Fréttablaðið - 09.10.2003, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 09.10.2003, Blaðsíða 39
Þriðja plata 200.000 Naglbíta,Hjartagull, skilaði sér loksins í búðir á mánudag en hún hafði verið á þriðja ár í burðarliðnum. Vilhelm Anton Jónsson, söngvari og gítar- leikari sveitarinnar, segist þó ekki hafa vaktað plötubúðirnar til þess að njósna um viðbrögð. „Reyndar skilst mér á Skífu- mönnum að platan hafi farið vel af stað, það er alveg frábært,“ segir Villi. „Maður finnur að það er mikill áhugi á plötunni og það skilar sér vonandi í plötusölu.“ Í kvöld heldur sveitin svo út- gáfutónleika sína á Nasa við Austur- völl. Villi segir sveitina hafa lagt dá- góðan pening í það að tryggja að ljósa- og hljóðbúnaður sé eins og best verður á kosið. Hann segir að áhersla verði lögð á að hafa tónleik- ana jafn sjónrænt góða sem hljóð- lega og að lýsing verði „öðruvísi og flott“. „Svo ætlum við að spila eins og við eigum lífið að leysa. Það verður engin upphitun og ekkert vesen. Engir aukahljóðfæraleikarar en við styðjumst þó við undirspil í ein- hverjum lögum.“ Sem sagt, Nagl- bítarnir verða berstrípaðir, óstuddir en vel lýstir á Nasa í kvöld. Húsið opnar kl. 21 og hefjast tónleikarnir klukkustund síðar. ■ Tónleikar NAGLBÍTAR ■ Útgáfutónleikar í kvöld. Þriðja platan, Hjartagull, kom í verslanir síðasta mánu- dag. Þykir vera þeirra besta til þessa. Fréttiraf fólki 39FIMMTUDAGUR 9. október 2003 ■ Leiðrétting Að gefnu tilefni skal tekið fram að Vagna Sól- veig Vagnsdóttir er ekki rekstaraðili sýningar- salar í Keflavík undir nafninu Grái kötturinn (sem nú heitir Blái kötturinn) og ber enga ábyrgð á nafngiftum á salnum heldur hefur salinn á leigu til uppsetningar á sýningu á eigin verkum ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Þau hafa hækkað úr 0,05% í 0,16% af þjóðarframleiðslu. Gray Davis. Keflvíkingum. 1 6 7 8 9 10 14 15 17 16 2 3 4 131211 5 Að ég verði metinn af verkummínum. Þá kvíði ég engu,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissur- arson um óskina sína einu. ■ Landsleikur Íslendinga og Þjóð-verja verður mál málanna á laugardaginn. Ekki bara leikur- inn sjálfur, sem þúsundir Íslend- inga flykkjast á, heldur og ekki síður íslenskur dansleikur sem haldin verður á sveitakrá rétt utan við Ham- borg að leik loknum. Það eru stórsöngvarinn Stefán Hilmars- son og tónlistarsnillingurinn Jón Ólafsson sem sjá um ballið og ætla að leika þar fyrir dansi og söng fram á rauða nótt. Íslendingar í Kaupmannahöfnkætast nú því listamaðurinn Tryggvi Ólafsson er að opna mál- verkasýningu í miðbæ gamla höf- uðstaðarins. Er þá gjarnan kátt á hjalla. Tryggvi er sem kunnugt er í miklum metum í Danmörku þar sem hann hefur verið búsettur um áratugaskeið. Thor Vilhjálmsson, rithöfundur og gamall vinur Tryggva, flaug gagngert út til að vera viðstaddur opnunina en ætlar að nota tæki- færið til að lesa upp fyrir landa sína í Jónshúsi. Þar verður ekki síður kátt... Lárétt: 1 yfirhöfn, 6 pex, 7 kólnar, 8 rás, 9 menningarstofnun, 11 ljósmyndari, 13 ef á ensku, 14 ólund, 15 haf, 17 feitin. Lóðrétt: 2 gosefni, 3 varningur, 4 fyrir- komulag, 5 níu, 7 nána, 10 afrakstur, 12 ellefu, 15 í röð, 16 sársaukahljóð. Lausn. Lárétt: 1frakki,6rex,7kular, 8 æð,9mfa,11rax,13if, 14ami,15sær, 17flotið. Lóðrétt: 2rauðamöl,3kram,4kerfi, 5 ix,7kæra,10afurð,12xi,15st,16æi. ■ Eina ósk 200.000 NAGLBÍTAR Naglbítarnir reka smiðshöggið á þriðju breiðskífu sína á Nasa í kvöld með útgáfutónleikum . Berstrípaðir og óstuddir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.