Fréttablaðið - 29.07.2003, Side 28

Fréttablaðið - 29.07.2003, Side 28
28 29. júlí 2003 ÞRIÐJUDAGUR ■ Áhugamál ■ Jarðarfarir Kennari við nemanda: „Hvað eralgengasta svarið við spurningu kennara?“ Nemandi: „Ég veit það ekki.“ Kennari: „Það er rétt.“ Með súrmjólkinni Ég held að þetta sé í blóðinu,“segir Sigríður Ásgeirsdóttir , lögfræðingur og formaður Dýra- verndunarsambands Íslands, um áhuga sinn fyrir velferð dýra. „Það voru margir kettir á æsku- heimili mínu og við hjónin áttum tvo hunda þótt það hafði verið bannað á þeim tíma,“ segir hún. Sigríður var gift Hafsteini heitn- um Baldvinssyni lögfræðingi og ráku þau saman lögmannsstofu um áratugaskeið. Nú einbeitir Sig- ríður sér að dýrunum og hefur reyndar gert lengi. Hún var ein af þeim sem stóðu að Dýraspítala Watson sem settur var upp í Víði- dal og var sá fyrsti sinnar tegund- ar hér á landi. Þá starfaði Sigríður lengi sem lögfræðingur fyrir Fé- lag einstæðra foreldra: „Tryggvi Gunnarsson langömmubróðir minn stofnaði Dýraverndunarfélag Reykjavík- ur en hann var einnig mikill áhugamaður um náttúru og gróð- ur. Hann beitti sér fyrir stofnun Alþingisgarðsins bak við Alþing- ishúsið en þar er hann einmitt grafinn.“ Yngra fólk ætti að kannast við Tryggva Gunnarsson því mynd af honum prýddi græna hundrað krónu seðilinn sem nýlega var tek- inn úr umferð. Annað skyldmenni Sigríðar var á fimmhundruð króna seðlinum sem einnig var grænn á sínu tíma: „Það var Hannes Haf- stein en hann var afi minn,“ segir Sigríður sem ætlar að halda áfram óeigingjörnu starfi sínu fyrir dýr- in í landinu um ókomna tíð. ■ SIGRÍÐUR ÁSGEIRSDÓTTIR Hefur áhuga fyrir velferð dýra í blóðinu. Persónan SIGRÍÐUR ÁSGEIRSDÓTTIR ■ lögfræðingur er formaður Dýravernd- unarsambands Íslands. Hún fagnar nýj- um viðmiðunarreglum um hundabú. Forfeður á peningaseðlum Ég hef verið framkvæmda-stjóri hátíðarinnar í tvö ár núna, þetta er annað árið mitt,“ segir Geir Jón Þórisson, yfirlög- regluþjónn í Reykjavík. „Þetta er 54. Kotmótið og það hefst strax á fimmtudagskvöld með Gospel- veislu.“ Um síðustu helgi var einmitt gospelnámskeið hjá þeim í Kot- inu og heppnaðist hún rosalega vel. Þar náðist að smala í 200 radda kór og sú samsetning syng- ur ofan í gesti Hvítasunnufólks í Kirkjubæjarkoti í Fljótshlíð á sunnudagskvöld. Ef það rignir lumar Geir Jón á hluta gamla tívolísins í Hveragerði. 3000 fer- metra veislusalur. Þau kalla hann Örkina, í höfuðið á Örkinni hans Nóa: „Við búumst við 2000 manns en höfum góða aðstöðu fyrir 3000. Bæði á tjaldstæðum og svo er þarna svefnpokapláss. En þetta er með sérstakari fjöl- skylduhátíðum. Vímulaus með öllu, en það eru ýmsir kristnir söfnuðir sem standa að hátíð- inni.“ Auðvitað verður messað yfir hópnum og verða þar innlendir guðsmenn í aðalhlutverki. En Geir Jón segir að hátíðin brúi ald- ursbilið. Þó hafa þeir eitthvað sérstaklega í boði fyrir unglinga og börn. Dansleiki og sérstakt barnamót fyrir þau yngri. „Við verðum í góðum gír og enn betri fíling í Fljótshlíðinni um helgina,“ segir Geir Jón og heldur áfram að skipuleggja þessa sérstæðu hátíð. ■ Yfirlögreglu- þjónn með útihátíð GEIR JÓN ÞÓRISSON Yfirlögregluþjónn í sumarfríi. Sér um úthátíð hvítasunnufólks í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð. Útihátíð GEIR JÓN ÞÓRISSON ■ yfirlögregluþjónn í framkvæmda- stjórastafi. Hvítasunnufólk með útihátíð um Verslunarmannahelgina. Gospeltón- leikar, unglingaball og barnadagur. Það verður mikið stuð og allir í góðum fíling um helgina, vímulaust. Íundirbúningi er stofnun samtakasem ætla að beita sér fyrir bens- ínlausum degi 1. ágúst næstkom- andi. Stofnun samtakanna á rætur í fréttum undangenginna vikna um meint samráð olíufé- laganna á verð- lagningu og vænta aðstandendur almennrar þátttöku landsmanna með því að kaupa alls ekki bensín 1. ágúst. Í dreifbréfi á netinu er meðal annars að finna þessa setn- ingu í hvatningarávarpi hópsins: „...látum við jakkafatamenn á glansskóm rúlla yfir okkur og glot- ta framan í okkur í kvöldfréttun- um - þeir eru of uppteknir við lax- veiðar til að geta svarað spurning- um fréttamanna.“ Kaffi Reykjavík er komiðheim. Stofnandinn Valur Magnússon, hefur tekið aftur yfir staðinn sinn og nú á að breyta og betrumbæta. Þessi staður hefur um árabil verið langvinsælasti staður landsins, sérstaklega hvað fullorðið fólk varðar. En eftir að Valur seldi fór aðsóknin hægt og hægt dvín- andi. Valur ætlar hinsvegar að opna eftir tvær vikur og þessi vani veitingamaður mun örugg- lega ná að kýla upp aðsókn og stemmningu á skömmum tíma. Fréttiraf fólki Ég fer reglulega í veiði,“ segirGunnar Helgason, leikari og leikstjóri, um sitt helsta áhugamál. „Er einmitt að pakka núna. Á leið- inni út á land. Tek stöngina með og við strákurinn minn rennum alveg örugglega fyrir fisk. En þótt ég veiði á flugu þá er ég enn ekki far- inn að hnýta sjálfur. Það kemur samt að því, fyrr eða síðar.“ 15.00 Minningarathöfn í Fossvogskirkju um Gísla Sigurðsson frá Hraunási. ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Kóreustríðið Atlantsolía Grísirnir voru 22 talsins.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.