Fréttablaðið - 29.07.2003, Side 10
29. júlí 2003 ÞRIÐJUDAGUR
Uppbygging í Laugardalnum:
Samræmist okkar stefnu
SKIPULAG „Það hefur ríkt ágæt
sátt um þær framkvæmdir sem
eiga sér stað við Laugardalshöll-
ina enda samræmast þær stefnu
okkar sem er að uppbygging í
Laugardalnum eigi að tengjast
útivist, íþróttum og fjölskyldu-
tengdri þjónustu,“ segir Hanna
Birna Kristjánsdóttir borgar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Á síðast fundi skipulags- og
byggingarnefndar var samþykkt
að kynna tillögur að breytingum
við Vesturbæjarlaug. „Þetta er á
algeru frumstigi en við teljum
endurbætur og uppbyggingu
tímabæra við Vesturbæjarlaug.
Íbúar í kring virðast einnig hafa
mikinn áhuga á að byggt verði
upp á þessu svæði og þá helst í
tengslum við laugina.“
Hanna segir talsvert hafa
verið tekist á um þá uppbygg-
ingu sem á sér stað við Laugar-
dalslaug á sínum tíma. „Ágrein-
ingurinn snérist um heilsurækt-
ina en við hefðum vilja standa
öðruvísi að vali á framkvæmdar-
aðilum.“ ■
SKIPULAG „Undirbúningur hefur
staðið í þó nokkurn tíma. Við
ákváðum að ganga til viðræðna við
Samtök iðnaðarins um byggingu
sýningaraðstöðu í Laugardalnum,“
segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir,
borgarfulltrúi R-listans og for-
maður skipulags- og byggingar-
nefndar Reykjavíkurborgar, um
fyrirhugaða byggingu við hlið
Laugardalshallar.
Fyrsta skóflustungan hefur
verið tekin og er áætlað að bygg-
ingin muni verða 9500 fermetrar
að stærð. Hún mun rísa austan við
Laugardalshöllina og tengjast hlið-
arbyggingu hennar sem byggð var
í tengslum við heimsmeistaramót-
ið í handbolta 1995.
„Sýningaraðstaðan rímar við þá
hugmyndarfræði að gera Laugar-
dalinn að miðstöð íþrótta og af-
þreyingar.“ Í framhaldinu segir
Steinunn að hugmyndir af kviknað
um að flétta sýningarhöllina sam-
an við bætta aðstöðu fyrir frjálsí-
þróttafólk og varð niðurstaðan sú
að ráðast í byggingu fjölnota sýn-
ingar- og frjálsíþróttahallar.
Reykjavíkurborg og Samtök
iðnaðarins hafa stofnað sérstakt
hlutafélag um verkefnið sem heit-
ir Íþrótta- og sýningarhöllin hf. og
er það í jafnri eigu aðila. Félagið
mun byggja mannvirkið í einka-
framkvæmd og sjá um rekstur
þess og markaðssetningu.
Bygging íþrótta- og sýningar-
hallarinnar er ekki eina fram-
kvæmdin sem Reykjavíkurborg
stendur að í Laugardalnum því
uppbygging Laugardalslaugarinn-
ar stendur einnig yfir. „Þar verð-
ur 50 metra innilaug sem verður
alþjóðleg keppnislaug og ger-
breytir aðstöðu íþróttamanna. Við
sjáum einnig fyrir okkur að í
framtíðinni þróist nokkurs konar
vatnaparadís í skjólinu sem
myndast milli gamla sundlaugar-
mannvirkisins og þess nýja,“ seg-
ir Steinunn. Auk innilaugarinnar
mun heilsuræktarstöð rísa, en
Björn Leifsson í World Class
byggir hana.
Erlendir aðilar hafa sýnt áhuga
á uppbyggingu og aðstöðusköpun í
Vesturbænum en samþykkt var á
fundi skipulags- og byggingar-
nefndar að kynna tillöguna fyrir
íbúum og hagsmunaaðilum í ná-
grenni við Vesturbæjarlaug. „Haft
er fyrir augum að stækka laugina
og gera hana betri en hún er í dag,“
segir Steinunn, en bætir því við að
hugmyndirnar séu á frumstigi.
vbe@frettabladid.is
HANNA BIRNA
KRISTJÁNSDÓTTIR
Telur endurbætur og upp-
byggingu í Vesturbænum
tímabæra.
Frjálsíþróttahöll
og keppnislaug
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarfulltrúi R-listans, segir bæði
frjálsíþróttahöllina og innilaugina í Laugardal gerbreyta aðstöðu
íþróttafólks. Hún segir framkvæmdirnar tímabærar.
LAUGARDALSHÖLL
Laugardalshöllin mun stækka talsvert mik-
ið við breytinguna. Mannvirkið verður um
16 þúsund fermetrar að stærð.
VESTURBÆJARLAUG
Hugmyndir um uppbyggingu í Vesturbæn-
um eru á frumstigi. Teikningin er eftir Jens
Einar Þorsteinsson.
LAUGARDALSLAUG
Svona mun ásýnd sundlaugarinnar í Laugardal verða eftir byggingu innilaugarinnar. Arki-
tektinn Ari Már Lúðvíksson hannaði mannvirkið.
Á KAFI Í
KÚPUNNI
Röntgenmynd
af höfuðkúpu
mannsins
áður en hníf-
urinn var fjar-
lægður.
Slagsmál úr böndunum:
Stakk hnífi
í kúpuna
NÝJA SJÁLAND, AP Slagsmálum tveg-
gja manna á Nýja-Sjálandi um
helgina lauk með því að annar
stakk hnífi á kaf í höfuðkúpu hins.
Mennirnir höfðu slegist heiftar-
lega en ekki fylgir sögunni hvert
þrætueplið var. Það tók lækna
fimm klukkustundir að fjarlægja
hnífinn úr höfuðkúpu mannsins.
Hnífurinn gekk inn í heila og
segja læknar að það komi ekki
ljós fyrr en að nokkrum dögum
liðnum hvort maðurinn hlýtur
varanlegan heilaskaða af
hnífslaginu. ■