Fréttablaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 33
33FÖSTUDAGUR 19. september 2003 Þar sem Ís lendingum finnst skemmtilegast að djamma sími: 511-13-13 / www.nasa. is við ætlum að skemmta þér í vetur l a u g a r d a g i n n 2 0 . s e p t . Dadd i d i skó & H lynur 2,25% Draugamynd heldur börnum frá skóla Lögreglan í Tiruchi á Indlandihefur þurft að glíma við frekar undarlegt mál síðustu daga. Þannig er mál með vexti að ljósmynd sem sýnir draug á bak við einn skólapilt hefur valdið það mikilli hræðslu á meðal nemenda eins skóla borg- arinnar að þeir þora ekki að mæta í tíma. Lögreglan fullyrðir að um tölvuteiknaða fölsun sé að ræða en draugurinn, sem sést svífa um fótalaus í lausu lofti, er frek- ar gervilegur. Pilturinn var á meðal gesta sem komu til borgarinnar frá Bangalore og var myndin tekin þegar hópurinn heimsótti vin- sælan stað fyrir lautarferðir í nágrenni skólans. Dagblaðið Thanthi greindi frá því að hon- um hafi brugðið svo mikið við að sjá myndina að hann hafi fallið í dá. Sagan hrinti af stað mikilli skelfingu á meðal bæjarins og skipuðu foreldrar börnum sín- um að halda sig fjarri lautar- staðnum. Ekki er vitað hvort drengurinn er enn í dái. Sagan magnaðist svo á meðal bæjarbúanna, sem halda því nú fram að draugurinn elti unga pilta á röndum. Hann átti svo að setja drengi í álög með þeim afleiðingum að þeir féllu í dauðadá eins og kom fyrir unga ferðamanninn frá Bangalore. Þetta varð til þess að foreldr- ar nokkurra barna hættu að senda börn sín í skólann. Lögreglan hefur því hafið auglýsingaherferð til þess að af- hjúpa ljósmyndina sem falsaða. Ekki er vitað hver stríðnis- púkinn er eða hvort það geti hugsanlega verið að lögreglan hafi rangt fyrir sér Sofið með ljósin kveikt. ■ Skrýtnafréttin DRAUGAMYNDIN Raunverulegur draugur, eða hvað? NEW YORK-TÍSKA Þessi jakki er úr málmi og ull og var á meðal þess sem Anna Sui hannaði fyrir næsta vor en sýning hennar vakti mikla at- hygli á tískuvikunni í New York á miðviku- daginn. Endurvekja gömlu sveifluna TÓNLEIKAR Þeir kölluðu sig Rottu- gengið, The Rat Pack, sveiflu- sjarmörarnir Frank Sinatra, Sammy Davis og Dean Martin. Í kvöld ætla þeir Páll Rósin- krans, Geir Ólafsson og Harold Burr að setja sig í sveiflustelling- arnar á Broadway og töfra fram lög í anda þessara gömlu snillinga. „Við ætlum að endurvekja Las Vegas-stemninguna eins og hún gerðist best,“ segir Geir Ólafsson. Þeir eru með tuttugu manna stórsveit með sér undir stjórn Ólafs Gauks. Kynnir er enginn annar en Hemmi Gunn. Svo hafa þeir fengið til liðs við sig unga söngkonu, Bryndísi Ás- mundsdóttir, sem jafnframt er ný- útskrifaður leikari. Hún tekur með þeim nokkur lög. ■ SJÓNVARP Gamanþáttaröðin 8 Simple Rules for Dating My Teenage Daughter hefur notið mikilla vinsælda í Bandaríkjun- um. Verðlaunaleikarinn John Ritter lék föðurhlutverkið í þátt- unum en hann missti meðvitund í tökum á fimmtudaginn og lést úr hjartaáfalli skömmu síðar. Sjón- varpsstöðin ABC hefur ákveðið að halda áfram með seríuna og sýna í haust þrjá þætti sem voru teknir fyrir dauða Ritters. Höf- undar þáttaseríunnar hafa ekki ákveðið með hvaða hætti faðir óstýrilátu unglinsstúlkunnar á að láta lífið í þáttunum. John Ritter var tilnefndur til margfaldra Emmy- og Golden Globe-verð- launa en hann hlaut hvor verð- launin einu sinni um ævina. Út- för hans fór fram á mánudaginn og margir aðdáendur hafa lagt blóm og ljósmyndir við minnis- merki hans í Hollywood. ■ Þættirnir halda áfram LEIKARINN JOHN RITTER Gamanserían sem John Ritter lék stórt hlutverk í heldur áfram þrátt fyrir dauða hans. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.