Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.08.2003, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 06.08.2003, Qupperneq 12
12 6. ágúst 2003 MIÐVIKUDAGUR Á FLEYGIFERÐ Austurríski ofurhuginn Felix Baumgartner sést hér svífa um á sérsmíðuðum vængj- um. Hann flaug frá Dover í Englandi yfir til Calais í Frakklandi, alls 33 kílómetra leið. Flug hvað?hvar?hvenær? 3 4 5 6 7 8 9 ÁGÚST Miðvikudagur Landsliðshópurinn gegn Færeyingum: Veigar Páll valinn FÓTBOLTI Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson, landsliðsþjálfarar í knattspyrnu, hafa tilkynnt hópinn sem mætir Færeyingum í Þórs- höfn 20. ágúst næstkomandi. Þrjár breytingar eru á hópnum frá liðinu sem mætti í Litháen í júní. Heiðar Helguson, Ólafur Örn Bjarnason og Veigar Páll Gunnarsson koma inn í hópinn í stað Guðna Bergs- sonar, Gylfa Einarssonar og Tryggva Guðmundssonar. „Veigar Páll hefur verið að banka á dyrnar og frammistaða hans í sumar hefur verið góð svo að við ákváðum að gefa honum tækifæri,“ sagði Ásgeir, en Veigar Páll kemur inn í stað Tryggva sem er meiddur. Ólafur Örn Bjarnason kemur í stað Guðna Bergssonar, sem lagði sem kunnugt er skóna á hilluna í vor. „Það er ekki búið að taka ákvörðun um það hver kemur til með að leika þessa stöðu en Ólafur kemur vissulega til greina,“ segir Ásgeir. Aðspurður segir landsliðs- þjálfarinn að Kristján Örn Sig- urðsson, úr KR, sé einnig farinn að banka á landsliðsdyrnar. ■ Útilokar ekki frekari leikmannakaup Roman Abramovich kom eins og þruma úr heiðskíru lofti inn í ensku úrvalsdeildina þegar hann keypti Chelsea. Hann hefur boðið himinháar upphæðir í leikmenn. Hann veitti loks fjölmiðlum viðtal um helgina. FÓTBOLTI Roman Abramovich er 36 ára rússneskur viðskiptajöfur. Hann missti báða foreldra sína þegar hann var fjögurra ára og var ættleiddur af frænda sínum. Hann hætti snemma í skóla en komst yfir sínar fyrstu milljónir með olíuviðskiptum. Hann lauk lagaprófi á innan við ári frá há- skóla í Moskvu árið 2000. Hann er einn af stærstu hlut- höfum rússneska olíufyrirtækis- ins Sibneft, sem við sameiningu við Yukos olíufyrirtækið varð fjórða stærsta olíufyrirtæki heims. Abramovich er í 49. sæti yfir ríkustu menn heims á lista tímaritsins Forbes. Þegar Boris Jeltsín tók við stjórnartaumunum í Rússlandi tók við svokallað gullæði, þegar ríkisfyrirtæki voru seld fyrrum háttsettum meðlimum úr komm- únistaflokknum. Abramovich var ungur þegar salan átti sér stað og hefði ekki komist yfir sinn hlut nema fyrir tilstilli Boris Berzov- sky. Berzovsky þessi var einn þeirra sem kom vel undan gullæð- inu og tók Abramovich undir sinn verndarvæng. Hann féll hins veg- ar í ónáð hjá Vladimir Putin, nú- verandi forseta, og flúði land. Berzovsky er nú búsettur í London en Abramovich keypti upp allan hlut hans í Sibneft og í sjónvarpsstöðinni ORT. Abramovich var undrandi á allri þeirri athygli sem hann fékk við kaupin á Chelsea en hingað til hefur hann forðast fjölmiðla eins og heitan eldinn. Hann hefur alla tíð haft mikinn áhuga á knatt- spyrnu. Hann hefur átt þó nokkur lið í Rússlandi en hafði um skeið haft augastað á Chelsea, lið í háum gæðaflokki sem jafnframt ætti möguleika á að ná enn lengra. „Þjóðernissinnar í Rússlandi hafa gagnrýnt mig fyrir að nota ekki peningana til að byggja upp lið í heimalandinu. Málið er hins vegar að við búum ekki í frjálsu landi,“ sagði Abramovich meðal annars í viðtali við BBC- því fyrsta sem hann veitir eftir að hann keypti Chelsea. „Við erum ekki vön því að fá að eyða pening- um á þann hátt sem við viljum.“ Abramovich hefur þegar keypt fjóra leikmenn til Chelsea en er fjarri því hættur. „Ef mér finnst ég þurfa á fleiri leikmönn- um að halda mun ég einfaldlega taka upp veskið,“ sagði Abramovich. „Ég veit ekki hvað ég ætla að eyða miklu en ég býst við að það fari eftir árangri liðs- ins og hversu ákveðnir við erum að vinna titla.“ kristjan@frettabladid.is  16.20 RÚV Einvígið á Nesinu. Þáttur um árlegt ágóðamót í golfi sem fram fór á Nes- velli. Flestir fremstu kylfingar landsins voru á meðal keppenda.  18.30 Sýn Western World Soccer Show. Heimsfót- bolti West World.  19.00 Stjörnuvöllur Stjarnan keppir við Þrótt/Hauka í 10. umferð Landsbankadeildar kvenna. ROMAN ABRAMOVICH Árið 1999 var hann kjörinn á þing, í Dúmuna, rússnesku neðri deildina. Hann er jafnframt ríkisstjóri í Chukotka, í norð-austur hluta Rússlands. VEIGAR PÁLL kemur inn í landsliðshópinn á ný. Hann hefur leikið þrjá landsleiki. LANDSLIÐSHÓPURINN: Markverðir: Birkir Kristinsson ÍBV Árni Gautur Arason Rosenborg Aðrir leikmenn: Rúnar Kristinsson Lokeren Arnar Grétarsson Lokeren Hermann Hreiðarsson Charlton Helgi Sigurðsson Lyn Þórður Guðjónsson Bochum Lárus Orri Sigurðsson West Br. Albion Brynjar B. Gunnarsson Nott.ham Forrest Arnar Þór Viðarsson Sporting Lokeren Eiður Smári Guðjohnsen Chelsea Heiðar Helguson Watford Jóhannes Karl Guðjónsson Real Betis Marel Baldvinsson Lokeren Ívar Ingimarsson Wolverh. Wanderers Ólafur Örn Bjarnason Grindavík Indriði Sigurðsson Lilleström Veigar Páll Gunnarsson KR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.