Fréttablaðið - 29.07.2003, Page 18

Fréttablaðið - 29.07.2003, Page 18
SUND „Árangurinn er bæði undir og yfir væntingum á þessu móti,“ sagði Steindór Gunnarsson, yfir- þjálfari íslenska sundlandsliðsins, en keppni á heimsmeistaramótinu í sundi í Barcelona er lokið. „Árangurinn er yfir vænting- um að því leyti að allir íslensku keppendurnir bættu sig í sínum greinum og sýndu þor undir því álagi sem fylgir að keppa á stór- móti, en það eru viss vonbrigði að ná ekki enn lengra því við höfðum augastað á að komast jafnvel á verðlaunapall í einstökum grein- um. Hins vegar er aldeilis frá- bært að fá sjö Íslandsmet í þeim 23 sundgreinum sem við kepptum í og í heildina séð er þetta mjög viðunandi. Auðvitað náðust ekki þau markmið sem við stefndum á í upphafi en þetta er sannarlega árangur til að byggja á í framtíð- inni.“ Bandaríkjamenn og Ástralar náðu hvað bestum árangri á mót- inu í heild. Bandaríkin vegna ung- lingsins Michael Phelps sem setti fimm ný heimsmet á leikunum en Phelps er nýorðinn 18 ára gamall. Aðeins einu sinni áður í sögu sundíþróttarinnar hefur einstakur sundmaður náð svipuðum ár- angri. Það gerði Bandaríkjamað- urinn Mark Spitz á Ólympíuleik- unum 1972 en þá setti hann fjögur ný heimsmet og vann sjö gull- verðlaun. Ian Thorpe dró vagninn fyrir lið Ástralíu í mótinu eins og búist hafði verið við. Thorpe jafnaði eldra met Þjóðverjans Michael Gross og nældi sér í sinn þrettánda verðlaunapening á stórmóti í sundi og er það glæsilegur árangur. Kínverska liðið sigraði keppni í dýfingum nokkuð örugglega en hún fór fram á sama tíma. Liðið vann fjögur gull, fjögur silfur og fjögur bronsverðlaun, eða alls 12 verðlaun. Rússar komu næstir með helmingi færri verðlaun. ■ 18 29. júlí 2003 ÞRIÐJUDAGUR JAPÖNSK HESTAMANNAHÁTÍÐ Hestamenn í fullum herklæðum samuræja sýndu listir á hátiðinni. Kappreiðar hvað?hvar?hvenær? 26 27 28 29 30 31 1 JÚLÍ Þriðjudagur KÖRFUBOLTI „Það sem stendur fyrir dyrum nú eru stífar æfingar hjá Dallas,“ segir Jón Arnór Stefáns- son körfuboltakappi, en hann er aftur á leið til körfuboltaliðsins Dallas Mavericks sem leikur í bandarísku NBA deildinni. „Þessar æfingabúðir sem ég sæki nú standa fram í september eða október og þar verða bæði leikmenn sem eru í liðinu og eins nokkrir samningslausir eins og ég. Við fáum að berjast um laus sæti í aðalliðinu fyrir komandi leiktíð.“ Leiktíðin í NBA deildinni hefst venju samkvæmt í byrjun nóvember. „Nú fæ ég loks færi á að sýna hvað í mér býr. Ég er orðinn góð- ur af meiðslunum og fengið grænt ljós frá læknum að ég geti farið að taka á því af alvöru. En jafnvel þó að ég komist ekki inn í haust er þetta gríðarleg reynsla og upplif- un að æfa með slíku liði. Ég er líka ungur og á margt ólært enn.“ Jón Arnór segir engin sund lok- uð ef hann kemst ekki að. „Ég hef fengið tilboð frá félögum í Evrópu og ég get farið alltaf farið þangað. En ég er engu að síður bjartsýnn. Forráðamenn Dallas hafa skoðað mig mikið og áhugi þeirra á að fá mig sýnir að þeim er alvara. ■ Frábært að fá sjö Íslandsmet í Barcelona Steindór Gunnarsson, landsliðsþjálfari í sundi, er sáttur við þann árangur sem íslenska landsliðið náði á heimsmeistaramótinu í Barcelona þrátt fyrir að enginn Íslendingur hafi komist á verðlaunapall eins og stefnt var að. HEIMSMEISTARAMÓTIÐ Lið gull silfur brons samtals Bandaríkin 9 12 4 25 Ástralía 5 7 5 17 Þýskaland 4 1 2 7 BANDARÍKJAMAÐURINN MICHAEL PHELPS Setti fimm ný heimsmet á heims- meistaramótinu í sundi. Það hefur engum tekist áður. FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Jón Arnar Magn- ússon og Sunna Gestsdóttir stóðu sig hvað best, að öðrum ólöstuð- um, á 77. meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem fram fór í Borgarnesi. Jón sigraði í öllum sínum greinum á mótinu, alls sex talsins, og Sunna lék sama leik í sínum fjór- um greinum. ■ JÓN ARNAR MAGNÚSSON Sigraði í öllum sínum greinum og var í sigursveit Breiðabliks í boðhlaupi Meistaramót Íslands: Jón Arnar sigursæll Jón Arnór óþreyjufullur að komast út aftur: Upplifun að æfa með Dallas JÓN ARNÓR STEFÁNSSON Er á leið aftur í æfingabúðir með Dallas Mavericks.  19.15 Fylkisvöllur Topplið Fylkis fær ÍBV í heimsókn í fyrs- ta leik 12. umferðar Landsbankadeildar- innar.  16.20 RÚV Canon mótið í golfi. Endursýndur þáttur frá kvöldinu áður.  15.10 Sýn Trans World Sport (Íþróttir um allan heim). Endursýnt kl. 19.00 og 01.50

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.