Fréttablaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 8
Hið sérkennilega nafnorð“skúbb“ (beygist eins og skrúbb) virðist hafa unnið sér þegnrétt í íslensku máli þó svo að ekki finnist það í annarri útgáfu Íslenskrar orðabókar sem aukin er og bætt og kom út árið 1983. Eins og svo mörg orð önnur hefur skúbbið rutt sér leið fyrir áhrifa- mátt enskunnar en orðið „scoop“ þýðir skófla, ausa, mál, mokstur, gryfja og svo hin óformlega merking: Birting fréttar áður en keppinautur nær í hana. Eðli málsins samkvæmt hefur þetta orð og merking þess löngum verið fjölmiðlamönnum hugleikið. Það hlýtur að vera kappsmál hvers sómasamlegs fjölmiðils að leggja sig eftir því að skúbba reglulega og sem oftast. Þetta kom glögg- lega í ljós í vikunni sem leið þeg- ar DV sagði frá hinum skelfilegu atburðum í New York sem kennd- ir eru við 11. september á undan öllum öðrum fjölmiðlum landsins í veglegri opnuúttekt. Þannig tókst þeim að „skúbba“ skemmti- lega þó að hér sé strangt til tekið ekki um frétt að ræða heldur einn anga sagnfræðinnar. En umfjöll- un annarra miðla birtist degi of seint miðað við DV – þann 11. september. Umfjöllun DV var 10. september. En svo haldið sé áfram að rýna í orðabækur á ís- lenskan auðvitað orð yfir allt sem hugsað er líkt og Einar Ben sagði á sínum tíma. Og það þarf ekki að leita langt yfir skammt. Að „skubba“ er nefnilega til. Það þýð- ir að gera eitthvað hroðvirknis- lega og í flýti; skubba verki af: „Oddur skubbaði ullinni af kind- inni.“ Eða éta hratt og græðgis- lega, fara fram úr einhverju, láta eitthvað að baki, ýta eða stjaka við einhverju eða búta óvarlega niður. Nú er ekki eins og úttekt hins vandaða blaðamanns til margra ára, Odds Ólafssonar, sé hroðvirknisleg. Öðru nær. Þess vegna er hér lagt til að stytta merkingunni leið inn í orðabókina og bæta fimmtu skýringunni við orðið skubb: „Að vera fyrstur með fréttina.“ Og henda þar með þessu skúbbi, með ú-i... ■ Talið er að þjóðir heims, eðaríkisstjórnir, eyði meira en 700 milljörðum dollara til her- mála á hverju ári. 700 milljarðar dollara er býsna há upphæð í ís- lenskum krónum, eða um 56.000.000.000.000 kr, sem gera 56 billjónir. Vandi er að segja til um hversu miklu fé Íslendingar vildu verja til hermála ef til þess kæmi að ís- lenskur her yrði settur á laggirn- ar. Hitt er auðveldara að segja til um hvað hergögn kosta á alþjóða- markaði, en þau eru dýr miðað við verð á lífsnauðsynjum. Ef sjóherinn hefði í hyggju að eiga að minnsta kosti eitt flug- móðurskip, þá er hægt að fá slíkt skip á tilboði fyrir einn og hálfan milljarð Bandaríkjadala frá BAE Systems í Bretlandi, en það eru 120 milljarðar króna. Flugvélar eru heldur ódýrari. Flottasta vélin er B-2 Stealth Bomber frá Northrop Grumman í BNA og kostar einn milljarð doll- ara, 80 milljarða í íslenskum krón- um. F-15 Fighter orrustuflugvélar frá Boeing eru mun ódýrari og kosta 105 milljónir dollara stykk- ið, rúma 8 milljarða. Einnig væri hægt að fá orrustuflugvélar á góðu verði frá Rússlandi þar sem Sukhoi S-30 orrustuvélin kostar 20 milljónir dollara, einn og hálf- an milljarð króna. Þyrlur, skriðdrekar og stýriflaugar Góðar þyrlur má ekki vanta, og AH-64 Apache Attack frá Boeing kostar 50 milljónir dollara, um 4 milljarða króna. Trúlega væri hægt að komast af án skriðdreka því að ólíklegt er að skriðdrekaárás verði gerð á landið. En eitthvað verður að vera til í vopnabúrinu. Stýriflaug af gerðinni Tomahawk Block IIIC frá Raytheon-fyrirtækinu í Bandaríkjunum kostar rétt um 100 milljónir króna, en hægt er að fá ágætar klasasprengjur af teg- undinni Cluster Bomb RBL 755 frá INSYS í Bretlandi fyrir 8.600 dollara stykkið, þ.e. innan við 700 þúsund krónur. Og þá er röðin komin að hand- vopnum fyrir fótgönguliðið, og spurning hvort betra væri að kaupa AK-47 Kalashnikov fyrir um 500 dollara (40 þúsund kall) frá Rússlandi eða M16-riffla frá Colt í BNA. Reyndar þyrfti innkaupastjóri hersins að kynna sér markaðinn vel, því að margir vopnaframleið- endur og vopnasalar eru til í heim- inum. Þeir helstu og stærstu eru: 1. Lockheed Martin í BNA sem framleiðir einkum orrustuflugvél- ar, eldflaugar og geimvarnakerfi. 2. Boeing, BNA, flugvélar, skriðdrekaflaugar og skipaflaugar. 3. Raytheon, BNA, eldflaugar, njósnakerfi og miðunarkerfi. 4. BAE Systems, Bretlandi, orr- ustuvélar, kafbátar, tundurskeyti, eldflaugar, ratsjárkerfi og fjar- skipta- og eldflaugakerfi. 5. Northrop Grumman, BNA, herskip, eldflaugar, Stealth-orr- ustuvélar. 6. General Dynamics, BNA, kjarnorkukafbátar, herskip, bryn- varin ökutæki og skotfæri. 7. Thales, Frakklandi, eldflaug- ar, tækjabúnaður í flugvélar, tækjabúnaður til sjóhernaðar, rat- sjárkerfi. 8. EADS, Hollandi, orrustu- og flutningaflugvélar, þyrlur og eld- flaugar. 9. Finmeccanica, Ítalíu, flugvél- ar, flugvélahlutir og eldflaugar. 10. Honeywell, BNA, herflug- vélar og þyrlur og flugvélahlutir. ■ Staðreyndir ■ Kostnaður við að setja á stofn her skiptir milljörðum. 8 14. september 2003 MIÐVIKUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Undanfarna daga og vikur hafadunið á okkur afar neikvæðar fréttir af stöðu landbúnaðar í landinu og þá helst af sauðfjár- ræktinni. Vandi sauðfjárbænda er mikill og hefur afurðaverð á inn- anlandsmarkaði lækkað mikið, ekki síst vegna offramboðs á kjöti. Vegna þessa neyðast bænd- ur til að flytja enn meira hlutfall af framleiðslu sinni á erlenda markaði. Samhliða þessu dragast tekjur bænda saman og ekki mega sauð- fjárbændur við því. Landbúnaðarráð- herra hefur því skipað nefnd til að meta í alvöru þann vanda sem nú steðjar að sauðfjárbændum vegna verulegs tekjusamdráttar. Það er alveg ljóst að fáar stéttir liðu það ef tekjur þeirra myndu skerðast um 15%. WTO-samningar En þetta eru ekki einu breyt- ingarnar sem eru yfirvofandi hjá bændum. Nýverið hófst í Cancún í Mexíkó ráðherrafundur Alþjóða viðskiptastofnunarinnar – WTO. Tilgangur WTO-samninganna er að draga enn frekar úr viðskipta- hömlum og fella fleiri svið við- skipta undir alþjóðlegar reglur. Íslensk stjórnvöld taka að sjálf- sögðu fullan þátt í viðræðunum en segja má að rauði þráðurinn í þeim sé að leita leiða til bættra lífskjara þróunarríkja og þar kemur landbúnaðurinn inn því þróunarríkin framleiða nær ein- göngu landbúnaðarvörur. Ísland stendur ekki illa gagnvart vörum frá þróunarríkjunum því vörur þeirra, s.s. hveiti, sykur, krydd og ávextir, eru án magntakmarkana og hárra tolla. Lausnarorðið er aðlögun Umræðan í samningsferlinu núna er að draga verulega úr framleiðslutengdum stuðningi við landbúnað og leggja af út- flutningsstyrki. Styrkir til land- búnaðar hér í dag eru að miklu leyti framleiðslutengdir og myndi slík niðurstaða þýða mikl- ar breytingar ef ekki umbyltingu kerfisins. En þarf það að vera svo slæmt? Ég er þeirrar skoðunar að við þurfum svo sannarlega á nýj- um lausnum að halda. Við verð- um að horfa til framtíðar og skapa íslenskum landbúnaði góð starfsskilyrði. Ég tel að lausnar- orð þessara WTO-samninga sé aðlögun. Við þurfum að veita ís- lenskum landbúnaði raunhæft tækifæri til að aðlagast breyttum aðstæðum og jafnframt því þurfa stjórnvöld að berjast fyrir sveigjanleika í kerfinu fyrir mis- munandi aðstæður. Nýtum tækifærið og stokkum upp Þessar mismunandi aðstæður felast í fjölþættu hlutverki land- búnaðar. Landbúnaður er nefni- lega ekki bara ær og kýr – með fullri virðingu fyrir þeim ágætu dýrategundum. Við þurfum að tvinna saman búsetu og byggð. Bóndinn sér nefnilega um marga fleiri þætti heldur en að hirða dýrin. Hann tryggir okkur að- gengi að blómlegum sveitum þeg- ar við keyrum um landið. Hann heldur umhverfisgildum á lofti og margir bændur sinna vel skóg- rækt og landgræðslu. Þessir þættir eru ekki viðskiptalegs eðl- is – en það þarf að taka tillit til þeirra. Það er hægt með því að auka hinar svokölluðu grænu greiðslur, en þær eru ekki við- skipta- eða markaðshindrandi og falla því vel að umræðunni innan WTO. Án efa er frjór jarðvegur fyrir umhverfisgildi í ríkari mæli en t.d. til samanburðar mun Evr- ópusambandið einungis hafa bú- setu- og umhverfisgreiðslur eftir árið 2005. Ég held að við ættum að nota þessa samninga okkur í hag. Við skulum nýta tækifærið og stokka upp í spilunum. Við verðum að treysta á það að stjórnvöld leiði íslenskan land- búnað í gegnum ferlið þannig að hann standi sterkari á eftir. ■ Vangaveltur borgarbúa E.H.O. skrifar: Mér er mjög vel við hunda enþað gilda reglur fyrir hunda- eigendur og þeir mættu gjarnan fara eftir þeim. Í kringum mig er mikið af hundum og því miður eru sumir eigendur afar kærulausir. Þeir hirða ekki upp skít, senda hunda sína inn í næstu garða og eru jafnvel með hundana lausa. Lausaganga hunda getur verið slæm. Margir eru smeykir þegar þeir mæta stórum hundi sem er líklegur til að flaðra upp um þá. Það er alltaf verið að tala um að þrengt sé að hundaeigend- um. Hvernig er með þá sem vilja hafa snyrtilegt í kringum sig og ekki hundaskít fyrir framan húsið eða í garðinum? Okkar ágæti borgarstjóri mætti gjarnan láta líta betur eftir framkvæmdum sem unnar eru á vegum borgarinnar. Það eru grafnar upp gangstéttir, lagðar aftur, tré brotin við gangstettar- lagninguna, þau eru ekki klippt, og svo er ekki gangið frá endum á gangstéttum og haugar af mold og jafnvel steypu sitja í haugum. Það er eins og þessir verktakar komist upp með að ganga um eins og þeim sýnist og skilja eftir sig slóða. Hreint ótrúlegt. ■ Um daginnog veginn DAGNÝ JÓNSDÓTTIR ■ alþingismaður og nefndarmaður í land- búnaðarnefnd skrifar um landbúnaðarmál. Landbúnaður á tímamótum ■ Bréf til blaðsins Eyða 56 billjónum til hermála Að skúbba vinstri hægri Smáa letrið ■ Við þurfum að veita íslenskum landbúnaði raunhæft tæki- færi til að að- lagast breyttum aðstæðum.                          !"###$$$ %  &'  (()## *(+),#- (#)##*(+)##- (,)##*(.)##        (!/010  2   3'   4  HERMENN Það kostar sitt að halda úti her. Talið er að þjóðir heimsins verji til hermála samanlagt um 56 billjónum króna á ári.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.