Fréttablaðið - 14.09.2003, Síða 38

Fréttablaðið - 14.09.2003, Síða 38
Við ætlum að prófa að endurvekjaþessa gömlu hefð og setja upp nokkrar svona skemmtanir í Súlna- sal Radison SAS á Hótel Sögu fram að jólum,“ segir Örn Árnason leikari en það eru hann og Karl Ágúst Úlfs- son, vinur hans, sem munu sjá um sprellið: „Við höfum mest verið núna und- anfarið tveir saman að glamra á kassagítar og taka á samtímanum. Þetta verður svona bland af uppi- standi og kabarett hjá okkur,“ segir Örn og bætir því við að nafnið á skemmtuninni hafi komið fyrst: Klappað og klárt. „Það var auðvitað mikil hefð fyr- ir þessu hérna fyrir nokkrum árum. Við vorum með sjóv þarna í Súlna- salnum og Laddi var líka að skemm- ta þarna. Enda er það tilvalið fyrir hópa og minni fyrirtæki að fara bara á Sögu í stað þess að standa kannski í því sjálf að leigja sal og ráða kokk og finna skemmtiatriði. Þarna er allt til alls og ball á eftir.“ Um ballið sér hljómsveitin Saga Class en skemmtanirnar verða aug- lýstar á völdum föstudags- og laug- ardagskvöldum í haust. Örn segir að fólk hafi nú gott af því að lyfta sér upp í skammdeginu: „Þetta er orðið svo þungt þjóðfélag á köflum að það er ekki vanþörf á smá skemmtileg- heitum.“ ■ Brosið Oft er stutt í brosið þó ekki sé sér- stök ástæða til að brosa núna þegar gamli vinnustaðurinn er hafður í huga. Fer svo sem eftir því hvernig á það er litið. Hver á brosið? 14. september 2003 SUNNUDAGUR Imbakassinn 38 ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Sigmar B. Hauksson. Starfsmenn kínverska sendiráðsins. Johnny Cash. Jónas Kristjánsson, fyrrum ritsjóri DV. Fasteignasprengja í Fjarðabyggð FASTEIGNIR Fasteignaeigendur í Fjarðabyggð kætast nú vegna hækkunar á verði húsnæðis í sveitarfélaginu en það má rekja beint til stóriðjuframkvæmda í fjórðungnum. Selst íbúðarhús- næði á Reyðarfirði og fjörðunum þar í kring á 60 prósentum hærra verði en áður tíðkaðist. Hafa sveitarstjórnarmenn beint þeim tilmælum til yfirvalda að fast- eignamat á fjörðunum verði fært upp sem þessu nemur en núver- andi mat er ekki í neinum tengsl- um við þann veruleika sem menn búa við í dag. Lífleg og áður óþekkt viðskipti með fasteignir hafa verið í Fjarðabyggð að undanförnu og færri fengið en viljað hafa. Þá er skortur á leiguhúsnæði orðinn áberandi og leiguverð hækkað í samræmi við aukna eftirspurn. Á Reyðarfirði eru menn farnir að reisa íbúðabyggð á melbörðum fyrir ofan bæinn þar sem elstu menn höfðu aldrei búist við að sjá byggð. ■ Heldur þú stundum aftur að þér? Upplifir þú vanmáttarkennd? Segir þú já þegar þú vilt í raun segja nei? Námskeið 27.-28. september. Tónlist, orkustöðvar, kennsla, hlátur, jóga.... Gitte Lassen, s. 861 3174, gitte@mi.is Lifðu af fullum krafti REYÐARFJÖRÐUR Íbúðir seljast eins og heitar lummur á áður óþekktu verði. RÉTTLÆTI RE LOKSINS! Teiknarinn sjálfur búinn að teikna sig út í horn og dæmdur til eilífðarvistar á eyðieyju! Þú hlærð ekki mikið núna, ha? Prumphænsn! Lárétt: 1 fjall, 5 borg, 6 lést, 7 keyr, 8 málmur, 9 álegg, 10 bókstafur, 12 arinn, 14 slæm, 16 belti, 17 gott, 19 nálægu. Lóðrétt: 1 yfirhöfnin, 2 tré, 3 ullarhnoðrar, 4 borsveif, 6 það sama (erl. orð), 8 bókstafur, 11 fiska, 13 uppnámi, 15 í röð, 18 leyfist. 1 5 6 7 8 14 17 18 16 19 2 3 9 1210 4 Lausn:Lárétt: 1fell,5rió,6dó,7ak,8eir, 9ost,10ká,12stó,14ill,16ól,17namm, 19nánu. Lóðrétt: 1frakkinn,2eik,3ló,4dór, 6dittó, 8ess,11ála,13ólgu,15lmn,18má. Mér finnst gott að fá mér ferskanávaxtasafa á sunnudagsmorgn- um. Græn epli, gulrætur og engifer,“ segir Þorfinnur Ómarsson, fyrrum framkvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs og nýbakaður deildarstjóri í hagnýtri fjölmiðlun í Háskólanum. „Á eftir fæ ég mér svo góðan espressó en sam- býliskona mín gaf mér forláta es- pressóvél á dögunum. Þá á ég það til að hita frönsk horn sem ég á í frysti með kaffinu.“ Þorfinnur segist aldrei borða morgunverð í rúminu; rúmið noti hann til annars. Með morgunverðin- um á sunnudögum lesi hann blöðin frekar en að hlusta á útvarp. ■ ■ Morgunstund ÖRN ÁRNASON OG KARL ÁGÚST ÚLFSSON Sjá um uppistand í bland við kabarett á Hótel Sögu í haust. Skemmtanir ÖRN ÁRNA OG KARL ÁGÚST ■ verða í Súlnasal Hótel Sögu í vetur með þétt prógramm á völdum föstudags- og laugardagskvöldum. Þeir félagar lofa góðri skemmtun. Fæ enn vatn í munninn Heima hjá mömmu var ævin-lega á sunnudögum hryggur eða læri með brúnuðum kartöfl- um, brúnni sósu, Orabaunum og öllum pakkanum,“ segir Þórólf- ur Árnason borgarstjóri, sem minnist stússins í eldhúsinu yfir messunni í útvarpinu. Hann var alinn upp í sveit þar sem presturinn faðir hans Árni Pálsson þjónaði. Vanalega voru einhver prestverk hjá honum eftir hádegi en í sveitum var ekki messað fyrir hádegi. „Síð- ar, þegar við vorum flutt í Kópa- voginn, færðist sunnudagssteik- in aftar og við borðuðum snem- ma kvölds,“ segir hann. Þórólfur játar því að hann fái vatn í munninn þegar hann hugsi til baka. Hann segir að öll- um hafi þótt þetta jafn gott og móðir hans bjóði þeim systkin- um stundum í mat á sunnudög- um. Þá fái þau stundum hrygg eða læri elduð á hefðbundinn hátt. Hann segir að oftar sé samt grillað eða eldað á ein- hvern annan máta. Á hans eigin heimili er meiri fjölbreytni. „Við höfum aldrei haft mat í hádeginu á sunnudög- um en færðum aðalmáltíð helg- arinnar aftur til föstudags- eða laugardagskvölds. Það er ekkert hefðbundið við það en við höfum meira við og vín með matnum. Við eldum sitt á hvað og krakk- arnir taka stundum þátt í matseldinni með okkur. Oft ger- um við þetta saman og það ræðst af því hver er bestur við að elda það sem er á boðstólum.“ Stundum er lærið eldað eins og hjá mömmu með brúnuðum kartöflum og öllu en oftar er það sett inn í ofn með kartöflum, lauk og grænmeti. „Ítalskur matur er vinsæll og helgarmál- tíðin er oft lasagne sem allir eru hrifnir af. Silungsflök í ofni með avókadó, grænmeti og brauði og svínakótelettur í karrí er matur sem allir eru ánægðir með,“ segir Þórólfur og gleymir ekki að nefna kjúklinginn sem alltaf er vinsæll. Í Danmörku lærðu þau hjónin að elda í stúdentaklúbbi þegar þau voru þar við nám. Hann seg- ir það oft hafa komið sér vel því margt hafi verið hagkvæmt og ódýrt. „Það voru ýmsir réttir úr hakki og grænmeti sem við höf- um oft og hefur komið sér vel að hafa lært að elda,“ segir Þórólf- ur Árnason borgarstjóri sem fær enn vatn í munninn þegar hann hugsar um sunnudag- ssteikina hjá mömmu í sveitinni að lokinni messunni í útvarpinu. bergljot@frettabladid.is ÞÓRÓLFUR ÁRNASON Þau elda sitt á hvað hjónin og oft taka krakkarnir þátt í matseldinni. Sunnudagssteikin ÞÓRÓLFUR ÁRNASON ■ segir sunnudagssteikina á heimili sínu ekki sunnudagssteik en aðalmáltíðin er elduð á föstudags- eða laugardagskvöld- um. Þá er meira haft við og vín með matnum. Örn og Kalli klappaðir og klárir

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.