Fréttablaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 19. september 2003 FRAKKLAND Bresk kona hefur ver- ið dregin fyrir rétt í Frakklandi ákærð fyrir að standa á bak við alþjóðlegan vændishring. Á meðal meintra viðskiptavina hennar voru virtir kaupsýslu- menn, stjórnmálamenn og ýmsir þekktir einstaklingar. Hin 43 ára gamla Margaret MacDonald var handtekin í Par- ís í maí á síðasta ári. Franskir saksóknarar segja að hún hafi gert út allt að 450 dýrar vændis- konur og -menn á hótelum í Evr- ópu, Bandaríkjunum og Ástralíu. Sjálf heldur hún því fram að hún hafi rekið fylgdarþjónustu og neitar því alfarið að hafa vitað að sumir starfsmenn hennar seldu kynlíf. Saksóknarar fullyrða að við- skiptavinir MacDonald hafi greitt sem svarar um 90.000 ís- lenskum krónum fyrir klukku- stund með vændiskonunum og karlhórunum og 40% af upphæð- inni hafi runnið í hennar vasa. MacDonald á yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi verði hún fundin sek. ■ FYRRUM VÆNDISKONA Fyrrum starfsmaður fylgdarþjónustu Marg- aret MacDonald svarar spurningum frétta- manna í dómshúsinu í París. Bresk hórumamma dregin fyrir rétt í Frakklandi: Gerði út dýrar vændis- konur og karlhórur KVIKMYNDAGERÐ Úthlutun þróunar- og handritsstyrkja frá Kvik- myndamiðstöð Íslands hefur dregist fram yfir 1. septem- ber vegna fjölda umsókna. Von- ast er til að út- hlutun verði lok- ið 1. október. Styrkjavilyrðum og framleiðslu- styrkjum var úthlutað í júní. Laufey Guðjónsdóttir, for- stöðumaður Kvikmyndamiðstöðv- arinnar, segir ástæðu seinkunar- innar vera kerfisbreytingu sem varð þegar Kvikmyndasjóður varð að Kvikmyndamiðstöð á síð- asta vetri. „Það kom frekar löng pása þar sem ekkert gerðist,“ seg- ir Laufey. Að sögn Laufeyjar lét Kvik- myndamiðstöðin þau boð út ganga til kvikmyndagerðarmanna að þeir sendu ekki inn umsóknir strax vegna allra verkefna sem þeir væru með í pípunum: „Við vorum að vonast til að fá þetta í bútum. En við fengum alla hrúguna inn strax. Það voru í raun of margar umsóknir til þess að við réðum við þær. Kvikmyndaráð- gjafar sem fjalla efnislega um þetta hafa ekki haft undan en verða vonandi búnir að klára 1. október,“ segir Laufey. Ari Kristinsson, formaður Framleiðendafélagsins, segir kvikmyndagerðarmenn hafa skilning á töfunum hjá Kvik- myndamiðstöðinni. Kerfinu hafi verið breytt þannig að í stað þess að umsækjendum sé einfaldlega svarað játandi eða neitandi fái þeir umsögn frá sjóðnum. „Nú er verið að moka flórinn því menn sendu einfaldlega inn öll gömlu handritin sem hefur verið hafnað í gegnum tíðina. Nú fá þeir fag- lega umsögn og geta þá hugsan- lega loks séð hvað er gallað við handritin,“ segir Ari. Kvikmyndaráðgjafarnir sem Laufey nefnir eru Valdís Óskar- dóttir klippari og Sveinbjörn I. Baldvinsson, rithöfundur og fyrr- verandi dagskrárstjóri sjónvarps. Þau tvö gefa umsögn um allar um- sóknir, sem munu vera hátt í 90 talsins. Ari segir að þegar umsagnir ráðgjafanna liggi fyrir muni menn geta séð betur en áður hvaða línu verði fylgt. Í haust verði haldin ráðstefna kvik- myndagerðafólks og Kvikmynda- miðstöðvar og farið yfir hvernig til hefur tekist. gar@frettabladid.is LAUFEY GUÐJÓNSDÓTTIR „Kvikmyndaráðgjafar sem fjalla efnislega um þetta hafa ekki haft undan en verða vonandi búnir að klára 1. október,“ segir forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvarinnar um afgreiðslu styrkumsókna. Umsóknir að kæfa Kvikmyndamiðstöð Úthlutun styrkja Kvikmyndamiðstöðvar dregst vegna fjölda umsókna. Nú fær hver umsókn faglega umsögn en ekki aðeins nei eða já. Öllu gömlu handritin dregin upp og send inn, segir formaður Framleiðendafélagsins. „Nú er verið að moka flór- inn. KVIKMYNDAMIÐSTÖÐ ÍSLANDS Kvikmyndagerðarmenn bíða þess að ráðgjafar Kvikmyndamiðstöðvar Íslands ljúki við að fara yfir hátt í 90 styrkumsóknir. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M STJÓRNMÁL „Ég tel að spurningin um endurskoðun EES-samnings- ins verði stærsta áskorun ís- lenskrar utanríkisstefnu á næstu árum,“ sagði Árni Magnússon fé- lagsmálaráðherra í ræðu á ráð- stefnu um breytingar á Evrópu- sambandinu og áhrif þeirra á Evr- ópska efnahagssvæðinu í gær. Árni sagði mismunandi laga- grunn Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins grafa undan grundvallarhugmynd EES um að sömu reglur gildi á öllu svæðinu. Lagagrunnurinn er mismunandi vegna þess að EES- samningurinn byggir á Rómar- sáttmála ESB en síðan hafa þrír sáttmálar verið samþykktir sem hafa breytt regluvirki Evrópu- sambandsins. Auk þess sem Árni vill að EES- samningurinn verði endurskoðað- ur til samræmis við nýrri sátt- mála ESB vill hann að fulltrúar ís- lenskra sveitarfélaga fái aðstöðu sem veitir þeim aðkomu að ákvarðanatöku sem hefur áhrif á starfsemi þeirra. „Ég legg út af stöðu sveitarfélaga fyrst og fremst,“ segir Árni og vísar til þess að kominn er til sögunnar vettvangur sveitarfélaga í ESB sem kemur að undirbúningi ákvarðana sem hafa áhrif á þau. „Sveitarfélögin sem eru EES- megin sitja eftir,“ segir Árni og vill bót á því. ■ ÁRNI MAGNÚSSON Í lok ræðu sinnar sagði Árni að ef endur- skoðun samningsins næðist ekki fram þyrftu Íslendingar að huga að aðildarum- sókn. „Ég er ekki að spá því að það takist ekki.“ Félagsmálaráðherra vill endurskoðun EES-samnings: Mesta áskorun utan- ríkisþjónustunnar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.