Fréttablaðið - 29.07.2003, Page 30
29. júlí 2003 ÞRIÐJUDAGUR
Hann var uppáhaldið mitt íæsku,“ segir Ómar Ragnars-
son um bandaríska skemmtikraft-
inn Bob Hope sem lést í fyrra-
kvöld, hundrað ára að aldri. „Bob
Hope var meistari tímasetning-
anna. Engin hafði betri tímasetn-
ingar í bransanum þar sem saman
fóru tilsvör og svipur. Hann bjó
yfir ótrúlegri
tækni á þessu sviði
og var í raun
meistari tilsvar-
anna,“ segir Ómar
sem eins og aðrir
skemmtikraftar
lærði mikið af Bob
Hope þó hann við-
urkenni fúslega að
hafa aldrei náð að
beisla alla þá
tækni sem Bob bjó yfir:
„Bob Hope og Bing Crosby voru
félagar og og skemmtu sem slíkir.
Ég man vel eftir þeim syngja sam-
an Don´t Fench Me In sem í raun
var fyrsta kántrýlagið sem varð
vinsælt hér á landi,“ segir Ómar og
bætir því við að leitun sé að öðrum
eins kómíker og Bob Hope var: „Ef
ég ætti að nefna eina Íslendinginn
sem kemst nálægt því sem Bob
Hope var að gera með tilsvörum
sínum og svipbrigðum þá er það
Bessi Bjarnason. Hann hefur ein-
nig þessa tilfinningu fyrir tíma-
setningu sem er svo mikilvæg öll-
um gamanleikurum.“ ■
Andlát
■ Bandaríski skemmtikrafturinn Bob
Hope lést í fyrrakvöld, hundrað ára að
aldri. Hann var í uppáhaldi hjá Ómari
Ragnarssyni.
Imbakassinn
Meistari tilsvaranna allur
VERSLUNIN
HÆTTIR
K R I N G L A N , S . 5 3 3 5 1 5 0
Enn meiri
verðlækkun!
ALLT Á AÐ SELJAST
Aðeins
4 verð:
990
1.990
2.990
3.990
Foreldrar - Elskum börnin okkar
Veist þú hvað unglingurinn þinn ætlar að gera
um verslunarmannahelgina?
Flugeiðir
2x10
Sala á regnhlífum er hafin íHagkaupum í fyrsta sinn í
sögu verslunarinnar. Svara Hag-
kaupsmenn þar eins og oftar
nýrri eftirspurn sem byggir á
breyttu loftslagi í höfuðborginni
en aldrei þessu vant rignir nú lóð-
rétt í Reykjavík. Og það í logni.
Kjöraðstæður fyrir notkun regn-
hlífa.
Afgreiðslustúlka í Hagkaupum
segir að regnhlífarnar séu bæði
til sölu í leikfangadeild verslun-
arinnar svo og í matvöruverslun-
inni. Um er að ræða skrautlegar
og litsterkar regnhlífar úr plasti
sem kosta aðeins 399 krónur. Er
salan í þeim verulega góð, að
sögn starfsmanna.
Breytingarnar á rigningunni í
Reykjavík helgast einna helst af
því að nú rignir oftar en áður í
logni. Veðurfræðingar hafa ein-
nig tekið undir þá skoðun að regn-
droparnir hafi stækkað og það
eitt stuðlar að lóðréttri rigningu
ekki síður en lognið. Skýra veður-
fræðingarnir stækkun regn-
dropana með breyttum skilyrðum
í háloftunum en þegar best lætur
minnir rigningin í höfuðborginni
á það sem gerist í Mið-Evrópu á
slíkum dögum. Getur bæði verið
skemmtilegt og þarflegt að vera
með regnhlíf þegar svo viðrar.
„Ég get nú varla tekið undir
þetta,“ segir Víðir Þorgrímsson í
Tösku og hanskabúðinni á Skóla-
vörðustíg. „Þó er ég búinn að
selja regnhlífar í 35 ár. Fólk kaup-
ir regnhlífar eins og annað þegar
það þarf á þeim að halda.“
Víðir í Tösku og hanskabúðinni
hefur reynt að vera með vand-
aðar regnhlífar í verslun sinni og
kaupir þær helst ekki inn nema
með 8-12 teinum: „Fjögurra teina
regnhlífar hafa ekki þolað ís-
lenskt veðurfar og átt það til að
fjúka upp. Þess vegna hef ég
reynt að vera með milliverð á
regnhlífunum því fólki sárnar
skiljanlega þegar dýr regnhlíf
fýkur upp í hvassviðri,“ segir
Víður sem býður góðar regnhlífar
á verðinu frá 800 krónum og upp
í 2.500 krónur: „Það er að sjálf-
sögðu hægt að fá miklu dýrari
regnhlífar en ég hef reynt að hafa
þetta í takt við íslenskt veður.“
eir@frettabladid.is
Og þú!
Þú, þúhreyfir
þig ekki!
Lárétt: 1 ávöxtur, 6 meiða, 7 malla, 9
tveir sérhljóðar, 10 nem, 11 kenna góða
hegðun, 12 flana, 13 málmpinni, 15 ullar-
hnoðri, 17 komist.
Lóðrétt: 1 tréílátið, 2 fæða, 3 karlfugl, 4
tuddinn, 5 hrista , 8 lyf, 11 herbergi, 14
tveir eins, 16 ær.
1
7
8
10
13 14
16 17
19
18
15
2 3 4 5
12
9
11
6
Lausn: Lárétt:1ananas,6særa,7krau-
ma,9ua,10tek,11siða,12ana,13nál,
15ló,17náir.
Lóðrétt: 1askurinn,2næra,3ara,4
nautið,5skaka,8meðal,11sali,14áá,
16óð.
ÓMAR
RAGNARSSON
Bob Hope var
uppáhaldið.
BOB HOPE
Bjó yfir sérstakri tækni skopleikarans.
REGNHLÍFAFÓLK
Sjaldgæf sjón í Reykjavík: Brosandi fólk með regnhlífar.
Rigning
■ Breyting hefur orðið á úrkomu á suð-
vesturhorni landsins og nú getur fólk auð-
veldlega notað regnhlífar sem fram til þessa
hefur verið nánast ómögulegt. Rigningin í
sumar hefur verið lóðrétt í Reykjavík og má
þakka það logni og svo hugsanlegri stækk-
un regndropa sem veðurfræðingar skýra
með háloftakenningum alls konar.
Loks regnhlífar
í Reykjavík