Fréttablaðið - 06.08.2003, Side 15

Fréttablaðið - 06.08.2003, Side 15
Fréttiraf fólki MIÐVIKUDAGUR 6. ágúst 2003 Útfararstofa í Rio, Brasilíu,hefur vakið upp usla með aug- lýsingaherferð sem mörgum þyk- ir nokkuð ósmekkleg. Í sjónvarps- auglýsingunni segir þulurinn nefnilega í endann; „Enginn við- skiptavinur hefur nokkurn tím- ann kvartað“. Stofan selur einnig líftrygging- ar og hefur slagorð þeirra þar einnig pirrað siðprúðari borgara Rio. Í auglýsingu þeirra fyrir þær segir nefnilega; „Með okkar líf- tryggingum verður þú svo ánægð- ur að þú munt þakka Guði fyrir persónulega.“ Þær sjónvarpsstöðvar sem keyrt hafa út auglýsingarnar hafa fengið fjölda kvartana, enda margir Brasilíubúar heittrúaðir. Í viðtali við dagblaðið í São Paulo, Folha, sagði forstjóri fyrir- tækisins að erfitt væri að mark- aðssetja dauðann. „Ef þú blandar inn húmor, auðveldar það málið fyrir alla,“ sagði hann skælbros- andi. Herferðin hefur aukið við- skipti stofunnar um 35% frá því á síðasta ári. Útfararstofan styrkir einnig vinsælan fótboltaútvarps- þátt og fær í staðinn að útnefna versta leikmann hvers leiks, sem þá hlýtur titilinn „dauðasti leik- maður vallarins“. ■ Skrýtnafréttin Útfarastofa veldur usla MAÐURINN MEÐ LJÁINN „Alltaf í stuði, steiiiindauður!“ Rapparinn Eminem hefur beðiðdómsstóla í Michigan um að vísa frá lögsókn sem fyrrum skólafélagi höfðaði gegn hon- um. Maðurinn, sem heitir DeAngelo Baily, segist hafa átt erfitt uppdráttar eftir að Eminem gaf út lagið „Brain Damage“ sem var að finna á fyrstu plötu hans. Þar nefnir hann manninn rudda úr skólanum sem átti að hafa beitt glókollinn ít- rekað líkamlegu ofbeldi. Lögmenn Eminem segja að maðurinn sé ein- ungis að reyna fiska seðla í tjörn sem er ekki hans. Vinurinn Matt LeBlanc segistekki hafa áhyggjur af því að væntanlegur þáttur um Joey muni floppa. Eftir að tíundu og síð- ustu seríu Friends lýkur mun Joey flytjast yfir til Los Angeles, hefja þar nýtt líf í nýrri þáttaröð sem fjall- ar einungis um hann. Fyrri dæmi um slíka útúrdúra frá vin- sælum þáttum hafa gengið mis- vel. Fraiser sló í gegn á meðan þættirnir sem liðið úr Seinfeld gerðu floppuðu. LeBlanc segist viss um velgengni því ólíkt Sein- feld-liðinu sé verið að halda áfram með persónu sem nú þeg- ar er vinsæla en ekki verið að reyna skapa nýja. Nýjasta mynd leikaraparsinsBen Affleck og Jennifer Lopez, Gigli, hlaut dræma aðsókn frumsýningahelgina. Framleið- endur urðu fyrir miklum von- brigðum því aðeins brotabrot af framleiðslukostnaði skilaði sér aftur í kassann fyrstu helgina. Myndin varð í sjöunda sæti yfir aðsóknarmestu myndir landsins um helgina. Það var þriðja myndin í American Pie röðinni sem náði toppsætinu. Síðrokkssveitin Mogwai hefurá ferli sínum verið mjög mis- tæk. Hún byrjaði vel með „Young Team“, en stóð svo rétt undir væntingum með plötunni „Come On Die Young“ en missti niður um sig buxurnar með þriðju plötunni „Rock Action“. Sú plata þótti vera upphafið af niðursveiflu síðrokksins, mörg- um til ama ... öðrum til mikillar ánægju. Þeir í Mogwai þola greinilega mótlætið ágætlega því þeir snúa aftur með fjórðu plötuna, „Happy Songs for Happy People“, tveimur árum eftir fallið. Platan ætti að koma síðrokksleiðum skemmti- lega á óvart, því Mogwai eru svo sannarlega búnir að hífa upp um sig buxurnar. Og búið að læsa þeim um mittið með góðu belti. Nýja platan er án efa besta plata þeirra frá upphafi. Kaldhæðnin leynir sér ekki í titli plötunnar, því lögin eru flest hádramatísk. Það sem færir þessa plötu þó yfir aðrar er að nú tekst sveitinni loksins að sigrast á sín- um helsta djöfli, stefnuleysinu. Lögin eru ekki þessi eðlis að þau byrji á einu litlu stefi og hlaðið svo á sig þangað til að krafturinn og reverb-hafið hefur náð hámarki. Hér eru virkilega fínar lagasmíð- ar á ferð og skemmtilegar hljóð- verspælingar gerðar í eftir- vinnslu. Fínasta afurð, flytur síðrokkið loksins í nýjar áttir og allt útlit fyrir að ullarhúfuliðið verði sveimandi í kringum okkur eitt- hvað lengur, þó kannski örlítið fín- pússaðara en áður. Birgir Örn Steinarsson Umfjölluntónlist MOGWAI: Happy Songs for Happy People Hefnd ullarhúfunnar

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.