Fréttablaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 2
2 19. september 2003 FÖSTUDAGUR “Já, hún var týndi hlekkurinn í lífi mínu.“ Bókin um Hljóma var að koma í leitirnar eftir 34 ár. Gunnar Þórðarson er í Hljómum. Spurningdagsins Gunnar, varstu farinn að sakna hennar? ■ Innlent Erfitt að vera for- maður utan þings Ingibjörg Sólrún segir að það hefði hugsanlega breytt afstöðu sinni til formannskjörs ef hún hefði náð kjöri inn á þing. Á fundi í gær sagðist hún ekki fullkomlega sátt við höfuðstöðvar OR á Bæjarhálsi. STJÓRNMÁL Á fundi með stjórn- málafræðinemum í Háskóla Ís- lands í gær sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir að hugsanlega hefði það haft áhrif á ákvörðun sína um framboð til formannsembættis Samfylkingarinnar ef hún hefði náð kjöri á þing. Hún sagði að það gæti verið vandkvæðum háð að vera utan þings því flokksformað- ur hefði þá ekki nægilega beinan aðgang að flokksmönnum og framgangi mála á Alþingi. Þó sagði hún að þær breytingar hafi orðið í stjórnmálaumhverfinu á undanförnum árum að stjórn- málaumræðan færi nú ekki aðeins fram á Alþingi sjálfu heldur væru til staðar fleiri vettvangar þar sem stjórnmálamenn gætu komið hugmyndum sínum og skoðunum á framfæri. Ingibjörg var m.a. spurð um það hvernig hún sæi hlutverk sitt í pólitík fyrir sér á næstu misser- um. Hún ræddi þá sérstaklega um svokallaða framtíðarnefnd Sam- fylkingarinnar sem hún veitir for- ystu. Ingibjörg segir að hugmynd- in sé sú að framtíðarnefndin sé eins konar þankatankur (e. think tank) fyrir Samfylkinguna. Slíkar stofnanir og fyrirtæki eru algeng- ar kjölfestur í stjórnmálastarfi t.d. í Bandaríkjunum og Bretlandi en lítil hefð er fyrir þeim hér. Ingibjörg segir að nám hennar í Lundúnum eftir næstu áramót muni ekki hafa veruleg áhrif á störf sín að íslenskum stjórnmál- um og tiltók að samskipti við Ís- land væru auðveld og það væri í raun ekkert flóknara að taka þátt í stjórnmálaumræðunni þótt við- komandi væri staðsettur í London en ef hann væri t.d. staðsettur á Akureyri. Umræður á fundinum voru líf- legar en þetta er fyrsti fundur í fundaröð sem Politica, félag stjórnmálafræðinema við Há- skóla Íslands, heldur í ár. Fund- irnir, sem bera yfirskriftina For- um Politica, voru fyrst haldnir í fyrra og voru vel sóttir. Á fundun- um eru ekki haldin framsöguer- indi heldur fær gesturinn spurn- ingar úr sal og svarar þeim. Nokkuð hvöss umræða skapað- ist á fundinum um málefni Orku- veitu Reykjavíkur. Ingibjörg Sól- rún sagði fundarmönnum að hún væri ánægð með þróun OR en tók undir að klaufalega hefði verið staðið að gjaldskrárhækkun fyrr í sumar. Þá sagðist hún ekki hafa verið mjög hrifin af byggingu nýrra höfuðstöðva OR á Bæjar- hálsi og sagðist hún frekar hafa kosið að byggingin væri reist nær miðbænum, t.d. í Vatnsmýrinni, úr því farið var út í framkvæmd- ina. thkjart@frettabladid.is STOKKHÓLMUR, AP Sænsk lögregla hefur fengið í hendur niðurstöður DNA-prófs sem gæti varpað ljósi á það hvort 35 ára karlmaður, sem er í haldi lögreglu, er sekur um morðið á Önnu Lindh utanríkis- ráðherra. Lögreglan kvaðst í gær ekki vilja upplýsa um niðurstöðu DNA-prófsins að svo stöddu. Líkamsvefir voru teknir af morðvopninu og derhúfu sem fundust á morðstaðnum. Lögmaður hins grunaða tjáði fjölmiðlum í gær að maðurinn hefði neitað því að eiga hlut í dauða Lindh. Lögmaðurinn gagn- rýndi einnig sænska fjölmiðla fyrir að gefa í skyn að skjólstæð- ingur hans væri hinn seki. Lög- regla í Svíþjóð hefur einnig kvartað undan því að eftir að myndir af hinum handtekna birtust í fjölmiðlum hafi almenn- ingur svo gott sem hætt að hafa samband við lögreglu með vís- bendingar. Minningarathöfn um Önnu Lindh verður haldin í Stokkhólmi í dag. Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra, Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra og ráðherra norræns samstarfs, og Svavar Gestsson sendiherra verða við- stödd athöfnina. ■ FAHD KONUNGUR Breskri fjölmiðlar greindu frá því í gær að yfirvöld í Sádi-Arabíu séu að undirbúa kjarnorkuvopnaáætlun. Yfirvöld í Sádi-Arabíu: Vilja eiga kjarnorku- vopn KJARNORKUVOPN Breska dagblaðið The Guardian greinir frá því að yfirvöld í Sádi-Arabíu íhugi að koma á fót áætlun til þess að eign- ast kjarnorkuvopn. Að sögn heim- ildarmanna er lagt til í minnis- blaði að Sádi-Arabar reyni að þróa kjarnorkuvopn, gera hernaðar- bandalag við kjarnorkuveldi eða stuðla að samkomulagi um að Mið-Austurlönd verði kjarnorku- vopnalaust svæði. Blaðið hefur eftir heimildar- mönnum að þessi stefnubreyting komi til m.a. vegna versnandi sambands Sádi-Arabíu og Banda- ríkjanna á síðustu árum. ■ Time Warner Inc.: Losar sig við AOL BANDARÍKIN, AP Stjórn fjölmiðla- samsteypunnar AOL Time Warn- er Inc. hefur viðurkennt mistökin sem gerð voru árið 2000 þegar Time Warner og AOL voru sam- einuð. Stjórnin hefur ákveðið að AOL verði tekið út úr nafni fyrirtæk- isins og mun það nú bara heita Time Warner Inc. Með samrun- anum á sínum tíma átti AOL að blása nýju lífi í Time Warner og boðuðu stjórnendur fyrirtækis- ins fjölmiðlabyltingu. Það gekk ekki eftir. „AOL er mjög ljótt skott á ann- ars fallegum hundi,“ sagði Larry Haverty, fjölmiðlasérfræðingur hjá State Street Research í Boston. ■ ANNA LINDH Minningarathöfn verður í Stokkhólmi í dag. Lögregla hefur fengið niðurstöðu DNA-prófs: Hinn handtekni heldur fram sakleysi Dalai Lama: Ofbeldi getur verið nauðsynlegt ERLENT Friðarverðlaunahafinn Dalai Lama segir að hugsanlega þurfi að beita ofbeldi til þess að vinna sigur á hryðjuverkamönnum í heiminum, en Dalai Lama hefur ætíð verið málsvari þess að menn og þjóðir leysi úr ágreiningi á frið- samlegan hátt. Hann segist ekki geta kveðið upp úr með það hvort innrás Bandaríkjanna og Bretlands í Írak hafi verið mistök. Dalai Lama, sem var útlægur ger úr Tíbet fyrir 44 árum, er í fyrirlestraferð í Bandaríkjunum. ■ Efnahagsmálaráðherra Lettlands: Hótar afsögn EVRÓPA Efnahagsmálaráðherra Lettlands, Juris Lujans, segist munu segja af sér ráðherradómi ef Lettar hafna aðild að Evrópu- sambandinu í atkvæðagreiðslu 20. september. Lujans segir að inn- ganga í Evrópusambandið sé for- senda stöðugleika í viðskiptaum- hverfi Lettlands og að þátttaka í Evrópusamrunanum kæmi til með að hafa jákvæð áhrif á hag- þróun í landinu. Um 80% af utanríkisverslun Letta er við þjóðir Evrópusam- bandsins. ■ GÆSLUVARÐHALD VEGNA SMYGLS Fimm menn voru í gær úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir fíkniefna- smygl. Lögreglan hefur lagt hald á nokkuð af fíkniefnum, en vill að svo stöddu ekki gefa nán- ari upplýsingar um hvaða efni sé um að ræða eða hversu mik- ið. Lögreglan verst frekari fregna af málinu. Ríkisútvarpið greindi frá. DÓMARI VANHÆFUR Hæstirétt- ur Íslands úrskurðaði í gær að Freyr Ófeigsson, dómari við Héraðsdóm Norðurlands eystra, hefði verið vanhæfur til að dæma í jafnréttismáli Guðrúnar Sigurðardóttur gegn Akureyrar- bæ. Freyr dæmdi Guðrúnu í hag, en þar sem dóttir héraðs- dómarans og sonur vitnis í mál- inu eru í hjúskap var hann dæmdur vanhæfur. Dómurinn var því ómerktur og vísað aftur heim í hérað. Ríkisútvarpið greindi frá. Á FUNDI MEÐ STÚDENTUM Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ásamt Erlu Ósk Ásgeirsdóttur, formanni Politicu. VEÐUR Íbúar víða á Norðurlandi þurftu að fara í vetrarklæðnaðinn í gærmorgun, því nokkurra sentí- metra jafnfallinn snjór hafði fall- ið á jörð um nóttina. „Það er enn grátt úti,“ sagði lögreglan á Akureyri þegar Fréttablaðið hafði samband við hana í gærkvöldi. „Einhver minni- háttar óhöpp urðu í dag. Tveir bíl- ar lentu á ljósastaurum í hálkunni í morgun, en annars fóru flestir ökumenn varlega. Núnar eru göt- urnar aftur á móti alveg auðar, enginn snjór á þeim þó hann sé annars staðar.“ Lögreglan segir að vísast hafi hýrnað brúnin yfir vélsleðamönn- um þegar þeir vöknuðu í gær- morgun, þó öðrum fyndist kann- ski fullsnemmt að veturinn væri kominn um miðjan september. „Börnin eru líka mjög sæl með snjóinn, þau léku sér í allan dag,“ sagði lögreglan. Á Egilsstöðum var jörð einnig hvít þegar íbúar vöknuðu í morg- un, sem og á Sauðárkróki. Sam- kvæmt Vegagerðinni var hálka á vegum víða á Norður- og Austur- landi. ■ AKUREYRI Börnin léku sér í snjónum á Akureyri í gær. Norður- og Austurland: Fyrsti snjórinn fallinn M YN D /Þ Ó R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.