Fréttablaðið - 14.09.2003, Side 16

Fréttablaðið - 14.09.2003, Side 16
Þú ert sonur Bjarna Benedikts-sonar, sem var sterkur leiðtogi en afar umdeildur. Hafði það mót- andi áhrif á þig að alast upp í póli- tísku umhverfi? „Umhverfið hefur alltaf áhrif á fólk og auðvitað hafði það áhrif á mig að alast upp í stjórnmálaum- hverfi. Ég lærði snemma að það þýðir ekkert að taka alla hluti inn á sig, það verður að ýta þeim frá sér. Ef menn bugast út af gagn- rýni sem þeir verða fyrir vegna starfa sinna að stjórnmálum eiga þeir að sinna einhverju öðru.“ Þú hefur mjög sterka pólitíska sýn. Hefurðu aldrei efast um skoð- anir þínar? „Ég hef aldrei verið haldinn efasemdum um skoðanir mínar. Fyrir tveimur árum gaf ég út bók sem heitir Í hita kalda stríðsins og þar er að finna greinar sem ég skrifaði á um tuttugu ára tímabili um stjórnmál og afstöðuna til al- þjóðamála. Þegar ég las greinarn- ar yfir fyrir prentun þurfti ég ekki að breyta stafkrók. Þær standa enn fyrir sínu þótt heimur- inn hafi gjörbreyst.“ Hefurðu þá aldrei haft á röngu að standa í pólitík? „Að trúa á eigin málstað jafn- gildir því ekki að hafa alltaf rétt fyrir sér. Ég held hins vegar að ég hafi alltaf valið mér góðan mál- stað. Í meginatriðum er ég mjög sáttur við þær skoðanir sem ég hef haft og hvernig ég hef sett þær fram. Ég hef fylgst með um- ræðum um alþjóðamál hér og í öðrum löndum og satt að segja get ég ekki annað en vorkennt mörg- um af þeim andans mönnum sem lentu í þeim hremmingum að mat þeirra á alþjóðamálum og þjóðlífi reyndist vera tóm vitleysa.“ Skrif mín eru umvandanir Þú sýnir oft hörð viðbrögð við gagnrýni og svarar henni yfirleitt. Ertu svona baráttuglaður eða finnst þér harðar umræður nauð- synlegur hluti af pólitíkinni? „Ætli það sé ekki hvort tveggja. Ég var alinn upp við það að menn ættu að svara fyrir sig og ekki láta neinn eiga neitt inni hjá sér. Þegar ég var í blaða- mennsku ræddi Matthías Johann- essen stundum við mig um það að sumir menn væru þannig gerðir að það borgaði sig ekki að eiga við þá orðastað. Af mörgum rit- deilum sem ég hef átt í á opinber- um vettvangi í áranna rás hef ég lært að þetta er rétt. Ef skrif mín eru skilgreind og skoðuð kemur í ljós að sumum mönnum hef ég ekki svarað.“ Eru það þá meðmæli ef menn fá frá þér svör eða gagnrýni? „Það þýðir að minnsta kosti að mér finnst einhvers virði að eiga við þá orðastað.“ Reiðistu pólitískum andstæðing- um þínum ef þú ert þeim ekki sammála? „Nei, ég get ekki reiðst þeim en stundum mislíkar mér. Ég er bú- inn að skrifa vefsíðu mína, bjorn.is í átta ár. Það er ákveðinn þráður í þeim skrifum og ég held að þar birtist viðleitni mín til að sýna fram á það sem mér finnst miður fara, eins og þegar mér finnst fólk fara víðs fjarri sann- leikanum, hafa menn fyrir rangri sök eða halda einhverju fram sem stenst ekki miðað við þeirra fyrri gjörðir. Þetta á bæði við um stjórnmálamenn og fjölmiðla- menn. Mér blöskrar stundum þeg- ar ég sé hvernig fjölmiðlamenn taka á stjórnmálum. Þannig að líta má á skrif mín að nokkru leyti sem umvandanir fremur en árás- ir. Þetta er þörf eða kannski árátta að draga fram það sem mér finnst miður fara. Sumir segja að ég sé allt of fastur í þessum skrifum en ég hef gaman af þeim. Ég held þeim ekki að neinum en margir eru fastir áskrifendur að pistlum mínum.“ Þú nefndir fjölmiðlamenn. Hvað finnst þér gagnrýnisvert við frammistöðu þeirra? „Það væri ósanngjarnt að vera með alhæfingar en það má staldra við ákveðin dæmi. Tökum til dæmis mann sem er ráðinn til að tala um menningarmál í menning- arþætti í Ríkisútvarpinu og segir þar allt í einu að ákveðinn stjórn- málamaður sé brjálæðingur. Ég tel að sá pistlahöfundur sé að bregðast trúnaði. Af hverju má ég ekki gagnrýna hann fyrir það? Það er ekki valdníðsla heldur hluti af sjálfsagðri umræðu. Ég á rétt á að hneykslast eins og aðrir.“ Finnst þér stjórnmálamenn of værukærir í umræðunni og ekki nógu afdráttarlausir? „Mér finnst oft á tíðum eins og stjórnmálamenn telji að þeir eigi að sitja hjá í þjóðfélagsumræðu. Mín skoðun er að stjórnmálamenn eigi að skrifa og taka þátt í rök- ræðum, en það er svo sem ekki öllum lagið að koma hugsunum sínum á framfæri á þann veg.“ Útilokar ekki formanns- framboð Þú ert bardagamaður í pólitík. Hlýturðu ekki að stefna að því að verða formaður Sjálfstæðisflokks- ins nú þegar menn búast við að Davíð Oddsson sé á förum úr póli- tík? „Það er ekkert sjálfgefið í þeim efnum og enginn sjálfkjörinn til formennsku. Ég segi bara eins og aðrir vinir mínir sem eru miklir stuðningsmenn Davíðs: ég vona að hann sitji sem lengst.“ Segjum svo að hann hætti, mynd- irðu þá bjóða þig fram? „Ég ætla ekki að útiloka neitt. En það er ekki sama fyrirkomulag í Sjálfstæðisflokknum og í Sam- fylkingunni, að menn leggi pant- anir inn nokkur ár fram í tímann. Ákvarðanir verða teknar þegar þær eru tímabærar.“ Það er sagt að kalt sé á milli ykk- ar Geir Haarde. „Við höfum starfað saman í mörg ár og það er enginn kuldi á milli okkar.“ Þið talið saman? „Já, auðvitað tölum við saman.“ Ekki sjálfgefið að herinn fari Það er sagt að draumur þinn sé að verða utanríkisráðherra. Er það réttt? „Mér sýnist það stundum frek- ar vera draumur annarra að ég verði utanríkisráðherra. Ég hef mikinn áhuga á utanríkismálum og hef gaman af að sýsla við þau. Ég tel mig hafa haft veruleg áhrif í utanríkismálum án þess að vera utanríkisráðherra og uni vel við það sem ég er að gera hverju sinni. Framtíðin verður að leiða í ljós hvaða verkefni mér verða fal- in.“ Víkjum að utanríkismálum. Það hlýtur að koma að því að herinn fari, verða íslensk stjórnvöld ekki að gera áætlun um varnarmál? „Af hverju gefa menn sér að herinn hljóti að fara? Ég tel það ekki svo sjálfgefið. Ég hef sett fram þau sjónarmið að Íslending- ar verði að búa sig undir að varn- arsamstarfið við Bandaríkin taki á sig nýja mynd. Í því felst ekki að ég telji að Bandaríkjamenn eigi að fara héðan heldur að hér séu verk- efni og viðfangsefni sem við eig- um að líta til og taka meira í okk- ar hendur en við höfum gert. Ég hef ekki verið að tala um það að stofna hér íslenskan her í þeim skilningi sem menn leggja al- mennt í hugtakið. Við höfum vík- ingasveit lögreglunnar og tækja- búnað og þekkingu hjá Landhelg- isgæslunni. Við verðum hins veg- ar að hugsa um framtíðina í stærra samhengi og útiloka ekki neitt.“ Umdeild embættisskipan Það vakti miklar deilur þegar þú skipaðir hæstaréttardómara á dögunum. Af hverju tókstu ákvörðun sem ljóst var að yrði um- deild? „Ég tók vel rökstudda ákvörð- un og komst að skynsamlegri nið- urstöðu en gerði mér grein fyrir að það yrðu ekki allir sammála, sérstaklega ekki þeir sjö sem ekki fengu starfið. Ég vissi að það væri sama hvað ég gerði, ákvörðunin yrði alltaf umdeild. Fólk sem ég bjóst við að myndi aldrei styðja neitt embættisverk mitt hefur lýst yfir stuðningi við þessa ákvörðun mína. Aðrir hafa ekki komið mér á óvart í andstöðu sinni.“ Þú hefur sagt að gagnrýni á þessa skipan sé ómálefnanleg. Er það ekki full sterkt til orða tekið? „Þegar ég var spurður að því í sjónvarpi hvort frændsemi eins umsækjandans við Davíð Odds- son hefði ráðið ákvörðun minni sagði ég spurninguna ómálefn- lega og að það hefði verið ómál- efnanleg afstaða hjá mér ef ég hefði valið mann í embætti af því hann væri frændi Davíðs Odds- 16 14. september 2003 SUNNUDAGUR Björn Bjarnason ræðir um stjórnmála- og lífsskoðanir sínar, umdeilda embættisveitingu, hermálið og vonbrigði á ferlinum. Hef alltaf valið góðan málstað Mér blöskrar stundum þegar ég sé hvernig fjölmiðlamenn taka á stjórnmálum. Þannig að líta má á skrif mín að nokkru leyti sem umvandanir fremur en árásir. Þetta er þörf eða kannski árátta að draga fram það sem mér finnst miður fara. Sumir segja að ég sé alltof fastur í þessum skrifum en ég hef gaman af þeim. Ég held þeim ekki að neinum en margir eru fastir áskrifendur að pistlum mínum. ,, UTANRÍKISMÁL „Ég hef mikinn áhuga á utanríkismálum og hef gaman af að sýsla við þau. Ég tel mig hafa haft veruleg áhrif í utanríkismálum án þess að vera utanríkisráðherra og uni vel við það sem ég er að gera hverju sinni. Framtíðin verður að leiða í ljós hvaða verkefni mér verða falin.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A FRÉTTAB LAÐ IÐ /ALD A LÓ A

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.