Fréttablaðið - 06.08.2003, Side 20

Fréttablaðið - 06.08.2003, Side 20
13.30 Kristján Pétur Ingimundarson blikksmíðameistari, Suðurtúni 29, Bessastaðahreppi, verður jarð- sunginn frá Digraneskirkju. 13.30 Guðmundur Kr. Guðmundsson, fyrrverandi verkstjóri, Þorláksgeisla 6, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju. 14.00 Kjellfrid Einarsson, Kirkjuvegi 5, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju. 18.00 Minningarathöfn um Önnu Soffíu Axelsdóttur Guest, Brinkworth, Englandi, verður í Kristskirkju að Landakoti við Túngötu. Skilnaðir ungra hjóna á Íslandihafa verið tíðir undanfarin ár. Aukinn hraði og miklar kröfur er talin algengasta skilnaðarorskök- in. „Það er lifað svo hratt og gerð- ar svo miklar kröfur að það leiðir oft til skilnaða. Svo kemur mjög oft inn í áfengisneysla og auðvitað það sígilda í gegnum aldirnar að þriðji aðilinn kemur inn í,“ segir Séra Vigfús Þór Árnason, sóknar- prestur í Grafarvogskirkju. Algengast er að lögskilnaður fari fram stuttu eftir að gengið er í hjónaband. Þriðjungur þeirra sem skildu að lögum á síðasta ári höfðu verið giftir skemur en sex ár og helmingur skemur en tíu ár, að því er kemur fram í tölum Hag- stofu Íslands. Vigfús segir að ung hjón sé óþolinmóðari en þau eldri og vilji ná markmiðum sínum hraðar. Það geti skapað vanda. „Hjá eldri hjónum er þetta uppsafnaður vandi í gegnum árin og miklar breytingar þegar börnin eru farin að heiman. Hjá yngri hjónum er það hraðinn og spennan og að hafa ekki áttað sig á þeim vanda sem fylgir því að fylgja hvort öðru.“ Séra Vigfús hefur gert mikið af því að aðstoða fólk vegna erfið- leika í hjónaböndum. Segist hann leggja mesta áherslu á að fólk gefi sér tíma fyrir hvort annað á hverj- um degi og ræði málin. Aðspurður segir hann að minna sé um hjóna- skilnaði á sumrin. „Þá fer fólk út í sólina og í ferðalög. Það er líka oft smá hlé fyrir hátíðar eins og jólin. Það eykst síðan oft eftir hátíðarn- ar,“ segir Vigfús. ■                                20 6. ágúst 2003 MIÐVIKUDAGUR Hún er svo ljóshærð að hún er tvotíma að horfa á 60 mínútur. ■ Jarðarfarir Pondus eftir Frode Øverli Með súrmjólkinni ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Fimm Monróvía Innipúkinn Hjónaband ■ Séra Vigfús Þór Árnason prestur í Grafarvogi, segir að ung hjón vilji ná markmiðum sínum hraðar en þau eldri. skemmtileg birta fyrir alla 93.000 eintök frítt me› Fréttabla›inu á föstudögum  sjónvarpsdagskráin vi›töl greinar ver›launagátur pistlar sta›reyndir og sta›leysur frítt á föstudögum                                             Það var maður hérna frá keppn-inni og honum leist rosalega vel á Jökulsá á fjöllum en hafði áhyggjur af aðgengi að ánni,“ seg- ir Anup Gurung, leiðsögumaður hjá Ævintýraferðum í Varmahlíð. Hann er frá Nepal en hefur verið hér á landi í tvö ár. Vill einhvern tíma flytja heim aftur, til fjölskyld- unnar, en líður samt mjög vel á Ís- landi: „Svo vorum við búnir að finna stað rétt fyrir utan Egilsstaði sem gæti virkað en eins og er þá er þetta í vinnslu. Ég ferðaðist með skipuleggjendurna um landið og við verðum bara að vona það besta,“ segir Anup. Leiðsögumenn frá Nepal er al- geng sjón þeirra sem fara í River rafting. Hér á landi eru eitthvað um 15 strákar frá Nepal sem star- fa við leiðsögn víðsvegar um land- ið. Hjá Ævintýraferðum segja þeir að þetta séu einfaldlega frábærir leiðsögumenn. Þeir eru í þessu frá blautu barnsbeini og eru margir hverjir meistarar í sinni íþrótt. Anup hefur til að mynda unnið til fjölda verðlauna á kajak og hefur séð allt í þessum efnum. Þeir eru því öruggastir, Nepalarnir. ■ Aukinn hraði og væntingar DÓMKIRKJAN Á síðasta ári gengu 1.619 pör í hjónaband á Íslandi. Níu pör staðfestu samvist, fjögur pör kvenna og fimm karla. Lögskilnaðir voru 524. Heimsmeistaramót á Íslandi? RIVER RAFTING Á ÍSLANDI Ævintýraferðir í Varmahlíð standa fyrir geggjuðum ferðum niður brjálaðar ár. ÍÞRÓTTIR Íþróttir ■ Anup Gurung varð heimsmeistari á kajak á sínum tíma en reynir nú að sann- færa skipuleggjendur heimsmeistara- keppninnar í River rafting að halda keppnina á Íslandi. Óvíst hvort af verður en Anup vonar það besta. Ah! „Öskur dauðans 3“ ...Þetta verður geðveik keyrsla! Ég býst við því... Ég fíla spennu! Ég dýrka hraða og ofbeldissenur! Einmitt! ...svo lengi sem ég hef hönd að halda í! ÞETTA var sko öskur dauðans!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.