Fréttablaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 12
Sigurður Einarsson, starfandistjórnarformaður Kaupþings Búnaðarbanka, hefur verið í eld- línu fjármálalífsins á miklu breyt- ingaskeiði þess. Hann settist í stól forstjóra Kaupþings þegar Bjarni Ármannsson, núverandi banka- stjóri Íslandsbanka, varð forstjóri Fjárfestingarbanka atvinnulífs- ins. Undir stjórn Sigurðar óx Kaupþing hratt og örugglega. Eft- ir sameiningu við Búnaðarbank- ann fer hann í forystu fyrir næstverðmætasta fyrirtæki í Kauphöll Íslands. Fjármálamarkaður hefur tekið örum breytingum hér á landi, ekki síst síðustu mánuði. „Við erum ánægð hér með þessar breyting- ar,“ segir Sigurður. „Það mikil- væga sem hér er að gerast er að fjármálamarkaðurinn er að veru- legu leyti kominn úr höndum rík- isins, þó ennþá sé töluvert eftir af honum þar svo sem íbúðalánin. Við höfum alla tíð lagt áherslu á að til þess að jafna samkeppnis- skilyrðin yrði ríkið að draga sig í hlé á bankamarkaði.“ Í kjölfar einkavæðingar Búnaðarbankans sameinaðist bankinn Kaupþingi. „Við teljum að það hafi verið mjög skynsamleg ákvörðun og að það hafi sýnt sig nú þegar. Það skipti máli hér heima og ekki síður er- lendis að ná þessari stærð. Við teljum þróunina í rétta átt.“ Sameiningin skynsamleg Töluverðar hræringar hafa verið á fjármálamarkaði að und- anförnu og átök í kringum félög. Kaupþing Búnaðarbanki hefur haldið sig til hlés. Fyrir einkavæð- ingu var Kaupþing af mörgum talið ögrandi og ákaft í aðgerðum á markaði. „Ég held að menn hafi lagt of mikla merkingu í það. Þau viðskipti sem við tökum þátt í byggjum við eingöngu á arðsemi. Þar réðu ekki önnur sjónarmið en arðsemissjónarmið og þau ráða ennþá ferðinni í Kaupþingi Bún- aðarbanka.“ Sigurður segist ekki vilja tjá sig um viðskipti annarra. Hann tekur undir það að arðsem- issjónarmið verði sífellt meira ráðandi á fjármálamarkaði. „Ég held að menn geti ekki leyft sér neitt annað í núverandi sam- keppnisþjóðfélagi.“ Kaupþing starfaði sem fjár- festingabanki, þótt fyrirtækið hefði fengið viðskiptabankaleyfi. Búnaðarbankinn er gamalreyndur viðskiptabanki. Sigurður viður- kennir að sameining ólíkra fyrir- tækja sé alltaf krefjandi. „Þetta hefur samt gengið ótrúlega vel. Tískusveiflur á fjármálamarkaði hafa farið í hringi. Hér áður var alltaf rætt um það að menn ættu að einbeita sér að einum þætti. Ef menn voru í fjárfestingarstarf- semi áttu þeir að stækka með því að sameinast öðrum fjárfesting- arbönkum. Við teljum að hægt sé að ná slíkri einbeitingu þó menn séu með margháttaðan rekstur innan sama fyrirtækis. Við teljum líka að það sé jákvætt að hafa fleiri stoðir undir rekstrinum. Það er nú einu sinni þannig að stund- um gengur ekki vel í fjárfesting- arstarfsemi meðan vel gengur í viðskiptabankastarfsemi og öf- ugt.“ Miklir möguleikar Kaupþing Búnaðarbanki hefur skilgreint Norðurlöndin sem at- hafnasvæði sitt. Bankinn keypti nýverið eignastýringarfyrirtæki í Noregi og er þar með kominn með starfsemi í öllum Norður- landanna. „Þetta var pínulítið skref. Við viljum fara varlega þar sem við þekkjum norska markaðinn ekki vel. Þetta er lítið fyrirtæki með mjög hæfum starfsmönnum sem þekkja sinn markað. Við ætlum okkur að byg- gja vöxt okkar þar á þekkingu þeirra. Við verðum svo bara að sjá hvernig gengur.“ Kaupþing Búnaðarbanki er skráð í sænsku kauphöllinni og með töluverða starfsemi þar. Sig- urður segir að við upphaf starf- semi í Svíþjóð hafi menn beitt annarri aðferð en í Noregi nú. Þá hafi Kaupþing sent sitt fólk til Svíþjóðar „Það gekk ekki upp.“ Hann segir reksturinn í Svíþjóð hafa verið að snúast við og býst við að sú þróun haldi áfram. „Við erum með 180 starfsmenn í Sví- þjóð og reksturinn þar er klárlega að snúa við. Við fórum í gegnum óskaplega hagræðingu þar og gerðum miklar breytingar.“ Í Finnlandi og Danmörku eru um- svifin mun minni. „Í Svíþjóð erum við komnir með góðan stökkpall. Í Finnlandi erum við með 35-40 starfsmenn og þar er alveg ljóst að við ætlum okkur að vaxa meira og það verður vonandi innan tíðar. Í Danmörku erum við með banka í samvinnu við Sparisjóðinn í Fær- eyjum. Þar eru miklir möguleikar og alveg ljóst að við ætlum okkur að stækka þar.“ Engin minnimáttarkennd Bankamarkaður á Norðurlönd- um er þróaður og mikil kunnátta í 12 14. september 2003 SUNNUDAGUR Nýir dollarar Nýir 20 dollara seðlar eru núkomnir í umferð í Bandaríkj- unum. Þessi seðill er endurhann- aður og er nú ekki lengur allur grænn eins og áður. Hann er því orðinn ögn litríkari, en sú breyt- ing þjónar einkum og sér í lagi þeim tilgangi að gera peninga- fölsurum erfiðara fyrir. Fjandsamleg yfirtaka Fjandsamleg yfirtaka er það þegar nýir aðilar eða minnihlutaeigendur kaupa hlutabréf í fyrirtæki og ná meirihluta í óþökk ráðandi hluthafa fyrirtækisins. Yfirtakan er því fjandsamleg í augum þeirra sem réðu fyrirtækinu. Gagnvart minni hluthöfum getur hún verið hlut- laus eða jafnvel kærkomin. ■ viðskipti ■ Hugtak vikunnar ■ Vikan sem leið Samson International keypti 7%hlut í Eimskipafélaginu. Kaup- in þykja fyrirboði um að breyt- ingar verði gerðar á stjórn og starfsemi félagsins. Krónan styrktist um 0,85% ívikunni. Hún sveiflaðist líka mikið og eru sveiflurnar raktar til þess að markaðurinn sveiflað- ist á milli bjartsýni og svartsýni um það hvort ráðist yrði í stækk- un Norðuráls. Úrvalsvísitala aðallista Kaup-hallar Íslands hækkaði um 3,84% í vikunni. Gildi hennar í lok vikunnar var 1.801,03 stig. Vísitalan rauf 1.800 stiga múrinn í vikulok og hefur hækkað um rúm 33% frá áramótum. Ætlum okkur að stækka Vöxtur og hagnaður Kaupþings hefur verið mikill á undanförnum árum. Úr sameiningu Kaupþings Búnaðarbanka varð til stærsti banki landsins. Sigurður Einarsson hefur stýrt fyrirtækinu í vexti og umbreytingum. Hann boðar útrás og vöxt með arðsemi að leiðarljósi. SIGURÐUR EINARSSON Kaupþing Búnaðarbanki hefur skilgreint Norðurlöndin sem athafnasvæði sitt. Bankinn keypti nýverið eignastýringarfyr- irtæki í Noregi og er þar með kominn með starfsemi í öllum Norðurlandanna. BOÐAR ÚTRÁS „Hvað varðar sjóðastýringu á erlendum markaði höfum við bara spurt okkur hvers vegna við ættum ekki að vera í henni. Af hverju við ættum að hafa einhverja minni- máttarkennd í þeirri starfsemi?“ FRÉTTAB LAÐ IÐ /RÓ B ERT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.