Fréttablaðið - 14.09.2003, Page 33

Fréttablaðið - 14.09.2003, Page 33
33SUNNUDAGUR 14. september 2003 ENSKA ÚRVALSDEILDIN: Lið L U J T Mörk Stig Arsenal 5 4 1 0 11:3 13 Man. Utd. 5 4 0 1 9:2 12 Chelsea 4 3 1 0 10:6 10 Portsmouth 5 2 3 0 8:3 9 Southampton 5 2 3 0 5:2 9 Liverpool 5 2 2 1 7:3 8 Man. City 4 2 1 1 8:5 7 Birmingham 3 2 1 0 2:0 7 Fulham 3 2 0 1 7:5 6 Blackburn 5 1 2 2 12:11 5 Leeds 4 1 2 1 6:6 5 Charlton 5 1 2 2 6:7 5 Everton 5 1 2 2 8:10 5 Bolton 5 1 2 2 4:10 5 Aston Villa 4 1 1 2 4:5 4 Tottenham 5 1 1 3 4:9 4 Newcastle 4 0 2 2 5:7 2 Leicester 4 0 2 2 4:7 2 Middlesboro 5 0 1 4 4:12 1 Wolves 5 0 1 4 1:12 1 FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen sat allan tímann á varamana- bekknum þegar Chelsea sigraði Tottenham 4:2 í gær. Chelsea er nú í þriðja sæti deildarinnar en á leik til góða á Arsenal, sem er efst í ensku Úrvalsdeildinni. Arsenal náði aðeins jafntefli gegn nýliðum Portsmouth á heimavelli. Leikurinn endaði 1:1 og var Arsenal langt frá því að vera sannfærandi í leik sínum. Man. Utd. nýtti tækifærið vel og sigraði Charlton 2:0 á útivelli. Hermann Hreiðarsson lék ekki með Charlton vegna meiðsla. Liverpool vann góðan sigur á Blackburn á útivelli 3:1 eftir að hafa lent marki undir. Liverpool varð hins vegar fyrir áfalli því tékkneski framherjinn Milan Baros ökklabrotnaði í leiknum og verður frá keppni um einhvern tíma. Newcastle er enn við botn deildarinnar eftir 2:2 jafntefli við Everton á útivelli. Úrslitin voru samt viðunandi fyrir Newcastle, því Lauren Robert var rekinn af leikvelli í fyrri hálfleik. Gary Naysmith var einnig rekinn af leikvelli í síðari hálfleik. Jóhannes Karl Guðjónsson lék síðasta hálftímann með Wolves, sem tapaði enn einum leiknum, nú 2:0 fyrir Southampton. Wolves var komið 2:0 undir þegar Jóhannes Karl kom inn á. ■ KÖRFUBOLTI Litháen og Spánn eig- ast við úrslitum Evrópukeppn- innar í körfubolta í dag. Litháar unnu Frakka í undan- úrslitum í gær 74:70 og Spánverj- ar unnu Ítali naumlega 81:79 í hinum undanúrslitaleiknum. Frakkar, sem unnu silfurverð- laun á síðustu Ólympíuleikum, slógu Rússa út í átta liða úrslitum keppninnar og þóttu sigurstrang- legir fyrir leikinn í gær. Litháar, sem töpuðu ekki leik í riðla- keppninni, sýndu hins vegar styrk sinn og fögnuðu góðum sigri. ■ Enska Úrvalsdeildin: Eiður Smári á bekknum ÚRSLIT LAUGARDAGSINS: Charlton - Man. Utd. 0:2 Arsenal - Portsmouth 1:1 Chelsea - Tottenham 4:2 Blackburn - Liverpool 1:3 Bolton - Middlesbrough 2:0 Everton - Newcastle 2:2 Southampton - Wolves 2:0 CHELSEA-SIGUR Frank Lampard skoraði eitt mark fyrir Chelsea í 4:2 sigri liðsins á Tottenham. 1. deild karla: Víkingar í úrvalsdeild EM í Svíþjóð: Liháen mætir Spáni BARÁTTA Litháinn Ramunas Siskauskas í harðri bar- áttu undir körfunni í leiknum gegn Frökkum. FÓTBOLTI Víkingar tryggðu sér sæti í Landsbankadeild karla á næsta ári þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Keflvíkinga í lokaum- ferð 1. deildar í gær. Fyrir leikinn, sem var háður í Keflavík, voru heimamenn öruggir með sæti í úr- valsdeild en bæði Víkingar og Þórsarar gátu fylgt þeim upp. Þórsarar unnu Leiftur/Dalvík, sem þegar var fallið í 2. deild, 6:0, en sá sigur nægði þeim ekki þar sem Víkingar fengu stig í Kefla- vík. Breiðablik vann Stjörnuna 3:0, Njarðvík vann Aftureldingu 5:0 og Haukar unnu HK 4:0 í hinum leikj- um umferðarinnar. ■ 1. DEILD KARLA: Lið L U J T Mörk Stig Keflavík 18 13 4 1 51:15 43 Víkingur 18 9 8 1 28:15 35 Þór 18 10 4 4 47:31 34 Stjarnan 18 6 8 4 30:26 26 Haukar 18 6 4 8 26:32 22 Njarðvík 18 5 6 7 36:35 21 Breiðablik 18 6 3 9 24:27 21 HK 18 6 3 8 27:33 21 Afturelding 18 4 2 12 17:42 14 Leiftur/Dalvík 18 3 2 13 21:47 11 KEFLAVÍK Það verða Víkingar sem fylgja Keflvíkingum upp í úrvalsdeild.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.