Fréttablaðið - 09.10.2003, Blaðsíða 32
9. október 2003 FIMMTUDAGUR
Þar kom að því. HljómsveitinVínyll slítur loksins fjögurra
ára útgáfuþögn sína og gefur út
sjálftitlaða þröngskífu sem kemur í
búðir í dag.
„Við höfðum bara ekki efni á því
að gefa út stærri plötu,“ útskýrir
Egill Tómasson, gítarleikari sveit-
arinnar. „Við erum búnir að vera að
gera þetta með aðstoð Kára Sturlu-
sonar og höfum verið að vinna eitt
og eitt lag í einu. Þessi lög verða þó
örugglega líka á stóru plötunni.“
Egill segir að í rauninni sé nýi
Vínyll önnur hljómsveit en sú sem
átti slagara hér um árið, þó að þrír
liðsmanna séu hinir sömu. Þegar
sveitin var endurreist fyrir tveim-
ur árum, hafi verið settar nýjar
áherslur, auk þess sem öll gömlu
lögin fengu fljótlega að fjúka af
tónleikadagskránni. Hann vonast
svo til að stóra platan þeirra skili
sér í búðirnar næsta vor og segir
hana tilbúna á teikniborðinu.
„Við erum búnir að finna fólk
sem okkur líkar vel við að vinna
með. Þeir Ívar Bongó og Sölvi Blön-
dal eru búnir að vera að vinna með
okkur. Axel, fyrrum Naglbítur, tók
svo upp tvö lög á plötunni. Nobody’s
Fool er alveg óbreytt í hans útgáfu
en Sölvi og Ívar endurhljóðblönd-
uðu svo Who Get’s the Blame fyrir
útgáfuna.“
Eins og aðdáendur sveitarinnar
vita nutu bæði þessi lög vinsælda á
X-inu 977. Það fyrra fór m.a. alla
leið á topp X-Dominos listans. Tvö
ný lög eru svo einnig á plötunni en
þau heita Miss Iceland og Le
Ballad. Það fyrrnefnda er nýkomið
í spilun á X-inu en þeir sem fylgd-
ust með síðustu Ungfrú Ísland.is
keppni, ættu að kannast við lagið.
Þar kveður svolítið við nýjan tón
hjá sveitinni, högg gítararnir látnir
víkja fyrir dansvænni bassalínum.
„Þetta er sú stefna sem við erum
að taka núna. Við erum aðeins að
prófa að þróa okkur áfram. Þrjú
nýjustu lögin eru í þessum anda.
Þetta er eiginlega meira diskó,
meira sexí bít“ segir Egill og hlær.
Í lok mánaðarins leikur Vínyll á
CMJ tónleikahátíðinni í New York,
en sú hátíð er óvenju íslensk þetta
árið því þar leika einnig Leaves og
Singapore Sling. Í kvöld fagna Vín-
ylsmenn nýju útgáfunni með fríum
tónleikum á Bar 11 og verður talið í
kl. 22.
biggi@frettabladid.is
Pondus eftir Frode Øverli
Frumsýningarum helgina
Dómar í
erlendum miðlum
Vet
rar
sól
24.
930kr..
Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100
Fyrstir koma
- fyrstir fá!
Alicante
Beint leigu-
flug me›
Icelandair
í allan vetur!
Sumarhúsa-
eigendur
og a›rir
farflegar
til Spánar!
Tilbo›
5. og 19. nóv.
í 2 vikur:
Flug fram og til baka
með flugvallarsköttum.
Tilvali›
tækifæri
til a› stytta
veturinn.
VÍNYLL
Vínyll hefur verið duglegri við að halda
tónleika erlendis en hérlendis á þessu
ári en Egill lofar bragabót þar á.
Tónlist
VÍNYLL
■ Gefur út fyrstu eiginlegu útgáfu sína í
dag, 4 laga þröngskífu sem inniheldur
slagaranna tvo og 2 ný lög.
„Meira sexí bít!“
Ár Titill www.imdb.com
1970 Hercules in New York 2.4 /10
1982 Conan the Barbarian 6.4 /10
1984 Conan the Destroyer 5.2 /10
1984 The Terminator 7.9 /10
1985 Red Sonja 4.2 /10
1985 Commando 5.6 /10
1986 Raw Deal 4.7 /10
1987 Predator 7.2 /10
1987 The Running Man 6.2 /10
1988 Red Heat 5.4 /10
1988 Twins 5.9 /10
1990 Total Recall 7.2 /10
1990 Kindegarden Cop 5.8 /10
1991 T2: Judgement Day 8.1 /10
1993 Last Action Hero 5.4 /10
1994 True Lies 7.0 /10
1994 Junior 4.8 /10
1996 Eraser 5.9 /10
1996 Jingle All the Way 4.7 /10
1997 Batman & Robin 3.6 /10
1999 End of Days 5.3 /10
2000 The 6th Day 6.0 /10
2002 Collateral Damage 5.3 /10
2003 T3: Rise of the Machine 7.0 /10
Helstu myndir Arnolds á ferlinum:
RÍKISSTJÓRI KALIFORNÍU
Þykir hafa staðið sig misvel fyrir framan
myndavélarnar, vonandi verður hann ekki
jafn mistækur í stjórnmálunum.
Á ÉG að gerast
lögbrjótur? Ég sem er
FJÖLSKYLDUFAÐIR?
Nei og aftur nei! Sam-
kvæmt landslögum eru
fjárhættuspil BÖNNUÐ!
LAGABROT? Er það
markmiðið hjá ykkur?
Og kallið ykkur VINI?
Fáðu þér
sæti og
steinþegiðu!
Ég mala
ykkur í
kvöld!
Heyrirðu
það?
HA
HA
HA!!!
Já,
Jói!
VERONICA GUERIN
Internet Movie Database - 7.0 /10
Rottentomatoes.com - 55% = Rotin
POKEMON 4EVER
Internet Movie Database - 4.2 /10
Rottentomatoes.com - 15% = Rotin
S.W.A.T.
Internet Movie Database - 6.2 /10
Rottentomatoes.com - 47% = Rotin
Entertainment Weekly - B
Los Angeles Times - 2 stjörnur (af fimm)
HOLES
Internet Movie Database - 7.5 /10
Rottentomatoes.com - 78% = Fersk
Entertainment Weekly - B+
Los Angeles Times - 3 og hálf stjarna (af
fimm)
DOCTOR SLEEP
Internet Movie Database - 7.0 /10
Kvikmyndir
ARNOLD SCHWARZENEGGER
■ Þar sem vöðvabúntið Arnold
Schwarzenegger var kjörinn ríkisstjóri
Kaliforníu á þriðjudag lítur út fyrir að
kvikmyndaferli hans sé lokið í bili.
Hér verður farið stuttlega yfir helstu
myndir af ferli kappans sem hefur ekki
alltaf verið blómlegur.