Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.07.2003, Qupperneq 19

Fréttablaðið - 29.07.2003, Qupperneq 19
■ Fótbolti ÞRIÐJUDAGUR 29. júlí 2003 FÓTBOLTI „Það er skýlaus krafa mín, forráðamanna og annarra stuðningsmanna að taka öll þrjú stigin í heimaleikjunum,“ sagði Aðalsteinn Víglundsson, þjálfari Fylkis, en liðið er í efsta sæti Landsbankadeildarinnar eftir 11.umferðir og fær ÍBV í heim- sókn í kvöld. „Þetta er búið að vera óvenju- legt mót hingað til í sumar og langt síðan að staðan hefur verið þetta jöfn. Það er ein ástæða þess að við nálgumst alla andstæðinga með virðingu því öll félögin geta unnið öll önnur félög á góðum degi. Það er kannski helsta breyt- ingin frá fyrri mótum að það var meira bil á milli félaga. Þetta er afleiðing þess að það er mikill agi hjá félögunum og fótboltinn er tekinn alvarlega.“ Aðalsteinn segir að gæta þurfi vel að sóknarmönnum Eyja- manna. „Það vita allir sem spilað hafa við Eyjamenn að það er aldrei auðvelt. Þeir eru vinnu- samir og duglegir úti á vellinum og eiga skæða framherja, þá Gunnar Heiðar [Þorvaldsson] og Steingrím [Jóhannesson]. En ætl- unin hjá okkur er að halda okkar striki og til þess verðum við að sigra.“ ■ AÐALSTEINN VÍGLUNDSSON Segir Eyjamenn eiga stórhættulega sóknarmenn. EYJÓLFUR HÆTTUR Eyjólfur Sverrisson lék sinn síðasta leik sem atvinnumaður í knattspyrnu á heimavelli Hertu Berlín í sér- stökum kveðjuleik fyrir hann og Michael Preetz. Eyjólfur sagði eftir leikinn að þetta væri sér ógleymanleg stund og ekki væri hægt að hætta með skemmtilegri hætti. FREKARI LEIT Forráðamenn Real Madrid leita logandi ljósi að varnarmanni eftir að Argentínumað- urinn Gabriel Milito stóðst ekki læknisskoðun hjá félaginu. Sem stendur hafa þeir augastað á franska landsliðsmanninum Phillip Mexés en hann þykir hafa staðið sig mjög vel með Auxerre und- anfarin ár. Heimildir herma að klásúla í samningi hans leyfi honum að fara fyrir fjórar millj- ónir evra [350 milljónir króna] sem er gjafverð fyrir franskan landsliðsmann. Aðrir á lista Real eru Walter Samuel hjá Roma og Christoph Metzelder hjá Dort- mund. FERSKUR VINDUR Ronaldinho spilaði sinn fyrsta leik með Barcelona í vináttuleik gegn Juventus. Leikurinn endaði 2-2 en Barcelona sigraði í vítakeppni. Ronaldinho kom inn á í seinni hálfleik og hafði Frank Rijkaard þjálfari Barca á orði að hann hefði komið sem ferskur vindur inn í leikinn, svo vel hefði hann staðið sig. VIEIRA ÚTI Patrick Vieira fyrir- liði Arsenal er enn að reyna að ná sér af hnémeiðslum sem hann hlaut fyr- ir þremur mánuð- um í leik gegn Manchester United í ensku úrvalsdeild- inni. Eykur það enn á áhyggjur Wenger framkvæmdastjóra Arsenal að Vieira á enn eftir að skrifa undir framlengdan samning við liðið en hann á einungis eitt ár eftir af núverandi samningi. REID ILLUR Peter Reid stjóri Leeds hefur varað leikmenn sína við að ef þeir fylgi honum ekki að málum með stjórn liðsins geti þeir tekið pokann sinn. Kemur þessi yfirlýsing í framhaldi af fréttum enskra fjölmiðla um að Mark Viduka hafi óskað eftir að vera seldur frá félaginu. HÓTUN KEANE Roy Keane hinn litríki fyrirliði Manchester United segist ætla að leggja skóna á hilluna að ári ef hann verður ekki kominn í sitt besta form í fyrstu leikj- um liðsins í úrvals- deildinni í vetur. Hann hefur glímt við meiðsli um langan tíma og honum gengur verr en búist var við að ná sér aftur á strik. Aðalsteinn Víglundsson, þjálfari Fylkis: Sigur er skýlaus krafa

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.