Fréttablaðið - 09.10.2003, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 09.10.2003, Blaðsíða 2
2 9. október 2003 FIMMTUDAGUR „Jung wurde Ich Njal gegeben.“ Arthúr Björgvin Bollason er á förum til Þýska- lands. Hann langar að þýða Njálu á þýsku. Spurningdagsins Möguleikar Hannesar á málsókn eru hæpnir Lögmaður Rithöfundasambandsins skilaði greinargerð vegna Bréfa- málsins. Talsmaður fjölskyldu Laxness segir allt tal um málsókn vera út í hött þar sem Hannes hafi aldrei beðið um leyfi. BÓKMENNTIR Stjórn Rithöfunda- sambands Íslands fundaði í gær um þá ósk Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar að fá aðstoð sam- bandsins vegna þess að hann fái ekki aðgang að bréfasafni Hall- dórs Kiljans Laxness og megi heldur ekki vitna í þau gögn í væntanlegri ævisögu um skáldið. Sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins er lögmaður Rithöfundasam- bandsins búinn að taka saman ít- arlega álitsgerð vegna málsins þar sem hann kemst að þeirri nið- urstöðu að lokun bréfasafnsins feli varla í sér möguleika á máls- sókn. Aðalsteinn Ásberg Sigurðs- son, formaður Rithöfundasam- bandsins, vildi ekkert um málið segja en vísaði á Hannes Hólm- stein sem hafði fengið niðurstöð- una afhenta. „Ég hef kynnt mér úrskurð Rithöfundasambandsins,“ sagði Hannes. „Það er engin efnisleg af- staða tekin varðandi mínar spurn- ingar og þeim ekki svarað á neinn hátt. „ „Allt tal um málssókn á hendur okkur er út í hött. Hannes hefur aldrei beðið um leyfi,“ segir Hall- dór Þorgeirsson, talsmaður fjöl- skyldu Halldórs Kiljans Laxness um þann möguleika sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur reifað á því að hann muni krefjast skaðabóta frá fjölskyldunni vegna hindrunar á aðgangi að bréfasafni Nóbelsskáldsins í Þjóðarbókhlöð- unni. Aðeins örfáir einstaklingar hafa leyfi fjölskyldunnar til að skoða bréfasafnið. Þeirra á meðal eru Halldór Guðmundsson, ævi- sagnaritari skáldsins og Helga Kress bókmenntafræðingur. Halldór Þorgeirsson segir að afstaða fjölskyldunnar til þess hvort Hannes Hólmsteinn fái að skoða bréfin eða nota efni þeirra í væntanlegri bók muni ekki liggja fyrir fyrr en eftir að beiðnin kem- ur fram. „Þá munum við taka okkur tíma í að skoða málið,“ segir Hall- dór. Hannes Hólmsteinn segist ekki sjá neina ástæðu til að biðja um leyfi enda eigi bréfasafnið að vera opið. „Safnið var opið og hver sem er gat farið í það og ég var í róleg- heitum fyrir ári síðan að glugga í það,“ segir Hannes Hólmsteinn. rt@frettabladid.is albert@frettabladid.is Einkavæðingarnefnd: Leitar að ráðgjafa EINKAVÆÐING Framkvæmdanefnd um einkavæðingu kom saman í gær til að hefja undirbúning að sölu Landssímans. Ólafur Davíðs- son formaður Framkvæmda- nefndar um einkavæðingu segir að nefndin hafi ákveðið að hefja undirbúning að sölu Símans. Hann segir að það muni taka nokkurn tíma en fundir verði haldnir vikulega í nefndinni. Fyrstu skrefin verða að aug- lýsa eftir ráðgjafa vegna sölunnar og útboðsins. Í samráði við ráð- gjafann verður gerð útboðslýsing og ákveðið hvort og þá hversu mikið verði selt til almennings og hve mikið til kjölfestufjárfestis. Einkavæðingarnefnd á eftir að ganga frá öllum þessum atriðum. Fréttablaðið greindi frá því í gær að margir hefðu áhuga á að kaupa Símann og hefðu látið þann áhuga í ljós við einkavæðingar- nefnd. Á meðal þeirra eru Íslands- banki og Straumur, Kaupþing Búnaðarbanki, eigendur Western Wireless og Opin Kerfi. Síminn er um 40 milljarða króna virði ef miðað er við útboðs- gengið frá því síðast var reynt að selja hann en sé miðað við síðustu viðskipti með bréf í Kauphöll Ís- lands er fyrirtækið 42,5 milljarða virði. Eftir á að koma í ljós hversu mikið stórir fjárfestar eru reiðu- búnir að borga fyrir hlut í Síman- um. ■ Sameining grunnskóla Seltjarnarness ákveðin: Markmiðið að efla skólastarfið SAMEININGARMÁL Meirihluti bæjar- stjórnar Seltjarnarness sam- þykkti að sameina Mýrarhúsa- og Valhúsaskóla og tekur sameining- in gildi á næsta ári. Einn skóla- stjóri verður yfir báðum skólun- um í stað tveggja áður. Var sam- þykktin þvert á óskir margra starfsmanna skólanna tveggja og einnig var talsvert um óánægju foreldra með þennan ráðahag. „Markmið okkar með þessu er að gera allt skólastarf á Seltjarn- arnesi enn betra en það er í dag,“ sagði Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri. „Þarna er ekki um fjárhagslegan ávinning að ræða heldur fyrst og fremst að efla skólana og gera þá samkeppnis- hæfari en nú er. Það er hins vegar eðlilegt að fólk hafi mismunandi skoðanir á málum sem þessum og því kemur ekkert á óvart að marg- ir séu okkur ekki sammála.“ „Ég hef engar forsendur til að meta stöðuna,“ sagði Sigfús Grét- arsson, skólastjóri Valhúsaskóla, þegar ljóst var að sameining hafði verið samþykkt. „Ég átti alveg von á þessari niðurstöðu þannig að þetta kemur ekki mikið á óvart.“ ■ Framkvæmdu nauðsyn- legar úrbætur: Mötuneyti ekki lokað KÁRAHNJÚKAR Ekki kom til þess að starfsfólk Heilbrigðiseftirlits Austurlands lokaði mötuneyti Impregilo við Axará. Var for- svarsmönnum verktakafyrirtæk- isins gert ljóst í síðustu viku að slíkt yrði gert ef ekki yrðu gerðar miklar úrbætur hið fyrsta. „Þeir fengu lokafrest til að klára ýmislegt varðandi aðstöð- una við Axará,“ sagði Helga Hreinsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Austur- lands. „Við gerðum athugasemdir við mötuneyti, vatnsveitu, svefn- skála og meðferð sorps í síðustu viku og kröfðumst aðgerða. Það hefur greinilega skilað sér vegna þess að það hefur nánast tekist að færa allt til betri vegar.“ ■ EDIKSÝRA LAK Þegar hefja átti uppskipun úr Dettifossi, skipi Eimskipafélags Íslands, í gær kom í ljós að ediksýra hafði lekið úr tanki. Talið er að eitt til tvö tonn af efninu hafi lekið á meðan skipið sigldi milli Bandaríkjanna og Íslands. Slökkvilið var kallað á staðinn og hreinsaði lest skipsins. ÁREKSTUR Á AKUREYRI Árekst- ur tveggja bíla varð á gatna- mótum Hlíðarbrautar og Aust- ursíðu á Akureyri í gær. Annar ökumaðurinn hlaut minniháttar meiðsl. Bílarnir voru báðir mik- ið skemmdir og var annar þeir- ra fluttur af vettvangi með dráttarbíl. ÓLAFUR DAVÍÐSSON Einkavæðingarnefnd undir forystu hans undirbýr sölu Símans. GLJÚFRASTEINN Bréfasafn Nóbelsskáldsins hefur valdið deilum. „Allt tal um málssókn á hendur okkur er út í hött. FUNDUR BÆJARSTJÓRNAR Þrátt fyrir mótmæli var sameining skólanna tveggja á Seltjarnarnesi samþykkt. Náttúruverndaráætlun: Fjórtán svæði verði friðlýst STJÓRNMÁL Siv Friðleifsdóttir, um- hverfisráðherra, hefur kynnt drög að náttúruverndaráætlun fyrir árin 2004 til 2008. „Í náttúruverndaráætluninni er lögð áhersla á að festa í sessi nýja aðferðafræði við svæðisbundna náttúruvernd, sem á rætur að rekja til breyttrar hugmyndafræði í málaflokknum. Í stuttu máli felst hún í því að skilgreina og skrásetja náttúruminjar sem þarfnast verndar og tryggja lágmarks- vernd þeirra í neti friðlýstra svæða,“ segir í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu. Í ætluninni er lagt til að fjórtán svæði verði friðlýst á því tímabili sem áætlunin nær til. Fjallað verð- ur um drögin á umhverfisþingi sem hefst 14. þessa mánaðar. ■ ■ Spilliefnaleki ■ Lögreglufréttir GEIMSKOT KÍNVERJA Forsíður kínverskra dagblaða greindu í gær frá fyrirhuguðu geimskoti. Geimferðir Kínverja: Á leið út í geim PEKÍNG, AP Kínverjar skjóta mönn- uðu geimfari á loft miðvikudaginn 15. október eftir því sem þarlend- ir fjölmiðlar fullyrða. Þetta er fyrsta mannaða geimfarið sem Kína sendir út í geim. Kínverjar verða þar með þriðja þjóðin sem sendir mannað geimfar á loft en áður hafa Bandaríkjamenn og Rússar sent menn út í geiminn. Geimflaug Kínverja er af gerð- inni Shenzhou og byggist að hluta til á þeirri tækni sem notuð var við smíði Soyuz flauga Rússa. Nafnið Shenzhou þýðir „hið helga far“. Einn maður verður sendur með geimflauginni en ekki liggur fyrir hver það verður. Flugmenn úr kínverska hernum hafa verið í strangri þjálfun og eru nú 14 eftir af upphaflega hópnum. Geimskotið verður í styttra lagi en ætlunin er að flaug- in verði á braut umhverfis jörðu í eina og hálfa klukkustund. Geimskotið verður sýnt beint í sjónvarpi um allt land. ■ MIKIL AUKNING Þeim fjölgar stöðugt sem nota tölvuna til að sinna almennum bankaviðskiptum. Um leið fækkar þeim sem þurfa í banka til að greiða reikninga. 40% bankaviðskipta í tölvu: Fækkar í útibúunum BANKAR Um eða yfir 40% allra venjulegra bankaviðskipta ein- staklinga fara í gegnum heima- banka. „Þetta helst í hendur við fækkun starfsfólks í útibúum banka,“ segir Friðbert Trausta- son, formaður Sambands ís- lenskra bankamanna. Hann segir þessa þróun hafa orðið að mestu á síðustu þremur til fjórum árum. „Það er hins vegar lítil breyt- ing á heildarfjölda starfsmanna banka og fjármálfyrirtækja, því á sama tíma hafa verið að byggjast upp öflugar verðbréfadeildir hjá fjármálafyrirtækjunum.“ Frið- bert segir að þessi þróun hafi gert það að verkum að menntunarstig bankamanna hafi hækkað. Þriðj- ungur félagsmanna sé nú með há- skólamenntun. „Upplýsingatæk- inin hefur haft mikil áhrif á þessa þróun. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI Arthúr Björgvin, hvernig þýðir þú „Ung var ég gefin Njáli“ á þýsku? FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Atlantshafsbandalagið: Ráðamenn í stríðsleik COLORADO, AP Ráðamenn Nato æfðu viðbrögð við neyðarástandi sem væri við það að fara úr bönd- unum í flugbækistöð í Colorado í Bandaríkjunum í gær. Æfingin á að búa þá undir að taka ákvarðan- ir undir pressu. Robertson lávarður, var í for- sæti á æfingunni sem gekk út á að herlið væri sent til ímyndaðrar eyju þar sem óbreyttum borgur- um stæði ógn af hryðjuverka- mönnum. Málin vandast hins veg- ar fyrir ráðamennina þegar í ljós kemur að hryðjuverkamennirnir búa yfir kjarnorkuvopnum sem þeir hóta að skjóta að Evrópu. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.