Fréttablaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 18
Leikararnir sem kynntir eru tilsögunnar hér eru það sem við gætum kallað kvikmyndaleikara nýrrar kynslóðar. Allt tiltölulega ný andlit sem vert er að fylgjast betur með. Við hjá Sögn erum mjög ánægð með leikaravalið en ætlum enn um sinn að bíða með að tilkynna um önnur stærri hlut- verk,“ segir kynningarstjórinn Agnes Johansen. Hún er þar til dæmis að tala um Gauja, hinn aldna „séntilmann“ sem búsettur er á Hótel Borg, vinnustað Dísar, sem og Jamie Kooley, glamúr- gellu og ljósmyndara frá New York. „Silja ætlar ekki að taka endanlega ákvörðun um leikara- val í þessi hlutverk fyrr en í næstu viku.“ En þetta er í það minnsta fyrirliggjandi: Álfrún Helga Örnólfsdóttir - DÍS Þetta er burðarhlutverk í orðs- ins fyllstu merkingu því Dís er nánast í öllum senum myndarinn- ar. Dís er 23ja ára Reykjavíkur- dóttir, sem hefur ekki ákveðið hvað hún eigi að gera við líf sitt og er leitandi. Álfrún lauk leiklistarnámi frá Webber Douglas-leiklistarskólan- um í London í vor. Hún hefur dansað, sungið og leikið í ótal verkefnum frá unga aldri. Til dæmis lék hún aðalhlutverkið í mynd Kristínar Jóhannesdóttur Svo á jörðu sem á himni þegar hún var aðeins tíu ára. Hún hefur líka leikið ýmis önnur smærri kvik- myndahlutverk og tekið þátt í fjölmörgum sjónvarps- og leik- húsverkum; Söngvaseið og Fiðlar- anum á þakinu í Þjóðleikhúsinu, Rent og Bugsy Malone í Loft- kastalanum. Álfrún á að baki langt listdansnám, bæði á nám- skeiðum erlendis og hjá List- dansskóla Íslands. Hún er nú bú- sett í London en er komin til landsins til að glíma við hlutverk Dísar næstu vikur og örfáa mán- uði. Ilmur Kristjánsdóttir - BLÆR Blær er sambýliskona Dísar, skrautleg týpa sem vinnur á fjöl- mennum vinnustað, leikur í áhugaleikfélagi og hefur margt á prjónunum hverju sinni og á lit- ríkan vinahóp. Ilmur vakti verðskuldaða at- hygli í öllum lokaverkefnum LHÍ síðastliðinn vetur og hefur mátt velja úr verkefnum sem henni hafa boðist frá því hún útskrifað- ist í vor. Hún leikur Línu langsokk og fleiri hlutverk hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu í vetur en frumsýningin á Línu verður nú um helgina. Þórunn Clausen - MAGGA Magga er gömul vinkona Dísar, en þær hafa þroskast í ólíkar áttir. Ólíkt Dís veit Magga nákvæmlega hvað hún vill og gerir einfaldlega þá kröfu að aðrir dansi í takt. Hún hefur kortlagt framtíð sína og tek- ur skrefin fram á við án þess að hika eða líta um öxl. Hún er svona þessi týpa sem er svo ágæt ... bara ef hún fær það sem hún vill. Líkt og Álfrún lauk Þórunn námi frá Webber Douglas í London, en tveimur árum fyrr (2001). Þórunn hefur komið víða við síðan. Hún lék í Syngjandi í rigning- unni í Þjóðleikhúsinu, Rauðhettu hjá Hafnarfjarðarleikhúsinu, hjá Vesturporti í leikriti Agnars Jóns Egilssonar Með lykil um hálsinn, hjá Skemmtileikhúsinu í Sögu Guðríðar (á ensku og þýsku) og í Dýrlingagenginu hjá EGG-leik- húsinu. Ívar Örn Sverrisson - LALLI Lalli er svona týpískur náungi sem hefur dvalið fulllengi í LA og ber það með sér langar leiðir. Hann starfar við kvikmyndagerð og talar „bransa-mállýsku“ sem stundum er erfitt að skilja. Dís finnst hann flottur til að byrja með, þau eiga stutt ástarævintýri sem gengur ekki upp. Ívar Örn útskrifaðist frá leik- listardeild Listaháskóla Íslands vorið 2002. Hann réðist til Leikfé- lags Akureyrar síðastliðinn vetur og leik þar til dæmis í Hamlet og var tilnefndur til Grímu-verð- launa fyrir túlkun sína á danska prinsinum. Í vetur leikur Ívar Örn á fjölum Þjóðleikhússins. Fyrsta hlutverk hans þar verður í Pabba- strák. Ívar Örn hefur leikið ýmis hlutverk frá unga aldri en frum- raun sína þreytti hann á fjölum gamla Iðnós þegar hann tók þátt í sýningu Leikfélags Reykjavíkur, Land míns föður. Meðfram leik- listarnáminu stundaði hann nám hjá Listdansskóla Íslands og hef- ur tekið þátt í fjölmörgum dans- sýningum. Gunnar Hansson - JÓN ÁGÚST Jón Ágúst og Dís kynnast á vinnustað, en bæði vinna á Hótel Borg. Þau eiga í alvarlegu ástar- sambandi sem þróast eftir því sem líður á myndina. Gunnar Hansson lýsir persónunni þannig: „Hann er svona gúddí gaur ... kannski einum of gúddí fyrir Dís.“ Gunnar hefur leikið fjölmörg hlutverk á sviði, í kvikmyndum og í sjónvarpi síðastliðin ár og sýnt á sér nýjar, óvæntar hliðar með hverju verkefni. Hann hefur síð- astliðin misseri tekið þátt í til- raunaleikhópi í Borgarleikhúsinu sem vakið hefur athygli fyrir metnaðarfullar leiksýningar og framsækna leiklist, s.s. And Björk of course og Maðurinn sem hélt að konan hans væri hattur. Á hvíta tjaldinu hefur Gunnar enn ekki tekist á við stór aðalhlutverk, en yfirleitt vakið athygli fyrir vel unnin aukahlutverk. ■ 18 14. september 2003 SUNNUDAGUR Undirbúningur er í hámarki,allt að koma heim og saman en tökur hefjast núna í lok mánað- arins. Myndin hefur verið lengi af stað, handritsskrifin hófust haust- ið 2001 þannig að þetta hefur ver- ið í kollinum á manni lengi,“ segir Silja Hauksdóttir, kvikmyndaleik- stjóri og rithöfundur. Sama Dísin í nýju formi Hún er að tala um kvikmynd- ina Dís sem byggir á samnefndri skáldsögu Silju, Birnu Önnu Björnsdóttur og Oddnýjar Sturlu- dóttur. Bókin kom út árið 2000 og naut mikilla vinsælda. Hún kom nýlega út í Þýskalandi og gengur vel þar – þriðja upplag er í prent- un og 18 þúsund eintök hafa þegar selst. Menn hafa verið að velta því fyrir sér hvort bókin sé þess eðlis að erfitt gæti reynst að koma henni yfir á hvíta tjaldið. „Það er ekki vandamál. Þetta eru endur- skriftir inn í annað form. Augljós- lega kemst ekki allt til skila og á ekkert endilega að gera það. Ekki er hægt að leyfa sér að fara um jafn víðan völl og í bók. Við erum búnar að endurskrifa handritið milljón sinnum og lögum það að breyttum miðli. Það er ekkert heilagt í bókinni. Þetta er samt sama Dísin þrátt fyrir nýjar áherslur.“ Silja, Oddný og Birna Anna skrifa jafnframt kvikmyndahand- ritið og segir Silja það veita þeim mikið frelsi. „Við upplifum þetta sem tækifæri til að skrifa þessa sögu inn í annað form – sem eru mikil forréttindi, að leyfa sögunni að þroskast áfram.“ Kvennamynd Kvikmyndamiðstöð Íslands gaf nýverið út framhaldsvilyrði um styrk til myndarinnar, en hafði áður gefið út vilyrði árið 2002. Áætlaður framleiðslukostnaður er 80 milljónir sem telst ekki mik- ið þegar heil kvikmynd er annars vegar. Nýr framleiðandi kom í millitíðinni að verkefninu, sem er Sögn ehf., fyrirtæki Baltasars Kormáks og Lilju Pálmadóttur. „Ég er nú í viðræðum við skandin- avískt kvikmyndafyrirtæki. Ég hef það mikla trú á þessu verkefni að ég sjálfur er tilbúinn að taka talsverða áhættu með því. Við erum núna að eiga við fyrirtæki um að vera styrktaraðilar. Alls staðar höfum við fengið mjög góð- ar viðtökur, áhorfendur eru mjög skýr markhópur og fjármögnun ætti að hafast áður en tökur hefj- ast,“ segir Baltasar, sem taldi sög- una beinlínis kalla á það konsept að áhöfnin sem að gerð kvikmynd- arinnar kæmi að væri að stofni til konur. „Hvað á ég að segja?“ dæsir Silja. „Það er eitthvað sem kemur nánast ósjálfrátt með þessu verk- efni því alls staðar eru stelpur og konur í fyrirrúmi. Nú er kvik- myndabransinn kominn á þann stað á Íslandi að hér er mikið af hæfu fólki, einnig konum, þannig að það er lítið sem ekkert mál að manna áhöfnina konum. Það eru svo margar klárar konur. Þekk- ingin og hæfnin og hugmyndirnar eru þegar til staðar. Bara að ná í þetta. Sagan biður um þetta.“ Silja segir ekkert skilyrði fyrir því að vinna við kvikmyndina að vera kona – það hafi gerst nánast sjálf- krafa þó að það hafi verið meðvit- uð ákvörðun. Og hún giskar á að af þeim sem að myndinni koma séu um 70 prósent konur, sem hlýtur að teljast afar fágætt. Skemmtilegt og sjálfsagt er að konur standi einkum að gerð Dís- ar, segir Silja. „Að geta gert mynd um unga konu, skrifaða af ungum konum og að þeir aðilar sem að gerð myndarinnar koma séu að mestu konur – það er fínt. Sýnir hvað við erum komin á skemmti- legan stað.“ Áttatíu milljónir teljast ekki miklir peningar þegar menn eru að búa til bíó en ekki er að heyra að það trufli Silju hið minnsta. Hún segir söguna þægilega hvað þetta snerti, ekki þurfi að leggja í miklan kostnað í tengslum við tökustaði því sagan gerist í nútím- anum í miðborg Reykjavíkur að mestu. „Sagan er alltaf sú sama hvort heldur hún kostar 10 millj- ónir eða 150. Peningar koma því ekkert við.“ Og í myndinni ríður fram á sjónarsviðið ný kynslóð kvik- myndaleikara. Silja er afar ánægð með hvernig tekist hefur til með að skipa í hlutverk. „Þau eru öll lærð og með mikla reynslu en koma nú af miklum krafti inn í kvikmyndir. Koma sterk inn, mjög góður hópur og skemmtilegur.“ Silja lagði stund á kvikmynda- nám í Prag en hún segir Austur- Evrópu ekki koma mikið við sögu. „Dís er Reykjavíkursaga, skrifuð af reykvískum konum í Reykja- vík. Austur-Evrópa er langt undan í bili.“ Silja hefur lagt stund á kvik- myndaleik, lék í Fíaskó og Draumadísum. Hún segir það til- viljun hversu dísirnar virðist ein- kennandi þegar ferill hennar er skoðaður, helber tilviljun, og í rauninni slys að hún lenti í að leika. „Ég var beðin um að koma í prufu fyrir Draumadísirnar og lék svo í Fíaskó í framhaldi af því.“ Silja ætlar að vinna Dís hratt og örugglega og lofar frumsýn- ingu með vorinu næsta. jakob@frettbladid.is SILJA HAUKSDÓTTIR Er nú í óðaönn að undirbúa tökur kvikmyndarinnar um Dís. Flestir þeir sem koma að gerð myndarinnar eru konur og Silja segir söguna beinlínis hafa kallað á það. Og staðan á Íslandi er nú þannig að úr nægu úrvali hæfileikaríkra kvenna á sviði kvikmyndagerðar er að moða. Loks eru tökur á Dís að hefjast. Þetta er fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem Silja Hauksdóttur leikstýrir en í Dís – sem má heita sannkölluð kvennamynd – ríður fram á sjónarsviðið ný kynslóð leikara. Margar klárar konur ÁLFRÚN HELGA ÖRNÓLFSDÓTTIR Leikur burðarhlutverkið í kvikmyndinni Dís. GUNNAR HANSSON Hann mun spreyta sig á h inum gúddí gæja, Jóni Ágústi. ILMUR KRISTJÁNSDÓT TIR Leikur Blæ, sambýliskonu Dísar. ÞÓRUNN CLAUSEN Er Magga, gömul vinkona Dísar. ÍVAR ÖRN SVERRISSON Leikur hinn týpíska Lalla. Ný kynslóð kvikmyndaleikara

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.