Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.08.2003, Qupperneq 13

Fréttablaðið - 06.08.2003, Qupperneq 13
13MIÐVIKUDAGUR 6. ágúst 2003 FÓTBOLTI „Við erum flest sammála um að það væri gaman að fá af- gerandi miðjumann,“ segir Karl H. Hillers, formaður Chelsea- klúbbsins á Íslandi. „Ef Veron kemur ekki til Chelsea vildi ég gjarnan fá Emerson. Ég held að Chelsea hafi gert góð kaup í Glen Johnson og að verðið fyrir Ger- emi og Wayne Bridge sé ásættan- legt. Damien Duff er allt önnur stærðargráða. Hann hefur sjálfur sagt að verðið sé rugl.“ Chelseaklúbburinn áformar ferðir á þrjá heimaleiki í vetur, gegn Manchester United, 30. nóv- ember, Arsenal, 1. febrúar og Leeds, 15. maí. „Klúbburinn hefur alltaf staðið fyrir einni aðalferð á hverjum vetri. Þá afhendum við leikmanni tímabilsins á undan viðurkenningu, rétt fyrir leik á Stamford Bridge. Þetta er mjög skemmtileg athöfn fyrir þá sem taka þátt í henni.“ Leikdaga í eistaradeildinni ber upp á sömu viku og leiki Chelsea gegn United og Arsenal. Ef allt gengur félaginu í hag ná stuðn- ingsmennirnir einnig heimaleik í meistaradeildinni. Áhugasamir ættu að fylgjast með á heimasíðu klúbbsins, www.chelsea.is. ■ Juan Sebastian Veron: Málin skýrast í dag FÓTBOLTI Roman Abramovich hefur gert tilboð í marga leikmenn á þeim stutta tíma sem hann hefur verið við stjórnvölinn hjá Chelsea. Liðið mun í dag fá svar við fimmt- án milljón punda boði í Juan Sebastian Veron, leikmanni Manchester United. Miklar vanga- veltur hafa verið uppi um framtíð Argentínumannsins. Umboðsmað- ur hans segir hann tilbúinn að fara en Alex Ferguson, knattspyrnu- stjóri United, hefur lýst því yfir að Veron verði áfram í herbúðum Englandsmeistaranna. Margir eru á óskalista olíujöf- ursins, þar á meðal lykilleikmenn hjá Evrópumeisturum Real Ma- drid. Hæsta boð sem Chelsea er sagt hafa átt er 75 milljón punda boð í Raúl, framherja Madrid. Raúl hafnaði boðinu strax enda ólíklegt að hann muni nokkur tím- ann yfirgefa Bernabeu-leikvang- inn. ■ LEIKIR CHELSEA Í ÁGÚST 13.8. MSK Zilina eða Maccabi Tel-Aviv ú 17.8. Liverpool h 23.8. Leicester h 26.8. MSK Zilina eða Maccabi Tel-Aviv h 30.8. Blackburn Rovers h Maccabi Tel-Aviv leikur heimaleiki sína í meist- aradeildinni í Búdapest í Ungverjalandi. Maccabi leikur gegn MSK Zilina í kvöld en Tékkarnir unnu fyrri leikinn 1:0 í síðustu viku. NÝIR LEIKMENN CHELSEA: Damien Duff 17 milljónir punda Geremi 7 milljónir punda Glen Johnson 6 milljónir punda Wayne Bridge 7 milljónir punda Marco Ambrosio frjáls sala Jurgen Macho frjáls sala ÓSKALISTI ABRAMOVICH: MARKVÖRÐUR: Nigel Martyn Leeds VARNARMENN: Alessandro Nesta AC Milan Edgar Davids Juventus MIÐJUMENN: Patrick Vieira Arsenal Steven Gerrard Liverpool Jay Jay Okocha Bolton Joe Cole West Ham Scott Parker Charlton Jermain Jenas Newcastle Juan Sebastin Veron Manchester United Kieron Dyer Newcastle Emerson Roma Claude Makalele Real Madrid Mark van Bommel PSV Eindhoven SÓKNARMENN: Christian Vieri Inter Milan Patrick Kluivert Barcelona Andiy Shevchenko AC Milan Rivaldo AC Milan Thierry Henry Arsenal Wayne Rooney Everton Fernando Torres Atletico Madrid Raul Real Madrid Samuel Eto’s Real Mallorca KARL H. HILLERS Karl H. Hillers, formaður Chelseaklúbbsins á Ísland, telur liðið vanta afgerandi miðju- mann. FÓTBOLTI David Beckham skoraði fyrsta mark sitt fyrir Real Madrid þegar félagið vann FC Tokyo 3:0 í gær. „Þetta var aðeins vináttuleik- ur en það var frábært að skora fyrsta markið fyrir Real Madrid,“ sagði Beckham eftir leikinn. Beckham skoraði beint úr aukaspyrnu á 38. mínútu, Javier Portillo bætti við mark sex mínút- um síðar og Ronaldo setti þriðja markið undir lokin. Beckham lék á miðjunni gegn FC Tokyo því Zinedine Zidane var hvíldur vegna meiðsla í læri. „Mér hefur alltaf þótt gaman að leika á miðjunni,“ sagði Beckham eftir leikinn, „þar verður maður mun virkari þátttakandi í leiknum.“ ■ Real Madrid: Beckham skoraði beint úr aukaspyrnu DAVID BECKHAM David Beckham fagnar fyrsta marki sínu fyrir Real Madrid. JUAN SEBASTIAN VERON Chelsea mun í dag fá svar við 15 milljón punda boði í leikmanninn. Chelsea Vantar afgerandi miðjumann Varkárir Mamma Dularfullir Listrænir Lesblindir Gáfa›ir Unglingar Óvarkárir „ekki henda neinu, setjum fletta bara inn í bílskúr“ Í frí Fullor›nir Tæknivæddir Fyrir alla Venjulegir Leyndardómsfullir Pabbi Skrautlegir Ekki tilbúnir Vísitölufjölskyldan Vel skipulag›ir Har›hentir Spennufíklar fieir sem forgangsra›a Afi 93.000 eintök á mánudögum

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.