Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.09.2003, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 14.09.2003, Qupperneq 4
Verslun hér verður að nútímavæðast 4 14. september 2003 LAUGARDAGUR Áttu DVD-mynddiskaspilara? Spurning dagsins í dag: Tekur þú slátur? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 31,2% 64,1% Nei 4,7%Á eftir að fá mér Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is KAÍRÓ, AP Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur aflétt viðskipta- banni af N-Afríkuríkinu Líbíu. Bannið hefur gilt frá því Líbíu- menn skutu niður farþegaþotu Pan Am-flugfélagsins yfir Lockerbie í Skotlandi árið 1988. 270 manns fór- ust í ódæðinu. Þrettán fulltrúar í ráðinu féllust á að aflétta banninu, en tveir voru fjarverandi. Að fenginni samþykkt öryggis- ráðsins geta stjórnvöld í Líbíu greitt aðstandendum fórnar- lambanna skaðabætur, alls rúm- lega 2,7 milljarða Bandaríkjadala eða nálægt 218 milljörðum ís- lenskra króna. Frakkar höfðu hót- að að beita neitunarvaldi sínu þar sem Líbíumenn féllust ekki á að hækka bætur til aðstandenda fórn- arlamba sem fórust með franskri farþegaþotu sem Líbíumenn sprengdu yfir Níger árið 1989. Stjórnvöld í Líbíu gengu að kröf- um Frakka og þar með guldu Frakkar jáyrði sitt. Vonir eru bundnar við að Líbíu- mönnum takist nú að rétta við efnahag sinn, koma lagi á mann- réttindamál í landinu og verða þátttakendur í alþjóðasamfélag- inu á ný. ■ VERNDARTOLLAR „Það eru 150 ár síðan Danir einokuðu íslenska markaðinn og það er löngu orðið tímabært að afnema öll höft,“ sagði Sigurður Jónsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka verslun- ar og þjónustu, en þar á bæ eru menn langþreyttir á tollkvótum þeim sem stjórnvöld beita til að takmarka samkeppni við innlend- ar búvörur. „Þetta kerfi hefur verið lengi við lýði og það sem gerst hefur er að verðið hefur hækkað talsvert og það gerir verslunareigendum ókleift að bjóða vörur á sann- gjörnu verði.“ Stjórnvöld halda uppboð á toll- kvótum tvisvar á ári. Þeir sem hæst bjóða þar hljóta mestan toll- kvótann en hinir sem engan kvóta fá verða að greiða innflutn- ingsgjöld sem eru umtalsvert hærri en handhafar tollkvóta greiða. „Verslun á Íslandi verður að nú- tímavæðast. Íslendingar ferðast mikið og það þykir orðið sjálfsagt mál að geta gengið að sambærileg- um vörum hér á landi og erlendis. Von okkar er sú að breytingar verði gerðar á tollum á ráðstefnu Alþjóða viðskiptastofnunarinnar sem fram fara í Mexíkó. Það er orðið löngu tímabært.“ Ari Teitsson, formaður Búnað- arsambands Íslands, segir að úr- skurðir nefndanna sem nú funda í Cancún í Mexíkó hafi væntan- lega mikil áhrif hér á landi. „Reyndar er alls óvíst um hvað nákvæmlega er rætt en ég hef heyrt þann ávæning að vegna smæðar og takmarkaðs útflutn- ings markaða á norðlægum slóð- um geti vel komið til greina að ástandið breytist lítið hér. Út- flutningur á landbúnaðarvörum héðan er mjög lítill og ekki fyrir- séð að hann aukist mikið á næstu árum. Á hinn bóginn er ljóst að íslenskur landbúnaður, sérstak- lega mjólkuriðnaðurinn, á undir högg að sækja ef tollar verða afnumdir frekar en nú er.“ Ari segir að einnig geti komið til þess að engar niðurstöður fá- ist á fundi Alþjóða viðskipta- stofnunarinnar. „Það mun vænt- anlega þýða að áfram verður sama óvissan sem verið hefur og það er líka slæmt.“ albert@frettabladid.is Air France og KLM: Flugrisi fæðist PARÍS, AP Samruni franska ríkis- flugfélagsins Air France og hol- lenska flugfélagsins KLM verður formlega kynntur næstkomandi þriðjudag. Stjórnir félaganna koma saman til fundar miðviku- daginn 17. september og afgreiða samrunann formlega. Air France tekur í raun yfir rekstur KLM, fær þau 46% hlutabréfa sem eru í eigu annarra en ríkisins. Hluthaf- ar í KLM fá 15% hlutabréfa franska ríkisins í Air France. Í kjölfarið hyggst franska ríkið selja 20% til viðbótar af hlut sín- um í Air France og mun því eiga innan við fimmtung þegar upp verður staðið. ■ Morð á vinveittum Írökum: Báðust afsökunar BAGDAD, AP Bandaríkjamenn hafa beðist afsökunar á því að hafa drep- ið vinveitta liðsmenn íraskra ör- yggissveita á föstudag. Að minnsta kosti 25 öryggis- sveitarmenn á þremur bílum voru að eltast við þjófa í borginni Fallu- jah þegar Bandaríkjamenn hófu skothríð í þeirri trú að skæruliðar væru þar á ferð. Þetta er í annað sinn á tveimur dögum sem banda- rískir hermenn drepa vinveitta Íraka. ■ Íslendingar og Kanadamenn: Stofna verslunarráð VERSLUN Íslensk-kanadískt verslun- arráð hefur verið stofnað í Toronto í Kanada en unnið hefur verið að stofnun þess um nokkurt skeið. Sendiherra Íslands í Kanada, Hjálmar W. Hannesson, hefur haft frumkvæði að þeirri vinnu. Gordon Reykdal, aðalræðis- maður Íslands í Edmonton, var kjörinn fyrsti formaður verslun- arráðsins. ■ Statoil: Rannsókn vegna Írans- viðskipta OSLÓ, AP Norska ríkisolíufélagið Statoil rifti í fyrradag samning- um við íranskt fyrirtæki eftir að lögregla hóf rannsókn á viðskipt- unum. Richard J. Hubbard, yfir- maður alþjóðaviðskipta Statoil, hefur sagt af sér vegna málsins. Efnahagsbrotadeild norsku ríkislögreglunnar gerði á fimmtu- dag húsleit í höfuðstöðvum Statoil við Stafangur en fjölmiðlar höfðu þá fjallað um meintan ólögmætan viðskiptasamning Statoil og íran- ska fyrirtækisins Horton Invest. Að sögn lögreglu mun Statoil greiða íranska félaginu 1.200 milljónir króna fyrir ráðgjöf á næstu 11 árum. Eigandi íranska félagsins átti að veita Statoil ráðgjöf á tímabil- inu og hafði þriðjungur samn- ingsupphæðar verið greiddur. Stærstur hlutinn rann hins vegar til Mehdis Rafsanjanis, sonar Rafsanjanis fyrrverandi forseta og eins voldugasta manns Írans. Þykir fullvíst að um mútur hafi verið að ræða. ■ Bílvelta: Á gjörgæslu BÍLSLYS Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær voru þrír fluttir með þyrlu Landhelgis- gæslunnar á slysadeild Land- spítalans í Fossvogi vegna bíl- veltu sem átti sér stað á Holta- vörðuheiði í fyrradag. Einn mannanna er nokkuð al- varlega slasaður. Að sögn lækn- is fór sjúklingurinn í aðgerð í gærkvöldi og liggur nú á gjör- gæslu með alvarlega áverka. Líðan hans er eftir atvikum. ■ Bruni í Dalalandi: Eldsupptök ókunn BRUNI Bruni í fjölbýlishúsi í Dalalandi í Reykjavík var til- kynntur til lögreglu klukkan hálfþrjú aðfaranótt laugardags. Tveir íbúar og tveir lögreglu- menn fengu reykeitrun og voru fluttir á slysadeild. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en nokkrar skemmdir urðu vegna reyks og sóts. Eldsupptök eru ókunn og málið er í rannsókn. ■ Bóndi segir íslenska bændur ekki samkeppnishæfa við vörur frá þriðja heiminum: Líst illa á afnám tolla LANDBÚNAÐUR „Það er alveg ljóst að ef hreyfa á við núverandi kerfi á einhvern hátt blasir gjaldþrot við mörgum bændum,“ sagði Ei- ríkur Egilsson, bóndi að Seljavöll- um og félagi í Landssambandi kúabænda. Eiríki líst illa á allar tillögur um frekara afnám tolla í landbún- aði á Íslandi eins og rætt hefur verið um á fundi Alþjóða við- skiptastofnunarinnar. Þar hefur komið fram að vestræn ríki verði að láta af kröfum sínum ef út- flutningur landbúnaðarvara frá ríkjum þriðja heimsins á að verða raunhæfur. „Það sér hver í hendi sér að ís- lenskir bændur eru alls ekki sam- keppnishæfir við vörur frá þriðja heiminum. Þar vegur launakostn- aður þungt og vert er að minnast á deilurnar sem eiga sér stað við Kárahnjúka þessa dagana. Þar eru erlendir ríkisborgarar á mun lægri launum og kannski var það ein forsenda þess að Ítalirnir gátu boðið lægst í virkjunina.“ Eiríkur segir marga bændur hafa lagt út í mikinn kostnað til að hagræða í sínum rekstri og allar breytingar, hversu litlar sem þær kunna að vera, geti haft alvarleg áhrif. „Ástandið hjá kúabændum hefur verið skaplegt um tíma en uppbyggingarstarfið er þó það stutt á veg komið hjá mörgum að það er vá fyrir dyrum ef aðstæður breytast mikið.“ ■ ÖRYGGISRÁÐIÐ Þrettán fulltrúar í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna samþykktu á föstudag að létta við- skiptaþvingunum af Líbíu sem gilt hafa frá því Líbíumenn skutu niður farþegaþotu Pan Am-flugfélagsins yfir Lockerbie í Skotlandi árið 1988. ÍSLENSK VERSLUN Vilji er til að auka vöruval á erlendum búvörum fyrir viðskiptavini. Vonast er til að breytingar til batnaðar verði gerðar á fundi Alþjóða við- skiptastofnunarinnar sem nú fer fram í Mexíkó. FLUGFLOTI KLM Samruni flugfélaganna KLM og Air France verður trúlega staðfestur í næstu viku. Á STOFNFUNDINUM Valgerður Sverrisdóttir ávarpaði stofnfund íslensk-kanadíska verslunarráðsins. OLÍUBORPALLUR STATOIL Félagið rifti samningum við íranskt ráðgjaf- arfyritæki eftir að lögregla gerði hús- rannsókn hjá Statoil á fimmtudag. Yfirmað- ur alþjóðaviðskipta Statoil sagði af sér í kjölfarið. ÍSLENSKAR MJÓLKURVÖRUR Kúabændur segja ómögulegt að etja kappi við erlendar vörur ef frekari tollar verða afnumdir. Á fundi Alþjóða viðskiptastofnunarinnar í Mexíkó eru viðræður um verndartolla ofarlega á blaði. Samtök verslunar og þjónustu vilja sjá af- nám allra tolla á landbúnaðarvörum. Bændur eru ekki á sama máli. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna: Viðskiptabanni létt af Líbíu

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.