Fréttablaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 18
Síðustu hundrað dagar eða svohafa verið tíðindamiklir í ís- lensku viðskiptalífi. Í vor var gamli Kolkrabbinn í nokkuð föstum skorð- um þótt engum blandaðist hugur um að undirstoðirnar væru orðnar veikar. Fyrirtækjasamsteypan sam- anstóð af Eimskipi, Flugleiðum, Sjó- vá-Almennum og Skeljungi og þessi samsteypa hafði sterk ítök í Sölumið- stöð hraðfrystihús- anna, Íslandsbanka og fleiri öflugum f y r i r t æ k j u m . S n e m m s u m a r s missti Kolkrabbinn Skeljung í kjöl- far mislukkaðrar tilraunar til að tryggja sér meirihlutavald í fyrir- tækinu. Olíurekstur Skeljungs er nú að helmingi í eigu Kaupþings Bún- aðarbanka og bíður kaupenda. Eftir atburði gærdagsins eru svo skips- rekstur Eimskips og sjávarútvegs- hluti, Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna, Marel og Burðarás komin undir Landsbanka og Samson Björgólfsfeðga. Sjóvá-Almennar er orðið dótturfélag Íslandsbanka. Ís- landsbanki hefur aftur náð yfirráð- um yfir Straumi þar sem stór eign Eimskips í Flugleiðum er vistuð. Með innlimun Sjóvár í Íslandsbanka eru Sveinssynir orðnir stórir hlut- hafar í Íslandsbanka – en alls ekki það stórir að þeir stjórni ferðinni. Því er eðlilegt að spyrja: Er Kol- krabbinn lengur til? Sá hluti Kolkrabbans sem hefur ekki farið yfir til Björgólfsfeðga eða Kaupþings er kominn undir stjórn Íslandsbanka, sem hefur lengi verið nokkurs konar banki Kolkrabbans. Kolkrabbinn átti reyndar aldrei það stóran hlut í bankanum að hann gæti stjórnað honum einn en með samvinnu við lífeyrissjóðina, sem eiga samanlagt mjög stóran hluta bankans, var Kol- krabbinn í nokkuð þægilegri stöðu gagnvart Íslandsbanka. Nú er Ís- landsbanki hins vegar orðinn mið- lægur hluti fyrrum Kolkrabbafyrir- tækja sem ekki hafa farið yfir til Landsbanka eða Kaupþings. Og þá má spyrja: Hver á Íslandsbanka? Eignaraðild að Íslandsbanka er mjög dreifð. Og þótt þeir Sveinssyn- ir eignist góðan hlut með sölu á sín- um hlut í Sjóvá-Almennum til bank- ans aukast ítök þeirra í bankanum ekki svo mikið við það. Þeir höfðu áður ítök í gegnum eignarhluta gömlu Kolkrabbafyrirtækjanna og þau voru síst minni en sem nemur eignarhlut þeirra eftir þessar breyt- ingar. Lífeyrissjóðirnir eru áfram stærsti hluthafahópurinn í bankan- um en vegna eðlis þeirra er bæði óæskilegt og óeðlilegt að þeir taki yfir virka stjórn á bankanum. Ís- landsbanki er því ef til vill í svipaðri stöðu og Kaupþing Búnaðarbanki. Þar er eignaraðild dreifð og fram- kvæmdastjórn sterk – og meðan hluthafar eru ánægðir með stjórn bankans eru litlar forsendur fyrir valdabaráttu og kaupum á hluta- bréfum til að tryggja völd. Ef þetta er staðan í Íslandsbanka í dag má segja að Kolkrabbinn sé horfinn af vettvangi íslensks viðskiptalífs. ■ Vefþjóðviljanum er í nöp viðmiðstýringu af öllu tagi og þar á bæ fengu menn ný rök í baráttu sinni gegn stéttarfélagsgjöldum þegar það spurðist út að eitt slíkt byði upp á niðurgreiðslu á nám- skeiði í svokallaðri líkamsgötun. „Þeir eru heppnir sem skyldugir eru til að greiða hluta launa sinna til verkalýðsfélags í hverjum mán- uði. Sem kunnugt er fylgja því ýmis fríðindi að þessi skyldu- greiðsla - verkalýðsfélagsskattur væri reyndar réttnefni - er tekin af fólki. Fólk getur leigt sér sumarhús sem byggð hafa verið að því for- spurðu fyrir peninga þess og það getur einnig leigt sér tjaldvagna sem keyptir hafa verið með sama hætti. Og ef launþegar eru heppnir geta þeir fengið skemmtilegan glaðning frá verkalýðsfélaginu sem þeir borga skatta til, en það er sérstök ávísun sem hægt er að nota til margs konar frístunda.“ Vefþjóðviljinn greinir síðan frá því nýjasta sem gera má fyrir „nauðungargreiðslurnar“ og er greinilega nóg boðið: „En þetta eru ekki öll fríðindin sem innifalin eru í nauðungargjöldum launþega. Það nýjasta sem þeir geta glaðst yfir að fá að greiða fyrir var auglýst í dag- blaði í gær undir yfirskriftinni „Götun (body piercing)“. Nú gefst launþegum nefnilega kostur á að nýta nauðungargreiðslur sínar - og annarra auðvitað - til að læra að gata líkama annars fólks. Og jafn- vel eigin líkama ef þannig ber und- ir. Haldið verður vikunámskeið í líkamsgötun, þar sem kennari frá stofnun ekki ófrægari en American Body Art í París mun kenna fólki að gata eyru, maga, augnabrúnir og fleira sem ekki verður farið út í hér frekar en í auglýsingunni. En þar segir að örfá sæti séu laus og þá er bara um að gera fyrir laun- þega að nota þetta einstaka tæki- færi og skella sér á námskeið í lík- amsgötun, sem niðurgreitt er af greiðendum verkalýðsfélaga- skattsins.“ Áhyggjur af fáfræði ráðamanna Vinstri mennirnir á Múrnum eru iðulega á öndverðum meiði við Vef- þjóðviljann og þar hefur Steinþór Heiðarsson meiri áhyggjur af fá- fræði ráðamanna en stéttarfélags- gjöldum. „Það sem aðallega stendur frjórri, pólitískri umræðu fyrir þrifum á Íslandi er margs konar fá- fræði valdamikilla stjórnmála- manna. Hversu ótrúlegt sem það kann að virðast er þessi annmarki, þegar á heildina er litið, miklu til- finnanlegri en málefnafátæktin og fíknin í fjölmiðlaathygli út á inni- haldslausan hanaslag - án þess að lítið skyldi gera úr þeim leiðindasið. Einstaklingsbundin firring, á borð við þá sem hrjáir ráðherrann sem hefur ekki aðra stefnu í pólitík en þá að landið sé fagurt og frítt og að það sé þróttur í æskunni, verður hér látin liggja milli hluta.“ Steinþór bendir á að íslenskir fjölmiðlar noti „utanríkisráðherra sem helstu heimild sína um alþjóða- mál í stað þess að leita til sérfróðra manna. En þá birtist landsmönnum átakanlegt dæmi um fáfræði þeirra er halda um stjórnvöl í málflutningi utanríkisráðherra varðandi fund Al- þjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) í Cancun í Mexíkó í liðinni viku. Ráðherrann var vonsvikinn yfir því að samningaviðræður hefðu runnið út í sandinn og greini- lega gramur fátækari ríkjum heims. Halldór Ásgrímsson sagði blákalt að Evrópusambandið og Bandaríkin hefðu „teygt sig mjög langt“ til að ná samkomulagi við fá- tæku ríkin.“ ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um skiptingu Kolkrabbans. Hlerað á Netinu ■ Hægrimenn spá í líkamsgötun en vinstrimenn í fáfræði. 18 19. september 2003 FÖSTUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Þeirri kenningu hefur mikið veriðhaldið á lofti í umræðunni um stöðu höfuðborgarinnar og raunar í byggðamálaumræðunni yfirleitt, að Reykjavík gegni þýðingarmiklu hlutverki sem viðspyrna í búferla- flutningum. Það sé mikilvægt að borgin geti boðið upp á fjölbreyti- lega menningu, afþreyingu, at- vinnutækifæri og þjónustu svo bú- ferlaflutningar unga fólksins stöðv- ist þar, en ekki einhvers staðar í út- löndum. Þetta er ágæt kenning svo langt sem hún nær. Í tengslum við hana hafa verið settar fram hugmyndir um mikilvægi þess að móta heild- stæða borgarstefnu sem hluta af al- mennri byggðastefnu í landinu. Með borgarstefnu er þá m.a. verið að tala um markvissari og heild- stæðari skipulagslega uppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu öllu, hvort sem það er á sviði grunngerðar, menntunar eða menningar. Mörg áhugaverð atriði slíkrar umræðu eru nú þegar áberandi s.s. spurning- in um lestarkerfi og ýmis skipulags- mál. Umræðan um borgarstefnu, sem hluta af byggðastefnu, er al- mennt til mikilla bóta og vonandi að landsbyggðarfjandsamlegir nöldur- seggir úr borginni og borgfjand- samlegir nöldurseggir á lands- byggðinni fái ekki þann hljómgrunn í framtíðinni, sem þeir hafa því mið- ur haft í fortíðinni. Félagsvísindatorg Á svokölluðu Félagsvísinda- torgi, sem er vikuleg samkoma í hinni nýju Félagsvísinda- og laga- deild Háskólans á Akureyri, kynnti fyrr í vikunni dr. Þóroddur Bjarna- son félagsfræðingur niðurstöður úr nýrri athugun á framtíðarsýn íslenskra unglinga. Þar kom greinilega fram, þegar bornar voru saman niðurstöður úr könnun meðal 9.-10. bekkinga frá 1992 og 2003, að hugur unglinganna stefnir í vaxandi mæli til útlanda þegar spurt er um hvar þeir vilji og telji líklegt að þeir muni búa í framtíð- inni. Útlönd eru nú orðin miklu lík- legri valkostur landsbyggðarbarna en Reykjavík eða höfuðborgar- svæðið og hefur munurinn milli þessara staða vaxið mjög verulega á þessu tíu ára tímabili. Miðað við niðurstöðurnar er Reykjavík raun- ar almennt séð að tapa í baráttunni við útlönd í huga íslenskra ung- linga. Könnunin staðfestir líka að unglingar úr sveit og sjávarþorp- um eru líklegri til að flytja úr heimabyggð en aðrir, á meðan staður eins og Akureyri stendur mun sterkar að vígi hvað þetta varðar. Hér er þó ekki vettvangur til að gera grein fyrir niðurstöðun- um í einstökum atriðum, það verð- ur ugglaust gert á öðrum vettvangi – vonandi fyrr en síðar. Vissulega ber að slá ýmsa varnagla áður en stórar ályktanir eru dregnar af svona niðurstöðum, en það er hins vegar full ástæða til að taka þær alvarlega, enda felst í þeim stór- frétt. Hnattrænt og staðrænt Sú einfalda staðreynd að stór og ört vaxandi hluti íslenskra unglinga sér sjálfan sig setjast að í útlöndum í framtíðinni bendir til aukinnar al- þjóðavæðingar hins íslenska ung- lingshuga. Það á vitaskuld ekki að koma á óvart og þarf alls ekki að vera óæskilegt. Þvert á móti er það kostur ef unga fólkið horfir vítt um völl og sér út fyrir túngarðinn heima hjá sér. Í því felast einmitt afar eftirsóknarverð gæði – það hef- ur ekki þótt ljóður á fólki að vera heimsborgaralegt! Aðalatriðið er að fá þessa litlu heimsborgara til að taka þátt í því upplýsinga- og þekk- ingarsamfélagi, sem við erum að byggja upp í landinu, og gerast þar virkir þátttakendur þegar þeir verða stórir. Í því samhengi er eitt lausnarorð áberandi mikilvægt: Fjölbreytni. Það þarf að tryggja að samfélagið hér á Íslandi sé fjöl- breytilegt og hafi upp á að bjóða margbreytileika sem er í einhverju hlutfalli við margbreytileika þess- ara heimsborgara, sem við viljum halda hér. Í því samhengi er öflugt og skrautlegt borgarsamfélag ein- ungis einn þáttur. Ýmsir aðrir kost- ir þurfa líka að vera til staðar, þar á meðal smærra þéttbýli og dreifbýli. Menn verða nefnilega ekki heims- borgarar á því að búa í heimsborg – sagði ekki einhver bókmenntagagn- rýnandi að hvergi væru fleiri Bjart- ar í Sumarhúsum en í New York! Heimsborgarar þekkingarsamfé- lagsins hugsa hnattrænt, hvort sem þeir búa á grískri eyju, London, Par- ís, Reykjavík eða Ísafirði. „Think globally, act locally,“ segir enska slagorðið og það á einmitt við um ís- lenska framtíð – æskan er farin að hugsa hnattrænt, spurningin er hvort hennar staðbundni starfsvett- vangur verði á Íslandi og þá hvar á landinu. Einar Már Guðmundsson hitti, eins og venjulega, naglann á höfuðið þegar hann sagði í Ræðupúlti örlaganna: „Ekki tala um/ stórar þjóðir og litlar þjóðir,/ út- kjálka, heimshorn og jaðra./ Þetta er hnöttur; miðjan/hvílir undir ilj- um þínum/ og færist úr stað og eltir / þig hvert sem þú ferð.“ Grunngerð og tækifæri Ljóst er á þeim vísbendingum sem fram koma í rannsóknarniður- stöðunum sem kynntar voru á Fé- lagsvísindatorginu hjá HA að menn hafa ekki verið að ná þeim árangri sem þeir vonuðust eftir með byggðastefnu annars vegar og borgarstefnu hins vegar. Þegar menn hins vegar almennt viður- kenna að þessar stefnur eru í raun sami hluturinn og að spurningin snýst um að skapa nauðsynlega grunngerð og sem fjölbreyttust tækifæri um land allt til að vera með í þekkingarsamfélaginu, bæði í Reykjavík og annarsstaðar, þá kannski staldra litlu heimsborgar- arnir frekar við – eða snúa heim þegar þeir eru orðnir eldri eftir að hafa farið tímabundið til útlanda. ■ Vegna skrifa um Kanarí- eyjaferðir Starfsfólk Úrvals-Útsýnar skrifar: Í viðtali við starfsmann Ferða-skrifstofu Úrvals-Útsýnar í Fréttablaðinu 4. sept. voru um- mæli starfsmanns sem hnigu að því að tekist hefði að láta sólar- ferðir til Kanaríeyja höfða til mun stærri hóps viðskiptavina en áður. Vegna misskilnings, sem virðist hafa orðið milli við- komandi starfsmanns og blaða- mannsins, mátti skilja ummælin svo að hjá Úrvali-Útsýn hefði mönnum þótt miður að Kanarí- eyjar hefðu fyrr á árum höfðað nær eingöngu til eldri borgara. Vegna þessa vill Ferðaskrif- stofan taka fram að Úrval-Útsýn hefur í mörg ár verið í farar- broddi aðila sem leggja sérstaka áherslu á að bjóða eldri borgur- um úrvals ferðaþjónustu. Í tengslum við þessa ferðaþjón- ustu hefur Úrval-Útsýn starf- rækt sérstakan ferðaklúbb eldri borgara, Úrvalsfólk, gefið út fréttabréf reglulega og haldið uppi kröftugu félagsstarfi bæði innanlands og utan. Því er ekk- ert fjær sanni en að halda því fram að í starfsemi sinni hafi Úrval-Útsýn eða starfsmenn hennar komið fram við eldri borgara á annan hátt en þann að sýna þeim ávallt virðingu og hlý- hug og kappkosta að veita þeim alla ferðaþjónustu eins og hún getur best orðið og þeir verð- skulda. Þúsundir íslenskra eldri borg- ara hafa á undanförnum áratug- um notið lífsins með ferðaskrif- stofu Úrvals-Útsýnar og það er einlæg von okkar að svo verði enn um ókomna tíð. ■ BIRGIR GUÐ- MUNDSSON ■ skrifar um borgar- og byggðastefnu. Litlu heimsborgarar ■ Bréf til blaðsins Líkamsgötun og fáfræði Er Kolkrabbinn til? ■ Það er því eðli- legt að spyrja á þessum tíma- punkti: Er Kol- krabbinn lengur til? HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Múrinn gefur ekki mikið fyrir málflutning utanríkisráðherra varðandi fund Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar í Cancún í Mexíkó í liðinni viku. Um daginnog veginn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.