Fréttablaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 39
Óhætt er að segja að allt hafi alltverið á öðrum endanum í Vest- urbyggð að undanförnu. Fráfar- andi forseti bæjarstjórnar, Jón B. G. Jónsson, krafðist þess á dögun- um að spjallvefnum skjald- borg.com yrði lokað hið snarasta. Jón B. G. mun hafa verið ósáttur við þau skrif sem áttu sér stað um meirihlutann í Vesturbyggð. Hann skrifaði sjálfur á skjaldborg.com, sem Jónas Þór yfirlögregluþjónn er skráður fyrir, og lagði til að lok- ið yrði sett á ruslatunnuna. Jón er reyndar á förum frá Patreksfirði þar sem hann tekur við sem yfir- læknir heilsugæslunnar í Keflavík. Úr villta vestrinu heyrist að ástandið í Vesturbyggð muni róast þegar yfirlæknirinn hverfur af vettvangi. Mikill styr hefur lengi staðiðum hundabúið á Dalsmynni á Kjalarnesi. Meðal annars hafa spjallþræðir á Netinu verið undir- lagðir af umræðu um búið. Tvær ungar konur úr Mosfellsbænum voru orðnar þreyttar á endalausum staðhæfingum um hvað þar væri að gerast. Þær tóku sig því til og könnuðu sjálfar málið og gengu í stofnanir og ráð þar sem þær fengu skýrslur sem fjölluðum um búið. Niðurstöðurnar voru sannar- lega ekki búinu í hag og gengu þær á fund Sivjar Friðleifsdóttur um- hverfisráðherra, kynntu niðurstöð- ur sínar og óskuðu eftir að eitt- hvað yrði gert til að koma í veg fyrir áframhaldandi hvolpafram- leiðslu. Allt stefnir í veislu ársins þegarJón Axel Ólafsson, fyrrum út- varpsstjóri Norðurljósa, heldur upp á fertugsafmælið sitt um aðra helgi. Veislan verður haldin á Hót- el Íslandi og hefur Jón Axel boðið flestum af sam- starfsmönnum sínum á umliðn- um árum en hann hefur sem kunnugt er kom- ið við sögu á nær öllum þeim ljós- vakamiðlum sem starfræktir hafa verið hér á landi og með sanni verið nefndur faðir frjálsa útvarpsins á Íslandi. Eftir að Jón Axel lét af störfum hjá Norðurljósum hefur hann einbeitt sér að viðskiptanámi sínu í Háskól- anum í Reykjavík. Þegar því lýkur má búast við að hann snúi sér aft- ur að fjölmiðlun og þyrfti ekki að koma á óvart að hann ætti eftir að leggja hönd á plóg við endurreisn frjálsra útvarpsstöðva hér á landi – en þar er verk að vinna. Þýskur umboðsmaður Stuð-manna, Claudia Koestler, lenti í afar sérstæðu slysi þegar hún var á leið til Danmerkur frá Þýskalandi. Hún fór þangað til að hjálpa við tón- leika sveitarinnar og upptökur á myndinni Í takt við tímann. Claudia, sem verið hefur umboðs- maður þeirra í Evrópu um árabil, tók næturlestina frá München til Kaupmannahafnar og fékk úthlutað efri koju í tveggja manna klefa. Áttræð kona átti að vera í neðri koj- unni. „Hún bað mig að skipta við sig um koju þar sem henni myndi annars líða eins og í líkkistu,“ segir Claudia, sem gaf eftir efri kojuna. „Ég átti mér einskis ills von þeg- ar ég lagðist til svefns. Ég var þreytt og sofnaði von bráðar við taktfast hljóðið í lestinni.“ Hún segist hafa sofið draum- laust þar til skyndilega dró til tíð- inda í hraðlestinni frá München. „Ég hrökk upp með andfælum við skruðninga og neyðaróp og fann nístandi sársauka í hægri fætinum. Í svefnrofunum áttaði ég mig á því að efri kojan hafði gefið sig undan þunga konunnar og hún lenti ofan á mér. Ég var föst í brakinu og reyndi að losa mig en þá veinaði gamla konan í sífellu að ég mætti ekki meiða sig. Lestarvörður kom aðvíf- andi til að bjarga konunni frá mér með því að drösla mér úr kojunni. Það kostaði mig marin rifbein. Mér tókst að útskýra hvað var að gerast og lestarvörðurinn losaði mig var- færnislega úr brakinu,“ segir Claudia, sem varð ekki svefnsamt það sem eftir lifði ferðar vegna sársauka í fætinum. Í Kaupmannahöfn ákvað hún að leita til læknis. Röntgenmynd sýndi að bein í hægri kálfa var brotið og vöðvi hafði rifnað að auki. Claudia lét þetta þó ekki á sig fá og haltraði til starfa sinna í þágu sveitarinnar, sem sló gjörsamlega í gegn í Dana- veldi þar sem þúsundir Íslendinga komu til að hlýða á söng og hljóð- færaslátt. „Stuðmenn vissu ekki hvernig var komið fyrir mér en mér fannst ég vera skuldbundin þeim og íslensku víkingunum sem komu í Tívolí. Ég hlóð því í mig verkalyfjum til að komast í gegnum helgina,“ segir hún. Claudia, sem starfar sem rithöf- undur og blaðamaður, er nú komin aftur heim til Þýskalands þar sem hún bíður þess að bein grói og hún nái aftur fyrra líkamlegu atgervi. Sjálf segist Claudia ætla að halda áfram að ferðast með járnbrautar- lestum en hún segist hér eftir munu standa fast á sínu hvað varðar efri kojur í næturlestum. ■ Stuðmenn CLAUDIA KOESTLER ■ umboðsmaður Stuðmanna var sofandi í hraðlest á leið til Kaupmannahafnar til að vinna fyrir hljómsveitina þegar ógæf- an dundi yfir. Fréttiraf fólki Fótbrotnaði í fastasvefni 39FÖSTUDAGUR 19. september 2003 ■ Leiðrétting Vegna 14 prósenta hækkunar á fasteignaverði skal tekið fram að verð á fellihýsum er óbreytt. ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Jaap de Hoop Scheffer, utanríkisráðherra Hollands. New York Times. ÍA og KA. CLAUDIA KOESTLER Lenti í þeirri ógæfu að fótbrotna steinsofandi í næturlestinni á milli Kaupmannahafnar og München. Hér er hún ásamt Agli Ólafssyni, söngvara Stuðmanna, við hlið Tívolís dag- inn eftir hina örlagaríku för með næturlestinni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.