Fréttablaðið - 09.10.2003, Blaðsíða 8
8 9. október 2003 FIMMTUDAGUR
Hjálp!
„Vil ég biðja forseta um að
þagga niður í hinum ákafa
þingmanni sem grípur hér
fram í fyrir mér.“
Hjálmar Árnason, undir skömmum Ástu Ragn-
heiðar Jóhannesdóttur. Alþingi 8. september.
Fá ekki að stela glæpnum
„Við vinnum að þessu, en það
verður ekki í anda þessa frum-
varps Samfylkingarinnar.“
Guðmundur Halldórsson, spurður hvort hann
styddi frumvarp um lækkun matarskatts. DV 8.
september.
Fleiri loforð...
Það er allt svikið. Svei mér þá.
Magnús Þór Hafsteinsson um kosningaloforð
stjórnarflokkanna. Alþingi 8. september.
Orðrétt
Hækkanir í Kauphöllinni:
Pharmaco hækkaði langmest
VIÐSKIPTI Pharmaco hækkaði mest
allra félaga í úrvalsvísitölu Kaup-
hallar Íslands fyrstu níu mánuði
ársins. Félagið hækkaði um 93% á
tímabilinu. Það er ríflega tvöfalt
meira en Kaupþing Búnaðarbanki
og Landsbankinn sem koma næst.
Ríkisbankarnir fyrrverandi hækk-
uðu um 43% hvor um sig fyrstu níu
mánuði ársins. Næst á eftir koma
félög sem voru í miðju breytinga á
eignarhaldi síðasta mánuð tímabils-
ins. Þetta eru Sjóvá-Almennar og
Fjárfestingarfélagið Straumur sem
hækkuðu um 40%. Úrvalsvísitalan
hækkaði um 34% fyrstu níu mánuði
ársins. Fram kemur í mánaðarriti
Greiningar Íslandsbanka að velta í
Kauphöllinni hafi verið 55% meiri
fyrstu níu mánuði ársins en fyrir
sama tímabil í fyrra. Íslandsbanki
segir hæpið að draga þá ályktun af
því að markaðurinn sé orðinn virk-
ari. Stór hluti þessarar aukningar
skýrist af afskráningu fyrirtækja
og þeim miklu breytingum á eignar-
haldi sem urðu í september. ■
Unnið að fjárhagslegri
endurskipulagningu
Hæstiréttur ógilti nauðsamninga Móa hf. Stjórnarformaður Hamars ehf. segir að með því að
stöðva samninginn hafi verið staðinn vörður um heiðarlega viðskiptahætti.
VIÐSKIPTI Kristinn Gylfi Jónsson,
stjórnarformaður fuglabúsins
Móa hf., segir að unnið sé að fjár-
hagslegri endurskipulagningu fé-
lagsins með það að markmiði að
halda starfsemi
þess áfram.
H æ s t i r é t t u r
hafnaði fyrr í
vikunni nauða-
samningum sem
lagðir voru fyrir
kröfuhafa í sum-
ar.
Tveir kröfu-
hafanna, Reykjagarður hf. og
Hamar ehf., vísuðu staðfestingu
héraðsdóms Reykjavíkur á frum-
varpi til nauðasamnings til
Hæstaréttar og fengu þar ógild-
ingu á samningnum. Kári Páls-
son, stjórnarformaður Hamars
ehf., er ánægður með úrskurð
Hæstaréttar. Hann segir eðli
nauðasamninga vera að hags-
muna allra aðila sé gætt. Svo hafi
ekki verið í þessu tilviki. Hann
segir að því hafi ekki annað kom-
ið til greina af hálfu forsvars-
manna Hamars en að láta reyna á
gildi samningsins fyrir dómstól-
um. „Við tókum þá ákvörðun að
við myndum aldrei samþykkja
neina gjöf til þeirra vegna þess
að þeir voru næstum búnir að
ganga af okkur dauðum. Það eru
alveg hreinar línur að við sam-
þykkjum ekki að aðilar geti kom-
ist upp með að ganga svona fram
gegn okkur og gegn öðrum aðil-
um,“ segir Kári.
Hann segir að fjölmargir hafi
haft samband við sig í kjölfar
dóms Hæstaréttar og lýst
ánægju með að forsvarsmenn
Hamars hafi látið reyna á nauða-
samninginn fyrir dómstólum.
„Það er fjöldi fólks búinn að
hringja í Hamar í dag, menn úr
viðskiptalífinu, til að lýsa ánægju
með það að við skyldum standa
upp á móti þessari þróun í við-
skiptalífinu,“ segir Kári en hann
hefur sakað forsvarsmenn Móa
um ósiðlega viðskiptahætti.
Kristinn Gylfi Jónsson segir
miður að nauðasamningurinn
hafi verið ógiltur en segir að
ýmsar leiðir séu nú í skoðun til
þess að halda rekstri Móa hf.
áfram. „Við bara skoðum hvaða
möguleikar eru aðrir. Við höfum
unnið af heilindum og samkvæmt
lögum að fjárhagslegri endur-
skipulagningu Móa hf. og við ætl-
um að berjast til þrautar fyrir
framtíð félagsins,“ segir hann.
thkjart@frettabladid.is
Ódagsett uppsagnarbréf:
Allar reglur
brotnar
ATVINNUMÁL „Með þessu er verið að
brjóta allar reglur á viðkomandi
starfsmanni,“ sagði Ingvar Sverris-
son, lögfræðingur ASÍ, um þá kröfu
að skrifað sé undir ódagsett upp-
sagnarbréf um leið og skrifað er
undir ráðningarsamning. Það virð-
ist raunin með marga af þeim Port-
úgölum sem starfa hjá Impregilo.
„Þessar starfsmannaleigur eru al-
gengar víða í Evrópu og það er ekki
venjan að skrifað sé undir uppsagn-
arbréf á sama tíma og viðkomandi
er ráðinn. Uppsagnarbréfið er svo
dregið úr pússi um leið og einhver
vandræði verða og menn látnir
fjúka á sinn eigin kostnað.“ ■
EFTIRLIT
Ísraelskur hermaður skoðar persónuskilríki
palestínskra kvenna við eftirlitsstöð í
útjaðri borgarinnar Hebron.
Hermönnum fjölgað:
Óttast sjálfs-
morðsárásir
,ÍSRAEL Ísraelsk stjórnvöld áforma
að senda þúsundir hermanna til
Vesturbakkans og Gaza-strandar-
innar vegna ábendinga sem borist
hafa um að herskáir Palestínu-
menn séu að skipuleggja fleiri
sjálfsmorðsárásir.
Shaul Mofaz, varnarmálaráð-
herra Ísrael, hefur gefið hernum
heimild til að kalla út 1.600 manna
varalið og fyrirskipað hert eftirlit
við landamærin á Vesturbakkan-
um og Gaza, að sögn breska ríkis-
útvarpsins, BBC. Hann hefur ein-
nig gefið út tilskipun um að ferða-
frelsi Palestínumanna skuli tak-
markað enn frekar. ■
KÁRAHNJÚKAR „Miðað við hversu
stórt þetta verkefni er og hversu
langt við erum frá byggð, þá er
mesta furða hvað allt gengur hér
vel,“ sagði Enzo Rinaldi, yfirmað-
ur eins mötuneytis Impregilo við
Kárahnjúka. Hann segir að starfs-
menn á svæðinu taki að meðaltali
45 mínútna matarhlé.
„Ég held að öll þessi umræða
sem skapast hefur í fjölmiðlum
vegna Kárahnjúka sé tilkomin
vegna þess að Íslendingar eru alls
ekki vanir því að starfa að svona
risaverkefni eins og er verið að
vinna hér. Hér eru fleiri hundruð
manns í mat á hverjum degi og
auðvitað þarf að skipuleggja vel
hvernig taka skal á móti slíkum
hópum svo allt gangi vel.“
Enzo segir að í öllum mötu-
neytum Impregilo sé sérþjálfað
starfsfólk sem hefur starfað við
þessar aðstæður áður. „Fyrir okk-
ur sem höfum starfað að stórverk-
efnum víða um heim er ekkert
sem kemur á óvart hér. En það er
ekkert skrýtið að Íslendingum
bregði aðeins við. Við erum að
starfa langt frá byggð, langt uppi
í fjöllum og auðvitað kemur alltaf
eitthvað upp á við slíkar aðstæð-
ur. Annað væri óeðlilegt. Þetta er
ekki fimm stjörnu hótel.“ ■
AÐALBÚÐIR IMPREGILO
Þar eru tvö mötuneyti og á hverjum degi þarf að bera á borð morgunmat, hádegismat og
kvöldmat fyrir fleiri hundruð manns.
HÆKKANIR OG AUKIN VELTA
Kauphöll Íslands getur vel við unað. Úr-
valsvísitalan hækkaði um 34% fyrstu níu
mánuði ársins og veltuaukning með hluta-
bréf nam 55%.
HÆKKANIR FYRIRTÆKJA Í ÚR-
VALSVÍSITÖLU KAUPHALLAR
1. Pharmaco 93%
2. Kaupþing Búnaðarbanki 43%
3. Landsbankinn 43%
4. Sjóvá-Almennar 40%
5. Fjárfestingarfélagið Straumur 39%
„Þeir voru
næstum búnir
að ganga af
okkur dauð-
um.
Yfirmaður eins mötuneytis Impregilo:
Ekki skrýtið að
Íslendingum bregði
FUGLABÚ LEITAR ÚRRÆÐA
Forsvarsmenn Móa hf. vinna nú að fjárhagslegri endurskipulagningu.