Fréttablaðið - 09.10.2003, Blaðsíða 40
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500
Bakþankar
ÞRÁINS BERTELSSONAR
Frægt fólk
í framboð
Fimmtudagskvöld 9. október i l .
Skeifunni • Akureyri • Egilsstöðum
Jæja, þá er Arnaldur sonur Svarta-Eggerts orðinn ríkisstjóri í Kali-
fornu og stýrir þar sjötta stærsta
hagkerfi í veröldinni. Hann fetar í
fótspor Rónalds ríka sem endaði í
Hvíta húsinu og loks í Höfða að
semja um heimsfriðinn við Mikka
Gorbatsjoff sællar minningar.
FRÆGÐARFÓLK á Íslandi á tví-
mælalaust að fara að fögru fordæmi
Arnalds og axla þjóðfélagslega
ábyrgð í staðinn fyrir að intervjúa
hvert annað skellihlæjandi í spjall-
þáttum eða lýsa uppáhaldsmatnum
sínum fyrir slúðurdálkahöfundum.
Við höfum nóg af frægu fólki hérna
til að manna mikilvægar stöður í
samfélaginu, og það er ekki eftir
neinu að bíða.
BJÖRK er frægust allra Íslendinga
og mundi henta vel í forsetaembætt-
ið. Kristján Jóhannsson væri fínn til
að taka við formennsku í Sjálfstæð-
isflokknum og Bubbi Morthens færi
létt með að taka við Samfylkingunni.
Frjálslyndi flokkurinn ætti endilega
að reyna að krækja í Jónínu Ben og
Vinstrigrænir mundu slá sér upp ef
þeir fengju Diddú til að taka við for-
mennskunni. Linda Pé býr í útlönd-
um hvort sem er og væri því upp-
lögð sem utanríkisráðherra og for-
maður Framsóknarflokksins.
ÓMAR RAGNARSSON væri til-
valinn formaður Landsvirkjunar.
Björgólfur Guðmundsson gæti bætt
á sig Seðlabankanum og þjóðhags-
lega yrðu samlegðaráhrifin til mik-
illar blessunar. Hannes Hólmsteinn
gæti orðið þjóðskjalavörður og Þór-
arinn V. Þórarinsson skógræktar-
stjóri. Frikki Sóf færi í Landgræðsl-
una. Spaugstofan tæki við Ríkisút-
varpinu og Smekkleysa mundi poppa
upp Lögbirtingablaðið og Alþingis-
tíðindi. Lalli Johns kæmi til greina
sem fangelsismálastjóri og Vala
Matt sem sáttasemjari ríkisins.
Baugsfeðgar gætu orðið hæstarétt-
ardómarar og Jón Sullenberger rík-
isendurskoðandi.
AUÐVITAÐ koma margir fleiri til
greina í hin háu embætti, en þessi
upptalning sýnir að við eigum nóg af
frægu fólki til að hrista almennilega
upp í samfélaginu. En stjórnmál eru
alltof þýðingarmikil til þess að óhætt
sé að leyfa stjórnmálamönnum að
einoka þau. Hasta la vista, baby!
eins og Arnaldur segir. ■