Fréttablaðið - 06.08.2003, Blaðsíða 14
■ ■ KVIKMYNDIR
Sjá www.kvikmyndir.is
c Sambíóin Kringlunni, s. 588 0800
c Sambíóin Álfabakka, s. 587 8900
c Háskólabíó, s. 530 1919
c Laugarásbíó, s. 5532075
c Regnboginn, s. 551 9000
c Smárabíó, s. 564 0000
c Borgarbíó, Akureyri, s. 462 3500
■ ■ FRIÐARATHAFNIR
22.30 Íslenskar friðarhreyfingar
standa að kertafleytingu á Reykjavík-
urtjörn í minningu fórnarlamba kjarn-
orkuárásanna á japönsku borgirnar
Hírósíma og Nagasakí 6. og 9. ágúst
1945. Safnast verður saman við suðvest-
urbakka Tjarnarinnar þar sem Þorbjörn
Broddason prófessor flytur ávarp og
Ingibjörg Haraldsdóttir les ljóð.
22.00 Kertafleyting verður við
tjörnina fyrir framan Minjasafnið á Ak-
ureyri til að minnast fórnarlamba kjarn-
orkusprengjanna á Japan 1945. Athöfn-
in hefst með stuttu ávarpi og ljóðalestri.
Eftir það verður kertum fleytt.
■ ■ OPNUN
Torfhildur Steingrímsdóttir lista-
kona opnar myndlistarsýningu í Kaffi
Espresso í Spönginni í Reykjavík. Stend-
ur hún út ágústmánuð. Á sýningu þess-
ari eru bæði olíumálverk og vatnslita-
myndir.
■ ■ LEIKLIST
20.00 Reykvíska listaleikhúsið
sýnir Líknarann að Nýlendugötu 15.
■ ■ SKEMMTANIR
20.30 Listasumar í Súðavík verður
sett í fimmta sinn á grunnskólaplaninu.
Hitað verður upp fyrir helgina með lif-
andi tónlist undir hressum dansi fjöl-
skyldunnar. Boðið verður upp á kvöld-
kaffi með stórri afmælistertu.
■ ■ SÝNINGAR
Í Gerðarsafni í Kópavogi stendur yfir
sýning á málverkum Jóhannesar Kjar-
vals úr einkasafni Þorvaldar Guðmunds-
sonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur.
14 6. ágúst 2003 MIÐVIKUDAGUR
hvað?hvar?hvenær?
3 4 5 6 7 8 9
ÁGÚST
Miðvikudagur
KVIKMYNDIR Vinsældir Pirates of the
Carribean í Bandaríkjunum komu
flestum á óvart, þá aðallega leik-
arahópnum. Bíósumarið í ár hefur
verið hlaðið framhaldsmyndum,
sem hafa þótt misgóðar, og eitt-
hvað hefur dregið úr aðsókn vest-
anhafs. Leið sjóræningjanna upp
á toppinn var því kannski greiðari
en marga hafi grunað fyrir fram.
Í áraraðir hefur skemmtitækið
Pirates of the Carribean verið
með þeim vinsælari í Dis-
neyworld í Flórída. Þetta varð til
þess að einhver innan Disneyfyr-
irtækisins fékk þá flugu í höfuðið
að gera kvikmynd sem myndi
fanga anda tækisins. Sjóræningj-
ar hafa ekki verið vinsælir í
Hollywood lengi, eða allt frá því
að Renny Harlin gerði myndina
Cutthroad Island árið 1995, og
hugmyndin því gripin á lofti.
Myndin fjallar um hóp sjóræn-
ingja sem neyddir eru til þess að
endurheimta fjársjóð er þeir
höfðu hnuplað frá Aztekum
nokkrum árum áður. Þegar þeir
stálu gullinu fengu þeir yfir sig
bölvun sem olli því að hinn illi
Barbossa (Geoffrey Rush) og öll
hans áhöfn urðu „lifandi dauðir“:
Þeir voru dæmdir til að sigla um
karabíska hafið um alla tíð. Þegar
máninn skín á hold þeirra, breyt-
ast þeir í rotnandi beinagrindur
sem hefur líklegast ekki aukið
kvenhylli þeirra þegar þeir komu
í höfn. Þegar myndin byrjar hefur
draugaáhöfninni tekist að endur-
heimta allan fjársjóðinn nema
eina hálsfesti sem er nú í eigu El-
ísabetar (Keira Knightley)sem er
ung dóttir ríkisstjóra hafnarbæj-
arins Port Royal.
Áhöfnin stelur skipi sjóræningj-
ans Jack Sparrow (Johnny Depp)
og rænir stúlkunni, unnusta hennar
Will Turner (Orlando Bloom) til
mikillar mæðu. Ríkisuppinn ungi
og sjóræninginn sídrukkni verða
því eitt ólíklegasta björgunarteymi
á floti. Sparrow kærir sig auðvitað
aðeins um að bjarga skipinu sínu
en Turner ætlar sér að endur-
heimta elskuna sína. Þetta reynist
svo auðvitað meira mál en til var
ætlast í upphafi.
biggi@frettabladid.is
Bölvaðar
beinagrindur
Best kaffiðí bænum
hársverði?
BIO+ fæst á hársnyrtistofum og í apótekum.
Vandamál í • psoriasis
• exem
• flasa
• skán
• hárlos
• kláði
• feitur
hársvörður
lausnin er BIO+
hársnyrtivörur frá Finnlandi
Brjóstagjafa-
fatnaður
Auðbrekku 2, s: 564 1451
Móðurást
The Strokes er nú langt kominmeð upptökur á annari plötu
sinni. Liðsmenn segja hana frekar
rólega og að áhrifin
frá Michael Jackson
leyni sér ekki. Þá
sérstaklega áhrif frá
laginu „Billie Jean“.
Aðspurðir um hvers
vegna samstarfið við
Nigel Godrich, upp-
tökustjóra Radiohead, hafi ekki
gengið, sögðust strokurnar að
vinnuaðferðir þeirra væru of ólík-
ar. The Strokes vilja eyða löngum
tíma í að finna rétta hljóminn en
Godrich hafi notað frasann; „We’ll
fix it in the mix“, óþægilega mikið
fyrir þeirra smekk.
Þrátt fyrir gífurlegar vinsældirBeyoncé Knowles á sólóbraut-
inni hefur Destiny’s Child ákveð-
ið að hefja upptökur á fjórðu
breiðskífunni á þessu ári.
Orðrómur um að yngri systir
Beyoncé, Solange Knowles, muni
bætast í hópinn hefur þó verið
kveðinn niður. Litla
systir mun þó lík-
legast koma ná-
lægt textasmíð-
um á plötunni.
Beyoncé segist
eiga bunka af
lögum sem
komust ekki á
sólóplötuna
hennar og
verða þau
flest notuð á
næstu Dest-
iny’s Child
plötu.
Slúðurblaðið National Enquirerhefur skorað á leikarann Ben
Affleck að gangast
undir lygapróf til
þess að skera úr um
hvort hann hafi far-
ið á strippbúllu í
Kanada ásamt vini
sínum Christian Sla-
ter. Leikarinn varð
æfareiður og segir blaðið vera að
ljúga. Blaðamennirnir sem skrif-
uðu greinina segjast vera með ör-
uggar heimildir og segja því að
lygapróf ætti að sanna að það sé
leikarinn sem sé að skrökva en
ekki þeir. Affleck hefur hótað
málsókn og ritstjórar blaðsins
virðast ekki ýkja hræddir.
Robbie Williams hélt umhelgina þrenna tónleika á
Knebworth í Bretlandi fyrir
framan rúmlega 125 þúsund
manns, hvert kvöld. Það var dúett
með söngvaranum Mark Owen
sem sló í gegn á tónleikunum. Þeir
hafa ekki sungið saman í 8 ár, eða
frá því að Robbie var rekinn úr
Take That. Owen er við það að
gefa út aðra sólóbreiðskífu sína
og ákvað Robbie að klappa all
verulega aftan á bakið á gamla fé-
laga sínum.
ÓLAFUR KJARTAN SIGURÐARS
Ég fer oftast á Kaffitár og fæmér kaffi latte þar,“ segir Ólaf-
ur Kjartan Sigurðarson bariton-
söngvari og segist jafnan hafa
verið mjög ánægður með kaffið
þar, þótt eitthvað hafi það reyndar
verið að klikka undanfarið. „Ég
skýst þangað gjarnan á milli æf-
inga í óperunni. Það er fínt að fara
þangað og taka kaffi með sér.“
Í dag frumsýna Sambíóin sjóræningjamyndina Pirates of the
Caribbean: The Curse of the Black Pearl sem, ótrúlegt en satt,
er byggð eftir skemmtitæki úr Disneyworld.
DÓMAR Í ERLENDUM MIÐLUM:
Internet Movie Database - 8.0 /10 (241.
sæti af 250 bestu myndum allra tíma)
Rottentomatoes.com - 77% = Fersk
Entertainment Weekly - C
Los Angeles Times - 2 stjörnur (af fimm)
PIRATES OF THE CARIBBEAN
Stórleikarinn Johnny Depp þykir mjög vandlátur á hlutverk. Hér bregður hann frá vanan-
um og leikur í sumarsmell. Túlkun hans á sjóræningjanum Jack Sparrow hefur verið lofuð
af gagnrýnendum erlendis.
Fréttiraf fólki
Sýning Snorra Ásmundssonar, sem
hann nefnir „Til þín“, hefur verið fram-
lengd til dagsins í dag. Um tvö þúsund
manns hafa séð sýninguna í þær tvær
vikur sem hún hefur verið uppi í gallerí
Kling og Bang að Laugavegi 23.
„Meistarar formsins“ nefnist stór
höggmyndasýning í Listasafni Akureyr-
ar, sem gerð er í samvinnu við Ríkis-
listasafnið í Berlín. Á sýningunni eru
verk eftir fjörutíu og þrjá listamenn, þar
af ellefu Íslendinga.
Íslensk og alþjóðleg samtímalistaverk
eru til sýnis í Safni, Laugavegi 37.
Þrjár sýningar eru í Listasafni
Reykjavíkur - Hafnarhúsinu. Þetta eru
sýningarnar Humar eða frægð -
Smekkleysa í 16 ár, Innsýn í alþjóð-
lega samtímalist á Íslandi og Erró
Stríð.
Sumarsýning í Listasafni Íslands á
úrvali verka í eigu safnsins.
Sumarsýning Handverks og Hönn-
unar stendur yfir í Aðalstræti 12. Til sýn-
is er bæði hefðbundinn listiðnaður og
nútíma hönnun úr fjölbreyttu hráefni.
Meðal þess sem sýnt er eru munir úr
tréi, roði, ull, hör, leir, selsskinni, hrein-
dýraskinni, pappír, silfri og gleri frá tut-
tugu og sex aðilum. Opið alla daga
nema mánudaga og lýkur 31. ágúst.
Í Þjóðarbókhlöðunni standa yfir
þrjár sýningar. Eins og í sögu nefnist
sýning á samspili texta og myndskreyt-
inga í barnabókum 1910-2002. Þar er
einnig sýning til minningar um Lárus
Sigurbjörnsson, safnaföður Reykvíkinga.
Loks er lítil sýning í forsal Þjóðdeildar á
Heimskringlu og Snorra-Eddu.
Sýning í anddyri Norræna hússins
sem nefnist Vestan við sól og norðan
við mána. Á sýningunni eru ljósmyndir
eftir Ragnar Th. Sigurðsson með texta
eftir Ara Trausta Guðmundsson. Sýning-
unni lýkur 31. ágúst.
Sýningin Reykjavík í hers höndum í
Íslenska stríðsárasafninu á Reyðar-
firði er sett upp af Borgarskjalasafni
Reykjavíkur og Þór Whitehead sagn-
fræðingi í samvinnu við Íslenska stríðs-
árasafnið. Á sýningunni getur nú að líta
mun meira af stríðsminjum en áður
sem koma frá Íslenska stríðsárasafninu.
Sumarsýningu í bókasal Þjóðmenn-
ingarhússins, Íslendingasögur á er-
lendum málum, er ætlað að gefa inn-
sýn í bókmenntaarfinn um leið og at-
hygli er vakin á því að fjölmargar útgáfur
Íslendingasagna eru til á erlendum mál-
um.
Sýningin Handritin stendur yfir í
Þjóðmenningarhúsinu. Sýningin er á
vegum Stofnunar Árna Magnússonar.
Einnig er þar sýning sem nefnist Ís-
landsmynd í mótun - áfangar í
kortagerð.
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is ekki
síðar en sólarhring fyrir birtingu.