Fréttablaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 13
13SUNNUDAGUR 14. september 2003 fjármálalífinu. Það vekur spurn- ingar um hvaða ný tækifæri sé þar að finna. „Við teljum að þau séu næg. Þarna teljum við að séu sérstaklega tækifæri í að þjóna smærri og meðalstórum fyrir- tækjum. Það hefur verið bylgja í þá átt að stóru bankarnir hafa vilj- að sjá um 50 stærstu fyrirtækin og látið smærri fyrirtækin af- skiptalítil. Við teljum að við höf- um samkeppnisforskot á þeim markaði. Hvað varðar sjóðastýr- ingu á erlendum markaði höfum við bara spurt okkur hvers vegna við ættum ekki að vera í henni. Af hverju ættum við að hafa ein- hverja minnimáttarkennd í þeirri starfsemi? Við höfum sýnt það hér, meðal annars í ávöxtun líf- eyrissjóðanna, að við erum bara nokkuð góðir í því. Sértæka þekk- ingin í þessu felst í þekkingu á þeim markaði sem við störfum á. Þar erum við með heimamenn sem vinna fyrir okkur.“ Samvinna banka og trygg- ingafélaga Mikil uppstokkun hefur orðið á heimamarkaði. Sigurður segir erfitt að segja til um frekari þró- un í bankaumhverfinu og býst ekki við miklum breytingum á landslaginu í bráð. „Síðan getur maður hugsað sér samvinnu tryggingafélaga og banka. Það er ekki ólíklegt að samvinna slíkra aðila geti orðið nánari en hún er í dag.“ Hann telur að vöxturinn muni koma af erlendri starfsemi. „Við munum að sjálfsögðu keppa að því að halda eða auka við mark- aðshlutdeildina hér heima. Ef bankinn ætlar hins vegar að stækka verulega verður það að vera utan Íslands.“ Kaupþing óx hratt og tókst að halda góðri arðsemi í vextinum. „Það tók oft á en var mjög skemmtilegt.“ Nú er Kaupþing Búnaðarbanki stærsti banki landsins og eftir því sem fyrir- tæki stækka, því erfiðara er að stækka hratt. „Það er að vísu rétt. Við erum samt ekkert ógnarstórir á þeim markaði sem við höfum skilgreint sem okkar. Við ætlum að vaxa hraðar en markaðurinn, en ekki á kostnað arðseminnar.“ Höfum líka tapað peningum Þær raddir hafa heyrst að Kaupþing hafi tekið mikla áhættu og verið heppið. „Það gekk á með þessum sögum í tíu ár og ég var hissa á því að hvað menn voru þrautsegir að koma þessum sög- um af stað. Við höfum aldrei neit- að því að áhætta fylgi bankastarf- semi. Þeir sem eru í þessari starf- semi og halda annað misskilja starf sitt. Hins vegar held ég að fá fyrirtæki hafi lagt jafn mikið upp úr áhættustýringu, þannig að við erum mjög meðvitaðir um það.“ Við útboð fyrirtækja í umsjón Kaupþings keypti fyrirtækið sjálft stóra hluti í fyrirtækjunum. „Það er liður í þessu sama. Er- lendir fjárfestingarbankar hafa viljað vera ráðgjafar en ekki vilj- að taka áhættu. Þeir hafa tekið háar þóknanir fyrir ráðgjöfina. Við teljum að sá tími sé liðinn. Maður verður að deila áhættunni með viðskiptavininum og það höf- um við gert með mjög mörgum fyrirtækjum. Oft með mjög góð- um árangri eins og með Bakkavör, Össuri og fleiri fyrirtækjum. Við teljum okkur hafa sannað að þetta sé rétta leiðin. Reynsla síðustu tíu ára hefur sýnt að mat þessara eigna hefur verið íhaldssamt og áhættan því ekki eins mikil og menn hafa viljað vera láta. Það er líka fullt af fyrirtækjum sem við höfum tapað miklum peningum á. Það getur aldrei orðið öðruvísi.“ haflidi@frettabladid.is Við munum að sjálf- sögðu keppa að því að halda eða auka við mark- aðshlutdeildina hér heima. Ef bankinn ætlar hins vegar að stækka verulega verður það að vera utan Íslands.“ ,, Sumir geta umgengist tölurmjög auðveldlega, en aðrir eiga mjög erfitt með allt slíkt. Þeir sem eiga í erfiðleikum geta leitað eftir aðstoð sérhæfðra þjón- ustuaðila. En það getur verið dýrt og fólk veigrar sér við að opin- bera fákunnáttu sína í þessum efnum. En það er enginn veikleiki að geta ekki lesið tölur. Það er ekki öllum gefið að geta það á auðveld- an og skýran hátt, þannig að gagn sé að. Við þurfum að öðlast skilning á tölum og hæfni til að lesa úr þeim. Reynslan kennir að þegar tölur eru settar upp á skipu- lagðan hátt með skýringum og fólk leiðir sig lið fyrir lið í gegnum listann með upptalningu á skýringunum reynist oft auð- veldara að gera sér grein fyrir samhenginu í töluflóðinu. Fjárhagslegt ólæsi getur einnig verið vandamál í sambandi við samninga. Þeir eru oft á svoköll- uðu lagamáli, sem erfitt er fyrir al- menning að skilja. Fólk skrifar jafnvel undir slíka samninga án þess að skilja þá til fullnustu. Stundum eru samningarnir lagðir upp á erfiðu lagamáli einungis til að fá fólk til að skrifa undir án þekkingar á efn- inu. Þá er mikil- vægt að leita sér lögfræðiaðstoðar til að fá skýra túlkun á samn- ingnum og gildi hans fyrir við- komandi. Fólk veigrar sér stundum við að opna gluggapóst- inn og vill helst ekki sjá hann. Hann er settur niður í skúffu og vonast til að vandamálið leysist af sjálfu sér. Svo er ekki og verður fyrr eða síðar að opna hann og kíkja á glaðninginn. Þá er besta ráðið, ef minnsti vafi leikur á merkingu talnanna, að skrifa niður tölurnar úr póstinum á skipulagð- an hátt eins og áður er lýst og/eða leita sér hjálpar með verkefnið. ■ Fjárhagslegt ólæsi HRAFNKELL TRYGGVASON ■ fjármálaráðgjafi skrifar um vandann við að lesa tölur og samninga rétt. ■ Fjármál heimilanna

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.