Fréttablaðið - 29.07.2003, Síða 32
Bakþankar
KRISTÍNAR HELGU
GUNNARSDÓTTUR
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500
Drepum
sendiboðann
Vatnaskógur er í Svínadal skammt frá Saurbæ
í Hvalfirði og ekki nema 65 km frá Reykjavík
Sæludagar í Vatnaskógi
um Verslunarmannahelgina
1.–4. ágúst 2003
Koddaslagur
Knattspyrna
Kassabílar
Kaffihús
Barnastundir
Skógarmannakvöldvökur
Bátar
Flugeldar
Barnadagskrá
Fræðslustund
Vatnafjör
Varðeldur
Helgistundir
Unglingadagskrá
Bænastundir
Sæludagar
Ellen KristjánsdóttirKK
Magnús Eiríksson
Hátíðarguðsþjónusta
í tilefni 80 ára afmælis sumarbúðanna
í Vatnaskógi. Sr. Sigurður Pálsson
Hallgrímskirkju Reykjavík.
fyrir alla
fjölskylduna
Verð aðeins
3.000 kr. fyrir alla helgina
7.000 kr. hámark fyrir fjölskylduna
Dagsheimsókn 2.000 kr.
Tónleikar 2.000 kr.
Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu KFUM og KFUK í síma 588 8899 og á heimasíðu www.kfum.is
Stórtónleikar á laugardagskvöldi
Án áfengis
að sjálfsögðu
Þingmaður leggur til að leitaðverði í dyrum og dyngjum að
sendiboðanum, svikaranum sem lak
upplýsingum til almennings um sam-
ráðssamsæri olíufurstanna. Það hlýt-
ur hver maður að sjá að það er kjarni
þessa máls. Að auki skal gera málið
hápólitískt með því að draga borgar-
meistarann upp í hæstu flaggstöng,
skítt veri með þótt einn olíufurstanna
hafi verið spúsi í æðstaráðinu á land-
inu bláa. Koddahjal hjóna er ævaforn
siður. Hvernig var dagurinn þinn,
elskan? Æ, nei annars, ekki segja
mér. Alls ekki segja mér. Það er best
ég viti sem minnst hvað þú ert að
bjástra.
SAMVINNUSTEFNAN hefur líka
greinilega verið höfð að leiðarljósi
þegar gamlir samvinnumenn unnu
saman að því að finna rétt olíuverð.
Þar hefur þó samvinnuhugsjónin not-
ið sín sem aldrei fyrr. Já, pólitík er
viðkvæmt musteri og ráðlegast að
kasta sem fæstum hnullungunum úr
því glerhúsi.
EN NÚ þegar pöpullinn reifar svika-
myllu aðalsins í sumarhúsum, tjald-
vögnum, veiðikofum og á fjallstind-
um ríkir þögnin ein. Furstar og ráð-
gjafar þeirra þegja líkt og þeir séu
tunguskornir. Brátt bera þeir jafnvel
fyrir sig hæsi líkt og góður leikari en
verri forseti gerði vestan hafs á sín-
um tíma þegar hann lenti í klípu. Að
tala er silfur, að þegja er gull. Ef
maður þegir nógu lengi fara menn
kannski að ræða eitthvað annað og
fjölmiðlar hljóta að gefast upp ef þeir
fá nógu oft svarið: No comment.
HIÐ HÁLEYNILEGA trúnaðar-
tæki tölvupóstur er snilldarinnar
samskiptaleið slyngra samsæris-
manna. Þar er komin einföld leið sem
óhætt er að mæla með við CIA, MI5,
KGB og mafíur. Einu notendaleið-
beiningarnar eru; Eyðið þessum pósti
að lestri loknum. Lögregluforinginn
orðumprýddi tvístígur vandræða-
lega, biður menn að vera formlegri,
vill ekki taka við frumskýrslunni
góðu frá Samkeppnisstofnun og kast-
ar boltanum frá sér eins og glóandi
eldhnetti. Auðvitað eiga menn líka að
reyna að vera formlegri en svo að
jarma út sérstakan fund með lögg-
unni og bjóða upp á lesefni. Svoleiðis
kaffiboð eru auðvitað bara til
skemmtunar. Það þarf að senda bréf,
tína til fylgigögn, stimpla og fara á
pósthús. En hvað sem því líður skal
stóra málið fyrst og fremst vera að
drepa sendiboðann. ■