Fréttablaðið - 09.10.2003, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 09.10.2003, Blaðsíða 14
14 9. október 2003 FIMMTUDAGUR ■ Reykjavík SLÖKKVISTARF Í HÁLOFTUM Yfirvöld í Aþenu í Grikklandi, þar með talið slökkvilið borgarinnar, búa sig af kappi undir Ólympíuleikana á næsta ári. Endur- nýja þarf tæki og hefur slökkviliðið fengið 735 ný tæki, þeirra á meðal tvo körfubíla sem ná tæpa 90 metra upp í loft. KVIKMYNDAGERÐ Sveinbjörn I. Baldvinsson, annar tveggja ráð- gjafa hjá Kvikmyndamiðstöð Ís- lands, telur styrki til eftirvinnslu kvikmynda vera varasama. „Eftirvinnslustyrkir eru í mín- um huga afar varasamir yfir höf- uð, því hætt er við að þeir verki sem nokkurs konar „tapstyrkir“ og veiti kvikmyndagerðarmönn- um sem endilega vilja taka veru- lega fjárhagslega áhættu falska von um björgun eftir á,“ segir í umsögn Sveinbjarnar til Kvik- myndamiðstöðvarinnar. Umsögn Sveinbjarnar var send Einari Þór Gunnlaugssyni hjá Passport kvikmyndum eftir að Einar Þór hafði fengið mennta- málaráðuneytið í lið með sér til að fá skýringu á því hvers vegna Kvikmyndamiðstöðin hafnaði um- sókn um eftirvinnslustyrk fyrir myndina Þriðja nafnið. „Það sem ber til tíðinda fyrir alla íslenska kvikmyndagerð er að mælt er gegn því - sem um er getið í nýrri reglugerð frá mars síðast- liðnum - að styrkir til eftirvinnslu séu yfirleitt veittir til íslenskra kvikmynda. Ekki er einu orði minnst á umsókn fyrirtækisins og mælt með að farið verði á svig við nýja reglugerð,“ segir Einar. ■ DEILUR Friðrik Á. Hermannsson, lögmaður Vélstjórafélags Íslands , sakar Sturlu Böðvarsson sam- gönguráðherra um valdníðslu í grein á heimasíðu félagsins. Hann segir að svo virðist sem ráðherrann hafi í hótunum við alla vélstjóramenntaða menn á Íslandi þegar hann gefi í skyn að verði Helga Laxdal for- manni Vélstjórafé- lags Íslands ekki vikið úr starfi, hafi íslenskir vélstjórar verra af. Þannig túlkar Friðrik pis- til sem ráðherrann skrifaði á heima- síðu sína þann 19. september þar sem hann sagði Helga varla trú- verðugan talsmann vélstjóra. Þar sagði Sturla um Helga: „Öll hans viðbrögð og allar hans um- sagnir um málefni vélstjóra og siglingamál verða skoðuð í því ljósi að skortur á málefnalegri umræðu og v a n d a ð r i vinnubrögðum gera hann vart að trúverðug- um talsmanni. Á það verður að reyna á næstunni.“ F r i ð r i k veltir fyrir sér hvort Sturla hafi með yfir- lýsingum sín- um gert sig vanhæfan í málum sem varða vél- stjóra með því segja að mál þeirra verði skoðuð í sérstöku ljósi. Frið- rik segir: „Mögulega þarf ráð- herrann að víkja úr stóli sínum í hvert sinn er málefni vélstjóra verða til umfjöllunar í ráðuneyt- inu enda munu allar hans framtíð- arákvarðanir í málum er lúta að vélstjórum lit- aðar af þeirri hugsun að ráð- herrann hafi eitt sinn hótað þvi að misnota vald sitt er málefni vél- stjóra væru til umfjö l lunar en slíkt hátt- erni ber heitið valdníðsla í f r æ ð i r i t u m um stjórn- sýslurétt.“ D e i l u r Helga og Sturlu eru til komnar vegna reglu- gerðar sem sett var í sumar og kveður á um að hægt sé að skrá niður afl véla í skipum. Sturla gagnrýndi Helga harka- lega vegna framgöngu hans í sam- bandi við reglugerðina. „Ég skildi gagnrýni Helga Lax- dal mæta vel á meðan hún var á málefnalegum forsendum,“ sagði Sturla en telur að gagnrýnin sé ekki lengur málefnaleg og skilur ekki andstöðu Helga. Ólíklegt sé að öryggismál sjómanna valdi Helga áhyggjum þar sem reglu- gerðin breyti engu um þau og ekki geti andstaðan verið vegna þess að Siglingastofnun gangi erinda útvegsmanna. „...ef eitthvað er hefur Siglingastofnun verið gagn- rýnd í gegnum tíðina fyrir að standa fast á sinni afstöðu gagn- vart útgerðinni í fleiri málum en færri, þannig að það getur ekki verið ástæðan. Getur verið að öll lætin séu vegna þess að formaður- inn telur sig þurfa að styrkja stöðu sína innan Vélstjórafélags- ins um þessar mundir?“ Helgi sagði það af og frá þar sem hann væri einn í formannskjöri til næstu fjögurra ára og ætlaði svo að hætta. kgb@frettabladid.is ■ Ég skildi gagn- rýni Helga Lax- dal mæta vel á meðan hún var á málefnaleg- um forsendum. WASHINGTON, AP Lögfræðingar Hvíta hússins munu taka sér tvær vikur í að fara yfir svör tvö þús- und starfsmanna, sem spurðir voru út í meintan leka sem olli því að hulunni var svipt af Valerie Plame, njósnara CIA, í bandarísk- um fjölmiðlum. Joseph C. Wilson, fyrrum sendiherra og eiginmaður Plame, segir að Hvíta húsið standi á bak við málið. Háttsettir menn innan Hvíta hússins hafi verið ósáttir við það þegar hann hafi upplýst að ekkert væri til í því að Írak hefði reynt að kaupa úraníum í Afríku, eins og Georg W. Bush banda- ríkjaforseti hefði sagt. Scott McClellan, talsmaður Hvíta hússins, segir að þegar búið verði að fara yfir svörin verði þau send til dómsmálaráðuneytisins, sem fer með rannsókn málsins. Þrír embættismenn hafa verið sakaðir um að hafa lekið nafni Plame til fjölmiðla, þeir Karl Rove, pólitískur ráðgjafi forset- ans, I. Lewis Libby, starfsmanna- stjóri varaforsetans og Elliott Abrams, hjá þjóðaröryggisráðinu. McClellan segir þá á engan hátt viðriðna málið. ■ Uppreisnarmenn: Myrtu tvo borgarstjóra KÓLUMBÍA, AP Tveir borgarstjórar í Cauca-fylki í Kólumbíu voru myrtir af uppreisnarmönnum sem höfðu boðað þá á fund sinn. Fjórir borgarstjórar voru kallað- ir í leynilegar bækistöðvar FARC, byltingarsveita Kólumbíu, til að út- skýra tengsl sín við herskáa hægri- menn. Að sögn vitna var einn mann- anna myrtur þegar hann reyndi að flýja af vettvangi. Hinir þrír komust undan í bíl en einn þeirra fannst látinn skömmu síðar. Yfir 35.000 manns hafa fallið í átökum skæruliða og stjórnarher- manna í Kólumbíu á undanförnum tíu árum og á síðustu þremur árum hafa að minnsta kosti 30 borgar- stjórar og 60 bæjarfulltrúar verið myrtir. ■ Kambódía: Unglingur nauðgaði kornabarni KAMBÓDÍA, AP Bin Vannak, átján ára kambódískur unglingur, var dæmdur í 10 ára fangelsi fyrir að nauðga kornabarni. Vannak viður- kenndi að hafa ráðist á 14 mánaða gamalt stúlkubarn á heimili þess og svívirt það. Stúlkan var stórslösuð eftir drenginn. For- eldrar stúlkunnar höfðu skilið hana eftir eina í umsjá drengsins. Auk tíu ára fangavistar var Vannak dæmdur til að greiða 250 dollara sekt eða sem nemur 19.000 krónum. ■ Rannsókn á meintum leka á nafni njósnara: Tvö þúsund krafðir um svör JOSEPH C. WILSON Fyrrum sendiherra og eiginmaður Valerie Plame, segir að starfsmaður Hvíta hússins hafi svipt hulunni af Plame. EINAR ÞÓR GUNNLAUGSSON Einar Þór Gunnlaugsson kvikmyndagerðar- maður segir stefnu Kvikmyndamiðstöðvar Íslands mótast mikið af „þrýstingi sérhags- munaaðila sem hafi verið „áskrifendur“ að styrkjum Kvikmyndasjóðs Íslands og kunni að „fara á hausinn“ ef reglulegar styrkveit- ingar falla niður.“ Ráðgjafi hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands: Styrkir til eftirvinnslu eru varasöm falsvon Sakar samgönguráð- herra um valdníðslu Lögfræðingur Vélstjórafélagsins blandar sér í deilu Helga Laxdal og Sturlu Böðvarssonar. Segir Sturlu hafa í hótunum við alla vélstjóra á Íslandi. Segir Sturlu verða vanhæfan í málum sem varða vélstjóra. HELGI LAXDAL Lögmaður Vélstjórafé- lagsins tekur undir gagnrýni hans á sam- gönguráðherra. STURLA BÖÐVARSSON Vélstjórar eru ósáttir við störf samgöngu- ráðherrans. TENNISHÖLL Í FOSSVOGI Einka- hlutafélagið Tennisvinir hafa sótt um að fá að reisa tennishús við núverandi útitennisvelli Tennis- klúbbs Víkings í Fossvogsdal. GERVIGRASVÖLLUM FJÖLGAR Fylkir í Árbæ hefur sótt um leyfi til að gera gervigrasvöll og tækni- og áhaldabyggingu syðst á lóð sinn. Umhverfis völlinn á að vera fimm metra há girðing og sex átján metra ljósamöstur. Fram og KR ætla einnig að bygg- ja upp gervigrasvelli. Sjálfstæðismenn: Hús víki af skólalóð SKIPULAG Sjálfstæðismenn í skipu- lags- og byggingarnefnd vilja að gamalt hús á lóð Vesturbæjar- skóla verði rifið. Húsið stendur á horni Vestur- vallagötu og Sólvallagötu. Hluti þess er í dag nýttur undir dagvist fyrir börn eftir að kennslu lýkur. Sjálfstæðismenn vilja húsið burt svo hægt sé að nýta lóðina sem útivistarsvæði fyrir skólann og hverfið: „Full þörf er á því að stækka skólalóðina og bæta að- stöðu nemenda til útivistar,“ bók- uðu þeir á síðasta fundi skipulags- nefndar sem frestaði afgreiðslu málsins. ■ GAMLA HÚSIÐ Húsið sem lagt er til að hverfi af skólalóð.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.