Fréttablaðið - 06.08.2003, Side 9
■ Ástralía
9MIÐVIKUDAGUR 6. ágúst 2003
JAKARTA, AP Þrettán manns létu líf-
ið og hátt í 150 særðust þegar öfl-
ug bílasprengja sprakk fyrir utan
Marriot-hótelið í miðri Jakarta í
Indónesíu. Á meðal þeirra sem
létust var hollenskur bankastjóri,
öryggisverðir og óbreyttir indó-
nesískir borgarar. Talið er að um
sjálfsmorðsárás hafi verið að
ræða.
Enn hefur enginn lýst ábyrgð á
tilræðinu á hendur sér, en grunur
leikur á að hryðjuverkasamtökin
Jemaah Islamiyah hafi staðið á
bak við verknaðinn. Í kjölfar
sprengjuárásanna á eynni Balí í
október á síðasta ári lýstu yfirvöld
því yfir að búast mætti við frekari
hryðjuverkum á indónesískri
grundu og hétu því að uppræta
starfsemi herskárra öfgasamtaka.
Marriot hótelið er í fjármála-
hverfi indónesísku höfuðborgar-
innar, skammt frá fjölda sendi-
ráða. Hótelið er mikið sótt af er-
lendum gestum, auk þess sem þar
eru haldnar móttökur á vegum
bandaríska sendiráðsins. Sendiráð
Noregs, Svíþjóðar, Finnlands og
Danmerkur eru staðsett við hlið-
ina á hótelinu og voru þau rýmd í
kjölfar sprengingarinnar. ■
Félagsþjónustan
Aukin fjár-
hagsaðstoð
FÉLAGSMÁL Fjöldi fjárhagsaðstoð-
armála félagsþjónustunnar jókst
talsvert milli áranna 2001 og 2002.
Árið 2001 komu upp 2.955 fjárhag-
slík mál en árið eftir voru þau
3.575 talsins.
Fjöldi fjárhagsaðstoðarmála
jókst í öllum borgarhlutum á milli
ára. Flest fjárhagsaðstoðarmálin
komu upp í Breiðholti og Árbæ, en
31,4% málanna komu upp þar.
Vesturbær og Miðbær fylgja í
kjölfarið með 30,4% tilfella. Fá til-
felli koma hins vegar upp í Graf-
arvogi, en þar komu upp 402 mál
og er það 11,2% af heildarmála-
fjölda. ■
RÚSTIRNAR SKOÐAÐAR
Húsin, sem flugvélin rakst á, skemmdust
verulega en íbúar þeirra sluppu að mestu
ómeiddir.
Þota fórst:
Rakst á
þrjú hús
CONNECTICUT, AP Lítil þota fórst
þegar hún var á leið inn til lend-
ingar á flugvelli í bænum Groton í
Connecticut í Bandaríkjunum.
Þotan rakst á þrjú hús og hafnaði
í á. Tveir flugmenn voru um borð
og létu þeir báðir lífið.
Eldur kviknaði í tveimur hús-
anna og eru þau gjörónýt. Kona
sem búsett var í öðru húsinu
meiddist lítilega þegar hún stökk
út um glugga á flótta undan eld-
hafinu. Talið er að á annan tug
manna hafi misst heimili sín
vegna atviksins.
Ekki liggur fyrir hvað olli slys-
inu. Flugriti vélarinnar er fundinn
og hefur rannsókn þegar verið
hrint af stað. ■
SLÖKKVILIÐSMENN Á VETTVANGI
Neðstu hæðir hótelsins urðu fyrir töluverðum skemmdum í sprengingunni auk þess sem
fjöldi ökutækja eyðilagðist.
Sprengjuárás á hóteli í fjármálahverfi Jakarta:
Þrettán fórust og
hátt í 150 særðust
MEÐ HNÍF OG KYLFU Í FLUGVÉL
Þrítugur karlmaður var handtek-
inn í Ástralíu eftir að hnífur og
kylfa fannst í fórum hans um
borð í farþegaflugvél. Það var
flugþjónn sem kom auga á vopnin
og gerði þau upptæk.
Maður sem fékk
hjartaáfall:
Hundur
kom í veg
fyrir hjálp
MOSKVA,AP Sjúkraliðar sem ætluðu
að veita manni aðstoð sem hafði
fengið hjartaáfall komust ekki að
honum vegna árvökuls varðhund-
ar hans sem gætti eiganda síns
með kjafti og klóm. Fyrir vikið
lést maðurinn, 54 ára að aldri.
Atvikið átti sér stað í borginni
Chelyabinsk í Rússlandi. „Allar
tilraunir sjúkraliða til að komast
að deyjandi manninum voru
hindraðar af hans fjórleggjaða
vini,“ sagði í frétt ITAR-Tass
fréttastofunnar.
Lögreglan var kölluð á vett-
vang og skaut hundinn. Það var
hins vegar of seint því maðurinn
lést áður en læknar gátu sinnt
honum. ■