Fréttablaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 31
FÖSTUDAGUR 19. september 2003 FÓTBOLTI „Ég er ánægður með að málið leystist án afskipta dóm- stóla og ég bíð spenntur eftir því að verða framkvæmdastjóri West Ham,“ sagði Alan Pardew eftir að Reading ákvað að hætta við mál- sókn gegn honum vegna brots á samningi. „Ég er Lundúnabúi og þekki vel sögu félagsins og skil að það verður að leika þann fótbolta sem stuðningsmennirnir vilja. Ég þekki ástríðu þeirra í garð félags- ins og get varla beðið eftir hefjast handa við að koma félaginu aftur upp í úrvalsdeildina.“ Fyrsti leik- ur West Ham undir stjórn Pardew verður gegn Burnley á Upton Park 18. október. ■ ALAN PARDEW Pardew verður næsti framkvæmdastjóri West Ham. Enska knattspyrnan: Pardew til West Ham FÓTBOLTI Oleg Blokhin verður næsti landsliðsþjálfari Úkraínu. Hann tekur við af Leonid Buriak, sem lét af störfum þegar þátttöku Úkraínumanna í Evrópumeistara- keppninni lauk. Fyrsta verkefni hans í nýju starfi verður vináttu- leikur gegn Makedóníu 11. októ- ber. Blokhin er markahæsti leik- maðurinn í sögu Sovétríkjanna en hann skoraði 211 mörk í 431 deild- arleik fyrir Dínamó frá Kíev á ár- unum 1972 til 1987. Hann varð sjö sinnum meistari, fimm sinnum bikarmeistari og Evrópumeistari bikarhafa árið 1975. Hann var einnig valinn knattspyrnumaður Evrópu árið 1975. ■ OLEG BLOKHIN Oleg Blokhin verður næsti landsliðsþjálfari Úkraínu. Úkraínska landsliðið: Blokhin lands- liðsþjálfari FÓTBOLTI „Ég er ekki hissa. Ég hef satt að segja beðið eftir þessu,“ sagði John Hårstad-Evjen um ör- lög bandarísku atvinnudeildar- innar í kvennaknattspyrnu í við- tali við norska vefinn toppse- rien.com. „Allir vita að þeir hafa ekki aflað teknanna sem þeir þurfa. Þetta hlaut að fara svona.“ John Hårstad-Evjen er formaður Asker, eins fremsta félagsins í norsku kvennaknattspyrnunni, og þekkir vel til bandarísku deildarinnar. „Í Bandaríkjunum snýst þetta bara um viðskipti. Þeir hætta um leið og þeir sjá að þetta gangi ekki. Bandaríska kvennadeildin var sér- kennilegt fyrirbæri. Enginn hefur tengsl við félagið sitt og þeir hætta um leið og peningarnir eru búnir.“ Vefurinn ræddi einnig við Ragnhild Gulbrandsen, sem lék með Boston Breaker á síðustu leiktíð. Hún var hissa þegar hún fékk tíðindin. „Það fyrsta sem mér datt í hug var að þetta væri tak- tískur leikur hjá bandarísku deild- inni,“ sagði Gulbrandsen. „Ég trúi því ekki að það sé tilviljun að þeir tilkynni þetta fáeinum dögum fyr- ir heimsmeistarakeppnina. Nú fá þeir mikla athygli vegna keppn- innar og treysta því að styrktarað- ilar veiti kvennaknattspyrnunni athygli.“ Gulbrandsen á ekki von á að nokkuð verði úr keppni leiktíð- ina 2004 en vonar að keppni hefjist að nýju árið 2005. ■ Bandaríska kvennadeildin: Ekki hissa á því hvernig fór BANDARÍSKA KVENNADEILDIN Jim Gabarra, þjálfari Washington Freedom, huggar Miu Hamm eftir tap félagsins fyrir Carolina Courage í bandarísku atvinnudeildinni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.