins vegar nýtur hann trausts bæði Íslands og Bandaríkjanna og er með víð- tæka þekkingu og tengsl við öll bandalagslöndin. Þess vegna er mjög gott að heyra hans viðhorf og fá tækifæri til að skýra okkar viðhorf gagnvart honum,“ sagði Davíð. Robertson hefur átt viðræður við bandarísk yfirvöld um varnar- málin í Keflavík og ræddi þau m.a. við George W. Bush Banda- ríkjaforseta í Hvíta húsinu á dög- unum. Hann segir þær viðræður ekki hafa leitt til neinnar niður- stöðu og hann eigi eftir að ræða málið nánar við ráðamenn í Was- hington. „Ég hef engar persónu- legar skoðanir á málinu en ég vona að vinsamleg lausn fáist í það. Það er vilji af beggja hálfu að viðurkenna það hlutverk sem Ís- land hefur leikið til þessa og hið mikilvæga hlutverk sem landið á eftir að leika í framtíðinni,“ sagði Robertson. Að sögn Robertson fer það eftir útkomu viðræðnanna á milli Ís- lendinga og Bandaríkjanna hvort sambandið skipti sér eitthvað frekar af málefnum varnarliðsins. „Heimurinn í dag er mjög frá- brugðinn þeim sem var árið 1951 þegar Íslendingar sömdu við Bandaríkin. Það er því eðlilegt að þjóðirnar ræði saman um hvernig haga beri vörnunum,“ sagði Ro- bertson. „Ísland hefur verið með- limur Nato síðan 1951 og hefur ávallt haft góða hernaðarlega staðsetningu fyrir sambandið. Þess vegna hefur ávallt verið fyl- gst náið með herstöðinni í Kefla- vík og Nató er alltaf reiðubúið að hjálpa til.“ Robertson sagði Nató hafa tek- ið stórfelldum breytingum undan- farið með það fyrir augum að auka skilvirknina innan sambandsins. „Við erum að skapa öflugan her sem hægt verður að senda af stað með stuttum fyrirvara til hvaða lands sem er. Nú þegar kalda stríð- inu er lokið höfum við nýjar og hættulegar áskoranir að glíma við og þá er ekki hægt að nota verk- færi gærdagsins fyrir vandamál morgundagsins.“ freyr@frettabladid.is ATLANTSOLÍA Brendon G. Rose afhendir skipstjóra Norsk Drott bók til minningar um Ísland. Olíufarmur til landsins: Starfsemi Atlantsolíu hafin NEYTENDUR Fyrsta löndunin úr tankskipi í Hafnafjarðarhöfn á vegum Atlantsolíu var í gær. Áður hafði fyrirtækið fengið nokkra ol- íugáma til að kanna dælur og bún- að birgðastöðvarinnar. Í tilefni af komu tankskipsins afhenti full- trúi eigenda Atlantsolíu, Brandon G. Rose, skipstjóra skipsins ljós- myndabók frá Íslandi. Tankskipið heitir Norsk Drott og var það lestað í Mongstad í Noregi, en olí- an er keypt hjá Statoil. Við upphaf dælingar úr skipinu sagði Brandon starfsemi Atlantsolíu formlega hafna. ■ www.icelandair.is London www.icelandair.is/london Eyða einum degi í Westbourne Grove og Notting Hill, fjarri skarkala helstu verslunar - gatnanna. Fara á markaðinn á Portobello Road á laugardegi. Í London þarftu að: á mann í tvíbýli í 2 nætur. Innifalið: flug, gisting á Henry VIII, morgunverður, flugvallarskattar og þjónustugjöld. Brottfarir 16. jan. og 21. feb. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 21 70 5 0 7/ 20 03 Oxford Street Wigm ore S treet Grosv enor Squar e Grosv enor Street Kensington Road Bayswater Road Paddington Station Knigh gsbrid ge Ki ng s R oa d Sloan Street St. Jam es's Street Baker Street G loucester Street Edgware Roadt Westmister Bridge O ld Bond Street N ew Bond Street Victo rya Stre et River Thames Covent Garden Soho W aterloo Bridge Pic cad illy Pa ll M all Oxford Street New Oxfo rd Regent Street Regent Street H aym arket C haring C ross R oad Picadilly Circus Hide Park Green Park Marylebone Henry VIII Churchill Inter Continental Thistle Kensington Palace Mayfair Bloomsbury Knightsbridge Notting Hill Sherlock Holmes Millennium Mayfair Jurys Doyle Clifton Ford K-West Verð frá 29.900 kr. VR orlofsávísun Munið ferða- ávísunina Sveinn Rúnar Hauksson kominn heim frá Palestínu: Alvarlegast þegar lífs- viðurværi fólks er rænt QALQILYA Borgin, sem er staðsett vestast á Vestur- bakkanum, er umlukin 8 metra háum að- skilnaðarmúr. Myndin er tekin frá Ísrael. Vestfirðir: Tíu félög sameinast VERKALÝÐSFÉLÖG Verkalýðs- og sjó- mannafélag Tálknafjarðar hefur nú sameinast Verkalýðsfélagi Vest- fjarða, en sameiningin var sam- þykkt einróma á trúnaðarmanna- ráðsfundi Verkalýðsfélags Vest- firðinga þann 24. júlí. Áður hafði verið sameiningin verið samþykkt með miklum meirihluta atkvæða í Verkalýðs- og sjómannafélagi Vest- firðinga. Með sameiningunni hafa tíu stéttarfélög á Vestfjörðum sam- einast í eitt félag og eru félags- menn sammála um að reynslan af sameiningunni sé mjög góð, sam- kvæmt fréttatilkynningu frá Verkalýðsfélagi Vestfirðinga. ■ Enginn sendiboði fyrir Íslendinga George Robertsson lávarður, framkvæmdastjóri Nató, fundaði með Davíð Oddssyni, forsætis- ráðherra, og Halldóri Ásgrímssyni, utanríkisráðherra í blíðskaparverðri á Þingvöllum í gær. ROBERTSSON OG HALLDÓR Vel fór á með þeim Robertson lávarði og Halldóri Ásgrímssyni á Þingvöllum. Virtust þeir njóta sín vel í sólskininu fyrir utan ráðherrabústaðinn. Þetta var kveðjuheimsókn Robert- son hingað til lands áður en hann lætur af embætti. Afganskir hælisleitendur: Tíu á sjúkrahús BRUSSEL, AP Tíu Afganskir hælis- leitendur sem voru í hungurverk- falli í Brussel til að knýja á um hælisvist í Belgíu, voru fluttir á sjúkrahús í gær vegna ofþornun- ar. Afganarnir eru í hópi 270 hæl- isleitenda sem hafast við í kirkju í Brussel og hefur hungurverkfall þeirra staðið í fjóra daga. ■ HAMFARIR „Ég vona að ég eigi aldrei eftir að lenda í þessu aft- ur þar sem ég var alveg logandi hræddur,“ segir Karl Eiríksson, bóndi á Miðdalskoti. Mikið þrumuveður var um helgina við bæinn og að sögn Karls voru eldingarnar mjög neðarlega. „Þetta voru einar sex eldingar á mjög stuttum tíma. Maður getur ímyndað sér að svona muni heimsendir líta út.“ Karl segir allt rafmagn hafa slegið út, ein tölva hafi skemmst og rafmagnstafla brunnið. „Það var nýbúið að flytjast inn í nýtt íbúðarhús hér en þar var búið að setja upp lagnir fyrir sjónvarp, útvarp og síma og þetta eyði- lagðist allt saman.“ Karl var á heimleið úr reiðtúr þegar þrumurnar skullu á. „Við heyrðum drunur í skýjabakka austan við okkur þannig að við ákváðum að snúa hestunum við þar sem þetta var allt mjög skuggalegt. Allt í einu kom skær blossi eins og verið væri að taka mynd með sterku flassi, hestarnir fældust rosalega þannig að eitt okkar féll að baki en slasaðist sem betur fer ekki.“ Karl segir eldingarnar hafa verið mjög staðbundnar. Hann segist hafa heyrt að einhverjar skemmdir hafi orðið á bæjunum í kring. ■ Þrumur og eldingar: Líktist heimsendi HÆLISLEITENDUR Hælisleitendur hafast við í kirkju í Brussel.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.