Fréttablaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 14.09.2003, Blaðsíða 21
21SUNNUDAGUR 14. september 2003 „Umkvartanir mínar voru í nokkrum liðum, meðal annars fann ég að því að kærunefnd jafnréttis- mála legði sjálfstætt mat á listræn stefnumið, hvernig hún væri þess umkomin? Þá var ýmislegt málum blandið varðandi starfsreynslu Hrafnhildar sem hafði eitt og hálft ár á móti mínum ellefu. Til dæmis voru verkefni sem hún tók að sér eftir að ráðning fór fram reiknuð henni til tekna fyrir dómi. Þetta er í biðstöðu og ég er nú einu sinni þan- nig upp alinn að maður trúir því að sannleikurinn komi fram um síðir,“ segir Þorsteinn en vísar á núver- andi formann leikhúsráðs, Sigmund Erni Rúnarsson, í tengslum við spurningar um fjárhagsstöðu leik- félagsins. Ákveðið hafi verið að Þorsteinn fái svigrúm til að einbeita sér að listrænu hliðinni. Haft hefur verið eftir Sigmundi Erni að fjárhagsleg óreiða hafi ver- ið á fjármálum LA. Meðan það mál er óútskýrt er erfitt að ganga frá þríliðasamningi LA, ríkis og bæjar sem tryggir rekstur leikársins. Pólitískur vilji „Augljóslega er pólitískur vilji bæði hjá bæ og ríki að halda úti atvinnuleikhúsi á Akureyri. Enda hefur þetta 30 ára fyrirbæri fyrir margt löngu sannað sig,“ segir Sigmundur Ernir en með honum í ráðinu eru Karl Frímannsson og Sigrún Björk Jakobsdóttir. Sam- ingurinn er á góðu róli og verið að vinna í honum á góðum dampi þessar vikurnar. „Allt stefnir í að þessi samningur verði í höfn inn- an tíðar, jafnvel fyrir áramót – og reksturinn tryggður þar með, og starfsöryggi og starfsfriður.“ Sigmundur segir reksturinn ekki hafa verið á því róli sem helsta styrkveitandanum – Akur- eyrarbæ – hafi líkað. „Við skoðun á reikningshaldi leikhússins á síð- ustu árum hefur komið í ljós að margt hefur þar mátt betur fara eins og eflaust víðar í rekstri fyr- irtækja og félaga. Hugsanlega hefur skort yfirsýn yfir útgjöld og tekjur. Þar af leiðandi hafa menn ekki vitað hvað þeir áttu inni og máttu eyða. Þetta hefur verið tek- ið til gagngerrar endurskoðunar. Allur rekstur félagsins á hér eftir að vera innan ramma fjárhags- heimilda og það kostar fórnir.“ Þjóðleikhús – að vera eða ekki vera... Stefán Baldursson þjóðleikhús- stjóri kynnti nýverið verkefni ný- hafins leikárs. Hann vék hins veg- ar ekki orði að því sem margir þeir sem fylgjast með leikhúsmálum velta nú fyrir sér: Hver verður arf- taki hans? „Ráðningarsamingur minn gild- ir til 1. janúar 2005 þannig að ég á eftir eitt og hálft ár – þá er ég líka farinn,“ segir Stefán. Hann ætlaði sér aldrei að vera eins lengi og raun varð á. Hann tók formlega við haustið 1991 en var byrjaður í upp- hafi þess árs í aðlögun. Þegar hann tók við starfi var lögboðið að Þjóðleikhússtjóri sæti ekki lengur en í fjögur ár og mætti ráða sitjandi leikhússtjóra til fjög- urra ára til viðbótar. Björn Bjarna- son, þáverandi menntamálaráð- herra, breytti hins vegar lögunum þegar leið að starfslokum Stefáns. Var talið best fara á því að Stefán fylgdi Þjóðleikhúsinu í gegnum hálfrar aldar afmælisár leikhúss- ins árið 2000 enda lá fyrir undir- skriftalisti starfsfólks þar að lút- andi. „Leiklistarlögum og lögum um Þjóðleikhús var breytt, tekinn af þessi tímakvóti og mönnum frjálst að sækja um ótakmarkað. Jafn- framt var ráðningartíminn lengdur um fimm ár en jafnframt tekið fram að alltaf þurfi að auglýsa starfið.“ Óútreiknanlegur rekstur Þó að Þjóðleikhúsið njóti öfl- ugri styrkja en hin stofnanaleik- húsin tvö eru þar fjárhagsörðug- leikar. „Það er svo rosalega dýrt að reka leikhús eins og mönnum er ljóst, hvort heldur er á Íslandi eða annars staðar. Listgreinin kallar á svo marga alla jafna.“ Stefán segir að hérlendis sé boðið upp á það albesta á sviðinu. Hann segir fjárveitingar hafa verið þokkalega góðar en það gangi upp og ofan eftir árum að láta enda ná saman. „Við erum með smá skuldahala sem við erum að reyna að saxa á. En ég þekki ekki það leikhús sem ekki á í einhverjum fjárhagsörðuleikum. Þetta er svo óútreiknanlegur rekstur. Stund- um er verið að taka til sýninga leikrit sem hefur allt í að geta gert sig, jafnvel ódýrt í fram- leiðslu, og svo tekst það ekki. Á sama tíma getur eitthvað annað verk – óvænt – gengið og gengið.“ Annað risaverkefni sem steðjar að þjóðleikhússtjóra er endurbygg- ing hússins, sem Stefán segir kapít- ula út af fyrir sig. „Húsið er orðið svo gamalt. Það var gert stórt og mikið átak árið 1990 til 1991. Salur- inn var endurgerður en þær fram- kvæmdir stöðvuðust í sviðsopinu. Næsti áfangi er að taka bakhúsið, sviðið, aðstöðu leikara og fleira – en einkum er aðkallandi að taka í gegn ytra byrði hússins, sem er afar illa farið.“ Stefán segir stjórnvöld ekki hafa sett neinn verulegan pening í viðhald, nema í neyðartilvikum. En menntamálaráðuneytið hafi gefið loforð um að þegar Þjóð- minjasafnið opni næsta vor sé Þjóðleikhúsið næst í röðinni. jakob@frettabladid.is skemmtileg birta fyrir alla 93.000 eintök frítt me› Fréttabla›inu á föstudögum  sjónvarpsdagskráin vi›töl greinar ver›launagátur pistlar sta›reyndir og sta›leysur frítt á föstudögum BORGARLEIKHÚSIÐ Hefur á undanförnum árum átt við gríðarlega fjárhagserfiðleika að stríða. Samningur Guð- jóns Pedersen er laus en flestir gera ráð fyrir að LR muni framlengja saminginn við hann. GUÐJÓN PEDERSEN Kveðst bjartsýnn þrátt fyrir fjárhagsörðugleika Borgarleikhússins. „Svo verður það bara að koma í ljós hvort sú bjartsýni er byggð á bjargi eður ei.“ Staða hans verður líklega auglýst laus til umsóknar í lok mánaðar. GAMLA SAMKOMUHÚSIÐ Nú er verið að endurbyggja það en þarna hefur vígi LA verið um áratugaskeið. Sig- mundur Ernir Rúnarsson, formaður leik- húsráðs, segir nú unnið hörðum höndum við að greiða úr fjárhagsóreiðu sem þar hefur verið – svo helsti umbjóðandi félags- ins, Akureyrarbær, geti við unað. ÞORSTEINN BACHMANN Ekki bara hefur bág fjárhagsstaða orðið til að gera honum lífið leitt, heldur var ráðn- ing hans kærð á sínum tíma. Héraðsdóm- ur dæmdi kæranda í hag en málinu hefur verið áfrýjað. Leiðinlegt mál, segir Þor- steinn, sem vann sér það eitt til saka að sækja um. Þetta er eins og að byrja að spila en hafa ekki 52 spil í bunkanum. ,, Stórkostleg borg í hjarta Evrópu, sem Íslendingum býðst nú að kynnast í beinu flugi frá Íslandi. Budapest er nú orðinn einn aðal áfangastaður Íslendinga, enda hefur hún að bjóða einstakt mannlíf, menningu og skemmtun. Hér getur þú valið um góð 3 og 4 stjörnu hótel í hjarta Budapest og spennandi kynnisferðir með fararstjórum Heimsferða. Búdapest helgarferð 2.okt. frá kr. 29.950. Verð kr. 29.950.- Flugsæti til Budapest, 2.okt., með sköttum. Verð kr. 39.950.- Helgarferð, 2.október, Tulip-Inn með morgunmat, m.v. 2 í herbergi,4 nætur. Flug,gisting, skattar. Staðgreiðsluverð Skógarhlíð 18, sími 595 1000 www.heimsferdir.is Fimmtudaga og mánudaga í október, 3,4 eða 7 nætur 26. Sep Uppselt 02. Okt 29 sæti 06. Okt 11 sæti 09. Okt Laust 13. Okt Uppselt 16. Okt Uppselt. 20. Okt Laust 23. Okt 19 sæti 27. Okt Laust 30. Okt 39 sæti Síðustu sætin d Munið Mastercard ferðaávísunina Foreldrar Verjum tíma með börnunum okkar Hver stund er dýrmæt

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.